Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Formáli hins fyrra pistils til Korintios

Úr Wikiheimild

Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Í þessum pistli áminnir hinn heilagi Páll þá í Korintíuborg það þeir skulu samlyndir vera í trúnni og í lærdóminum, hafandi vakt á því að þeir lærðu vel þessa höfuðgrein, einkum (það Kristur sé allra vor þrifgjöf), á hverja grein allar mannlegar skynsemdir og vísdómar hafa sig á rekið. Því að líka sem nú upphefja sig um vora daga í frá því eð evangelium kom í augljós margir fávísir sjálfbirgingar (þá vér köllum fluguanda, svælur og fordæður), hverjir allt forsnemma eru klókir og lærðir vorðnir og eigi fá fyrir miklum meistaraskap og vísdómi haldið sig líka við nokkurn eður samlynda. Því þann eini vill hingað, hinn annar þangað svo sem að væri það stór smán nær eð hver einn skyldi eigi nokkuð sérlegt fyrir sig leggja og sínum eiginlegum vísdómi upp fleygja, hverja enginn fær umvent aftur til síns viskuleysis. En þó vita þeir í þelið niðri alls ekki né undirstanda út af hinum réttu höfuðgreinum þótt þeir rausi, gjálfri og þvætti margt um þetta með munninum.

Líka svo skeði á dögum hins heilaga Páls þá er hann hafði kennt sínum ástvinum í Korintíu kristilega trú og frelsið af lögmálinu að þá hófu sig og upp hinir fávísu sjálfbirgingar og ótíðigir vitringar í sundur slítandi þann samlundaðan lærdóm, gjörandi svo sundurþykkan flokkadrátt meðal trúaðra manna. Þann eini, hann vildi vera Páls, hinn annar Appollints, þann eini Péturs, en annar Krists. Einn vildi umskerast láta, en annar ekki. Þann eini vildi giftast, hinn annar ekki. Þann eini vildi eta skurgoðafórnir, en annar ekki. Sumir vildu og vera líkamlega frjálsir, og nokkrar konur vildu í hárklæðum ganga og slíkt annað þessu líkt þar til að þeir komu svo fjarri niður það einn drýgði svívirðilegan misverknað í móti frelsinu, takandi sína stjúpmóður til eiginorðs. Og það sumir héldu alls ekki út af upprisunni dauðra manna, en aðrir næsta lítið af holdtekju Drottins. Og það gekk mjög undarlega og næsta óskikkanlega til svo að hver einn vildi meistari vera og kenningar drýgja og það eina gjöra með guðsspjöllin, sakramentistrúna hvað þeim gott þótti og létu á meðan þessa höfuðgrein fara og undir fótum liggja (það Kristur sé vor þrifgjöf, réttlæti og endurlausn) líka svo sem hefði þeir þessa grein fyrir löngu með sólum sinna skófata forslitið af því að svoddant stykki fær ekki á flötnum blifið, hvar vér sjálfir upphefjum klókir og vitrir að þykjast. Öllu deili eins, líka svo sem það gengur nú til meður oss síðan vér opinberuðum í þýðverskunni (segir meistarinn) þetta evangelium út af guðlegri náð að þar vill hver einn hinn æðsti meistari vera og hafa hinn heilaga anda alleina. Líka sem væri evangelium fyrir þann skuld predikað það vér skyldum leita vorrar hrósanar, auðsýnandi vorn klókleik og skynsemd þar inni. Svo að þessir Korintíuborgarmenn mega vel vera ein fyrirlíking vorrar þjóðar á þessum tímum, hver eð þörf hefði eins þvílíks pistils. En svo hlýtur það að vera og svo á það guðsspjöllunum að ganga það hinir heimsku sjálfbirgingar og ótíðugir vitringar eigu upp að byrja flokkadrátt og hindranir svo að þeir sem reyndir eru (eftir því að hér segir hinn heilagi Páll) opinberir verði.

