Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/S. Lúkas guðsspjöll

Úr Wikiheimild

Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Fyrsti kapítuli[breyta]

Af því að margir hafa stundað í lag að færa þær sagnir sem eru af þeim hlutum er á meðal vor hafa til borið og eftir því eð þeir hafa oss í hendur fengið, sem í upphafi hafa sjálfir séð og þénarar orðsins höfðu verið, sýnist mér, af því að eg hefi og sjálfur gjörvallt numið af upphafi, að eg skrifaði þér innilega og skikkanlega til, minn góði Teófíli, svo að þú kynnir sannan grunn þeirra orða sem þér eru undirvísuð.

Á dögum Heródis, konungs af Júdea, var sá kennimaður er Sakarías er nefndur af stéttum Abía. Og hans húsfrú var af dætrum Arons, sú er hét Elísabet. En þau voru bæði réttlát fyrir Guði og gengu í öllum boðorðum og réttlætingum Drottins óstraffanlega. Þau áttu ekki barn því að Elísabet var óbyrja, og bæði voru þau öldruð.

En svo bar til þá Sakarías átti að flytja prestlegt embætti (fyrir Guði) eftir tilskikkan sinnar stéttar og siðvenju kennimannsskaparins, og er honum hlotnaðist að hann skyldi veifa reykelsinu, gekk hann inn í musteri Drottins. Og allur fólksfjöldinn var fyrir utan og baðst fyrir um reykelsisveifunartímann. En honum birtist þá engill Drottins, standandi á hægra veg altarisins, þess er reykelsið var yfir borið. Og Sakarías varð hræddur er hann sá hann, og miklum ótta þá sló yfir hann.

En engillinn sagði til hans : Óttast þú eigi,Sakaría, því að þín bæn er alheyrð. Og Elísabet, eiginkona þín, mun þér son fæða, og hann skalt þú Jóhannes að nafni kalla. Og það mun þér fögnuður og gleði, og margir munu fagna af hans burðartíð því að hann mun verða mikill fyrir Guði. Vín og áfengan drykk mun hann eigi drekka, og þegar frá móðurkviði mun hann uppfylltur verða af helgum anda. Og marga af sonum Íraels mun hann snúa til Guðs, Drottins sjálfra þeirra. Og hann mun fyrir honum fara í anda og krafti Elíe, að hann snúi hjörtum feðra til sona og vantrúuðum til kænsku réttlátra, að til búa svo Drottni algjört fólk.

Og Sakarías sagði til engilsins: Af hverju skal eg það vita? Því að eg em gamall og húsfrú mín er komin til ára sinna. Engillinn svaraði og sagði til hans: Eg em Gabríel sá er frammi fyrir Guði stendur. Og eg em sendur að tala við þig og að boða þér þetta. Og sjá, að þú munt mállaus verða og eigi talað geta allt til þess dags hvenær þetta mun fram koma, fyrir því að þú trúðir ei mínum orðum, þau er upp munu fyllast á sínum tíma.

Fólkið beið og eftir Sakaría og undraðist hvað hann dvaldi í musterinu. En er hann gekk út, gat hann ei talað við þá, og þeir þóttust þá vita að hann mundi sýn séð hafa í musterinu. Hann benti þeim og var mállaus.

Það skeði og þá er liðnir voru dagar hans embættis að hann gekk til síns heimkynnis. En eftir þá daga varð hans húsfrú Elísabet þunguð og leyndi á sér fimm mánuði og sagði: Þannig gjörði Guð við mig á þeim dögum hann leit til mín er hann vildi burt taka mitt hneyksli, það eg bar á millum manna.

En á hinum sétta mánaði var Gabríel engill sendur af Guði í þá borg í Galílea sem nefndist Naðaret til þeirrar meyjar er föstnuð var þeim manni eð Jósef hét af húsi Davíðs, og heiti meyjarinnar var María. Og engillinn gekk inn til hennar og sagði: Heil sért þú náðarfulla. Drottinn er með þér. Blessuð ert þú á meðal kvenna.

En þá hún sá hann, varð hún hrædd af hans orðum og hugleiddi að hvílík væri þessi kveðja. Og engillinn sagði til hennar: Óttast þú eigi, María, því að þú fannt náð hjá Guði. Sé, þú munt barn geta í kviði þínum og munt son fæða, og hans nafn skalt þú Jesús kalla. Hann mun mikill verða og kallaður sonur ins hæðsta. Og Guð Drottinn mun gefa honum sæti síns föðurs Davíðs, og hann mun ríkja yfir húsi Jakobs að eilífu, hans ríkis mun og enginn endir verða.

