Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Formáli yfir S. Páls pistil til Tessalonia

Úr Wikiheimild

Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Þennan pistil skrifar S. Páll út af sérlegri ástsemi og postullegri umhyggju því að hann lofar þá fyrir tvo hina fyrstu kapítula það þeir hafi evangelium af honum með slíkri alvöru meðtekið að þeir einninn fyrir harmkvæli og ofsókn standa þar inni og eru alls staðar vorðnir öllum söfnuðum eitt ágætt eftirdæmi í trúnni líka sem að Kristur og hans postulum hafa af Gyðingum, þeirra náfrændum, ofsókn liðið svo sem hann sjálfur hafði og einninn hjá þeim liðið þeim til eftirdæmis, færandi hjá þeim eitt heilagt líferni, fyrir hvað hann þakkar Guði það hans evangelion hefir slíkan ávöxt hjá þeim afrekað.

Í hinum þriðja auðsýnir hann sína kostgæfni og umhyggju það slíkt hans erfiði og þeirra lofsamleg uppbyrjan verði ekki í eyði lögð fyrir djöfulinn og hans apostula með mannalærdómum. Fyrir því hafi hann áður fyrirfram Tímóteum til þeirra sent slíkt að prófa og þakkar Guði það hann hefir enn alla hluti réttlega hjá þeim fundið og æskir þeim viðuraukningar.

Í hinum fjórða áminnir hann þá það þeir vakti sig við syndum og gjöri hvað gott er innbyrðis. Þar til andsvarar hann þeim upp á eitt spursmál sem þeir höfðu fyrir Tímóteum látið til hans bera af upprisu framliðinna, hvort þeir munu allir undir eins eða hver eftir öðrum upprísa.

Í hinum fimmta skrifar hann þeim af dómadegi hversu snöggt og skyndilega hann skuli koma og gefur þar með nokkrar skikkanir hinum öðrum að stjórna og hverninn þeir skulu halda sig í gegn líferni og lærdómi hinna annarra.