Fyrir því straffar og fordæmir hinn heilagi Páll slíkan skaðsamlegan vísdóm næsta alvarlega og gjörir þvílíka heilaga nefvitringa aftur að vitleysingum og segir með sléttum orðum að þeir viti ekkert af Kristi né af hans anda og ástgjöfum, þær oss eru í Kristo Jesú veittar, og eigi skulu þeir kenningar upp byrja því þeir hljóta andlegir að vera sem það skulu undirstanda. En vilja vitur vera og klókleik sýna meður evangelio er ein rétt hindran og hamlan Guð og Kristum að viðurkenna. En flokkadrátt og sundurþykki upp að byrja, þar er klókleg skynsemd og vísdómur vel tilhæfilegur svo að þeir verði aðeins heimskir sjálfbirgingar og kristnir villingar. En Drottin vorn Jesúm Kristum fá þeir aldregi réttlega viðurkennt nema þeir snúist aftur í hið forna viskuleysi og láti sig svo lítillátlegana færa og læra fyrir það hógværa og einfaldlega Guðs orð. Slíkt gjörir hann og um hönd hefur í hinum fyrstum fjórum kapítulum.

Í hinum fimmta straffar hann þá miklu vansemd þess hins sama sem sína stjúpmóðir hafði til eignar tekið og vill bannfæra hann og djöflinum gefa, gefandi þar með að skilja eina rétta undirvísan hverninn bannið ætti að hantérast svo að það skuli ske meður einu samþykki alls safnaðarins, þeirra sem rétttrúaðir eru yfir opinberum stórsyndum svo sem að Kristur kennir og sjálfur (Matt. xviii).

Í sétta straffar hann það agg og þrætumál fyrir dómstólum, sérdeilis fyrir heiðnum mönnum og vantrúuðum, og kennir að þeir skuli sjálfir innbyrðis sakirnar skilja og sléttar gjöra elligar rangindi líða.

Í hinum sjöunda undirvísar hann af hreinlífinu og hjúskaparbandinu, lofar fast hreinlífið og júngfrúrdóminn það hann sé nytsamlegur. Svo því framar og betur geti hann guðsspjallanna gætt svo sem að sjálfur Kristur kennir (Matt. xix) af þeim hreinlífismönnum sem vegna guðsspjallanna eður himnaríkis vilja hreinlífir vera. En Páll vill ónauðugan og óþvingaðan júngfrúdóm haldinn hafa utan alls háska meiri syndar. Annars sé hjúskaparbandið betra en hreinlífisbindindið það iðulega veikist í stöðugum bruna og jafnan hefir heimuglega vansemi.

Í hinum átta allt til hins tólfta höndlar hann margvíslega hverninn að vér skulum líða og hantéra við breyskvar samviskur í augsýnilegum málaferlum svo sem að er í matarnautn, drykkju og klæðaburði og í bergingu Guðs líkama, fyrirbjóðandi í öllum stöðum það hinir styrkvu skulu eigi forsmá hina breysktrúuðu. Af því að hann sjálfur, þótt hann væri einn postuli, þá hafi hann sem áður haldið sig í frá mörgum þeim hlutum þar hann hafði þó góðan rétt til. Þar til mega vel hinir styrkvu vera óttaslegnir um sig af því að forðum daga eru svo margir af Íraelsfólki forgengnir sem þó voru áður allir saman útleiddir fyrir dásemdarverkin af Egyptalandi. En jafnframt þessu gjörir hann nokkur úthlaup hjálpsamlegrar kenningar.

Í hinum tólfta allt til hins fjórtánda höndlar hann hversu margháttaðar að ástgjafir Guðs eru, á meðal hverra það ástsemin sé þó hin besta því að hún upphefur sig eigi, heldur innbyrðis samþykkilega þjónandi með því að þar er einn Guð, einn Drottinn, einn andi og allir hlutir eins hversu margháttaðir að eru.

Í fjórtánda kennir hann predikurum, profetum og söngmönnum það þeir skulu skikkanlega iðka sínar gáfur og alleinasta til betrunar, en eigi til eiginlegrar dýrðar sína predikan, list eður skynsemd þar með að auðsýna.

Í fimmtánda straffar hann þá sömu sem ranglega hafa lært og trúað um holdsins upprisu.

Í hinum síðasta minnir hann þá á um bróðurlega hjálp og stundlega styrking líkamlegrar næringar við hina þurftugu.