Þá sagði María til engilsins: Hverninn má það ske af því eg hefi öngvan mann kennt? Engillinn svaraði og sagði til hennar: Heilagur andi mun koma yfir þig, og kraftur ins hæðsta mun umskyggja þig af því að það hið helga, sem af þér mun fæðast, skal nefnast sonur Guðs. Og sjáðu, að Elísabet, frændkona þín, hefir og son getið í elli sinni, og þessi er hennar sétti mánuður, sem kölluð var óbyrja, því að Guði er ekkert orð ómáttugt. En María sagði: Sjá, eg em ambátt Drottins. Verði mér eftir orði þínu. Og engillinn veik frá henni.*

En á þeim dögum stóð María upp og fór með flýti til fjallbyggða í borgina Júda og gekk inn í hús Sakaríe og heilsaði Elísabet. Og það varð svo þá er Elísabet heyrði heilsun Maríu að barnið spratt upp í hennar kviði, og Elísabet varð full af helgum anda, kallaði hárri röddu og sagði: Blessuð ert þú á meðal kvenna, og blessaður er ávöxtur kviðar þíns. Og hvaðan kemur mér þetta að móðir Drottins míns kemur til mín? Sjáðu, því að þá er rödd þinnar kveðju kom mér til eyrna, spratt barnið upp af fagnaði í mínum kviði. Og sæl ertu sem trúðir því að það mun fullkomnast hvað þér var heitið af Drottni.

Og María sagði: Önd mín miklar Drottin, og gladdist andi minn í Guði, heilsugjafara mínum, því að hann leit á læging ambáttar sinnar. Sjá, af því munu mig héðan af sæla segja allar ættir. Því að hann veitti mér mikið sá er voldugur er, og hans nafn er heilagt. Og hans miskunnsemd er yfir kyni til kyns þeim er hann hræðast. Hann veitti mátt meður sinni hendi og dreifði dramblátum í fyrirhyggju síns hjarta. Volduga setti hann af stóli og upphafði lítilláta. Hungraða fyllti hann auðæfum og ríka lét hann fáfenga. Hann minntist miskunnar sinnar og meðtók sinn þjón Írael svo sem hann talaði til feðra vorra Abrahams og hans afspringis að eilífu. En María var hjá henni svo nær sem þrjá mánuðu og fór aftur til síns heimkynnis.*

En er tími var kominn að Elísabet skyldi fæða, og hún fæddi son. Og er grannar hennar og náfrændur heyrðu að Drottinn hafði miklað miskunn sína við hana, samglöddust þeir henni.

Og það skeði að þeir komu á hinum átta degi að umskera sveininn og nefndu hann síns föðurs nafni Sakarías. En móðir hans svaraði og sagði: Öngvaneginn, heldur skal hann Jóhannes heita. Þeir sögðu til hennar: Þar er þó enginn í þinni ætt sem heitir þessu nafni. En þeir bentu föður hans hvað hann vildi að hann héti, en hann beiddist hnefaspjalds, skrifaði og sagði: Heiti hann Jóhannes. Og þeir undruðust allir. Og jafnskjótt laukst upp hans munnur, og tunga hans talaði, lofandi Guð. Og ótti kom yfir alla hans nágranna, og um allar fjallbyggðir í Júdea víðfrægðust öll þessi orð. Og allir þeir er það heyrðu, settu það sér í hjarta og sögðu: Hver grunar þig að þessi sveinn verði? Því að hönd Drottins var meður honum.

Og Sakarías faðir hans fylltist af helgum anda, spáði og sagði: Blessaður sé Guð, Drottinn Íraels, því að hann vitjaði og frelsan gjörði sínu fólki. Og hann upp reisti vort heilsu horn í húsi þjóns síns Davíðs svo sem hann hefir talað fyrir munn sinna heilagra spámanna, þeirra sem nú eru af heiminum. Hann frelsaði oss í frá óvinum vorum og af hendi allra þeirra sem oss hötuðu. Hann gjörði og miskunnsemd við feður vora og minntist á sinn heilagan sáttmála og á það særi er hann svór föður vorum Abraham að hann gæfi oss sjálfan sig svo að vér, leystir af hendi vorra óvina, þjónuðum honum án ótta, í heilagleik og réttlæti fyrir honum sjálfum, alla daga vora. Og þú, sveinn, munt kallaður vera spámaður ins hæðsta því að þú munt fyrir renna augliti Drottins að til búa hans vegu og að gefa hans fólki skilning heilsunnar til fyrirgefningar synda þeirra. Fyrir miskunnar iður Guðs vors, í hverjum hann vitjaði vor, upprunninn af hæðum, að birta þeim sem í myrkrum og dauðans skugga sitja, að tilgreiða fætur vora á friðar götu.

