Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/Formáli yfir annan S. Páls pistil til þeirra í Korintíu

Úr Wikiheimild
Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar  (1540)  höfundur Oddur Gottskálksson
(Formáli yfir annan S. Páls pistil til þeirra í Korintíu)

Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Í þeim hinum fyrra pistli hefir hinn heilagi Páll harðlega straffað þá í Korintíu í mörgum greinum, hellandi snörpu víni í benjarnar og hræðandi þá svo. En nú sem einum postula og huggunarsamlegum predikara ber að vera, viðréttandi hinar bljúgu og skelfdu samviskur framar en hrellandi. Fyrir því prísar hann þá nú aftur í þessum pistli, hellandi svo viðsmjörvi í sárin, tjáandi sig þeim næsta vingjarnlegan og bjóðandi þeim að meðtaka hinn synduga aftur meður kærleika.

Í hinum fyrsta og öðrum kapítula auglýsir hann sinn kærleika viður þá, hversu að hann hefir alla hluti sagt, gjört og liðið þeim til nytsemdar og heilsugjafar svo að þeir mættu því heldur alls hins besta til hans vænta.

Eftir það prísar hann guðsspjalllegt embætti, hvert að sé hið allra hæðsta og hugganarsamlegasta verk samviskunum til nytsemdar og hjálpræðis, og útvísar að það sama sé öllu betra en lögmálsins embætti og það verði og ofsóknum sókt, en ávaxtist þó hjá trúuðum og afli fyrir krossburðinn von eilífrar dýrðar. En jafnframt þessu öllu afstingur hann þá falspostula, þeir eð lögmálið harðlega hnúðu fram í gegn Guðs evangelio, hverjir ekki utan augsýnisheilagleik (það er hræsni) boðuðu og létu hinar innri skammir vantrúarinnar kyrrar vera. Þetta gjörir hann nú í hinum þriðja, fjórða og fimmta kapítula.

Í hinum sétta og sjöunda áminnir hann þá það þeir eftirfylgi slíkri predikan með verkum og líðingu og lyktar það meður þeirra lofsögn upp á það að hann hvetji þá svo til meiri ákefðar.

Í átta og níunda áminnir hann þá það þeir veiti í þeirri dýrri tíð hjálp og stuðning þeim heilögum sem til Jerúsalem höfðu í upphafi öll sín auðæfi ofurgefið (Akt. iv. kapítu.).

Í hinum tíunda, ellefta og tólfta hefir hann að skaffa viður þá falspostula.

Í þrettánda heitir hann þeim harðindum sem syndgað höfðu og ekki betruðu sig.