En sveinninn vóx upp og styrktist í anda og var á eyðimörkum allt til þess dags er hann skyldi auðsýnast Íraels fólki.*

Annar kapítuli[breyta]

En það bar til á þeim dögum að það boð gekk út frá keisaranum Ágústo það heimurinn allur skyldi skattskrifast. Og þessi skattur hófst fyrst upp hjá Kýreno sem þá var landstjórnari í Sýria. Og allir fóru að tjá sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Jósef af Galílea úr borginni Naðaret upp í Júdeam, til Davíðs borgar, sú er kallast Betlehem, af því að hann var af húsi og kyni Davíðs, að hann tjáði sig þar meður Maríu, sinni festarkvon óléttri.

En það gjörðist þá þau voru þar að þeir dagar fullnuðust eð hún skyldi fæða. Og hún fæddi sinn frumgetinn son og vafði hann í reifum og lagði hann niður í jötuna því að hún fékk ekkert annað rúm í herberginu.

Og fjárhirðar voru þar í sama byggðarlagi um grandana við fjárhúsin, sem varðveittu og vöktu yfir hjörð sinni. Og sjá, að engill Drottins stóð hjá þeim, og Guðs birti ljómaði kringum þá. Og þeir urðu af miklum ótta hræddir, og engillinn sagði til þeirra: Eigi skulu þér hræðast, sjáið, því að eg boða yður mikinn fögnuð, þann er sker öllum lýð, því í dag er yður lausnarinn fæddur, sá að er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið það til merkis: Þér munu finna barnið í reifum vafið og lagt vera í jötuna. Og jafnskjótt þá var þar hjá englinum mikill fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og mönnum %góðvilji.*

Og þá er englarnir fóru frá þeim aftur til himins, töluðu hirðarnir sín á milli: Göngu vær allt til Betlehem og sjáum þau merki er þar hafa skeð og Drottinn hefir kunngjört oss. Og þeir komu með skunda og fundu Maríu og Jósef og barnið liggja í jötunni. En þá er þeir höfðu það séð, víðfrægðu þeir það orð út sem þeim var sagt af þessu barni. Og allir þeir það heyrðu, undruðust það hvað þeim var af hirðurunum sagt. En María varðveitti öll þessi orð og rótfesti í sínu hjarta. Og fjárhirðarnir sneru aftur, dýrkandi og lofandi Guð um allt það hvað þeir höfðu heyrt og séð og eftir því sem þeim var til sagt.*

Þá átta dagar voru liðnir og að barnið skyldi umskerast, var hans nafn kallað Jesús, hvað er kallað var af englinum áður en að hann var meðtekinn í móðurkviði.*

Og þá dagar hennar hreinsunar fullnuðust eftir Móses lögum, höfðu þeir hann til Jerúsalem að þeir á hendur fæli hann Drottni - svo sem skrifað er í lögmáli Drottins að allt hvað karlkyns var, það er fyrst opnaði sinnar móður kvið, þá skyldi kallast Drottni helgað - og að þeir gæfi offrið eftir því sem segist í lögmáli Drottins, tvær turtildúfur eður tvo dúfuunga.

Og sjá, að maður var þar í Jerúsalem sá er Símeon hét. Og þessi sami mann var réttlátur og guðhræddur, bíðandi eftir huggun Íraels, og heilagur andi var meður honum. Símeon hafði og andsvar fengið af helgum anda að hann skyldi eigi dauðann líta nema hann sæi áður fyrri Krist Drottins, og kom af andans tillaðan í musterið.

Og þá er foreldrannir höfðu barnið Jesúm í musterið og gjörðu fyrir honum eftir siðvenju laganna, og hann tók hann þá upp á sína armleggi, lofaði Guð og sagði:

Nú láttu, Drottinn, þjón þinn eftir orðum þínum
í friði fara því að mín augu
hafa séð þitt hjálpráð, þann þú tilreiddir
fyrir augliti allra þjóða, ljós til
uppbirtingar heiðnum þjóðum og til dýrðar
þíns fólks Írael.*

Og hans faðir og móðir undruðust það hvað af honum sagðist. Og Símeon blessaði þau og sagði til Maríu móður hans: Sjá, þessi er settur til falls og upprisu margra í Írael og til merkis hverjum í móti mun mælast (það sverð mun í gegnum smjúga sjálfrar þinnar önd) svo að augljós verði hugskots hjörtu margra. Og þar var þá Anna spákona, dóttir Fanúels, af kyni Aser. Hún var og komin til sinna ára og hafði lifað í sjö ár meður sínum eignarmanni frá meydómi sínum. Og þessi ekkja hafði nær fjóra vetur um áttrætt, hver eð eigi gekk úr musterinu, þjónandi Guði nótt og dag með föstum og bænahaldi. Þessi gekk og samstundis þangað að og prísaði Drottin og sagði af honum til allra þeirra sem lausnarinnar biðu til Jerúsalem.

Og er þeir höfðu allt algjört eftir lögmáli Drottins, sneru þau aftur í Galíleam til borgar sinnar Naðaret. En sveinninn vóx upp og styrktist í anda fullur vísdóms, og Guðs náð var með honum.*

Hans foreldrar gengu og árlega árs til Jerúsalem í móti páskahátíðinni. Og þá hann var tólf ára, fóru þau upp til Jerúsalem eftir vana til hátíðarinnar. Og er þeir dagar voru liðnir og þau fóru heimleiðis, bleif barnið Jesús eftir til Jerúsalem. Og hans foreldrar vissu það eigi, en meintu hann væri hjá selskapnum. Og þau voru komin þá eina dagferð og leituðu hans á meðal frænda og kunningja. Og þá er þau fundu hann eigi, hurfu þau aftur til Jerúsalem og leituðu að honum. Og það skeði svo eftir þrjá daga að þau fundu hann í musterinu, sitjandi mitt á millum lærifeðranna, heyrandi þeim yfir og aðspyrjandi þá. En allir þeir er hann heyrðu, undruðust yfir hans skilningi og andsvörum.

Og er þau sáu hann, brá þeim við, og hans móðir talaði til hans: Sonur minn, því breyttir þú svo við okkur? Sjáðu, faðir þinn og eg leituðum harmþrungin að þér. Og hann sagði til þeirra: Hvað er það, að þér leitið að mér? Viti þér eigi að mér byrjar að vera í því sem míns föðurs er? Og þau undirstóðu eigi þessi orð sem hann mælti til þeirra og fór með þeim ofan og kom til Naðaret, var þeim og hlýðugur. Og hans móðir geymdi öll þessi orð í sínu hjarta. Og Jesú jókst aldur og viska og náð hjá Guði og mönnum.*

Þriðji kapítuli[breyta]

En á fimmtánda ári ríkis Tíberii keisara þá er Pontíus Pílatus var landstjórnari í Júdea, en Heródes tetrarka í Galílea og bróðir hans Filippus tetrarka í Ítúrea og um Trakónítidis héruð og Lýsanías til Abílene, og þá þeir Annas og Kaífas voru höfuðprestar, kom Guðs orð yfir Jóhannem, son Sakaríe, í eyðimörku. Og hann kom um allt byggðarlag Jórdanar og predikaði iðrunarskírn til syndanna fyrirgefningar svo sem skrifað er í málabók Jesaja spámanns sem segir, að hrópandi rödd er í eyðimörku: Reiði þér til götu Drottins og gjörið hans stigu rétta. Hver dalur mun fyllast, og öll fjöll og hálsar munu lægjast. Og það bogið er, mun réttast, og hvað snarpt er, mun snúast í slétta vegu. Og allt hold mun sjá Guðs hjálpráð.

En hann sagði til fólksins, þess er út gekk að skírast af honum: Þér nöðru kyn, hver kenndi yður að flýja undan ókominni reiði? Fyrir því gjörið maklega ávöxtu iðranar, og takið ei að segja með sjálfum yður: Vær höfum Abraham fyrir föður. Því að eg segi yður að máttugur er Guð upp að reisa Abrahams syni af steinum þessum. Því öxin er nú sett að rót trésins og hvert það tré, sem eigi færir góðan ávöxt, mun af höggvast og í eld kastast.

Og fólkið spurði hann að og sagði: Hvað skulu vær þá gjöra? En hann svaraði og sagði til þeirra: Sá yðar sem hefir tvo kyrtla, hann gefi þeim er öngvan hefur. Og sá er vistir hefir, gjöri hann slíkt hið sama.

Tollheimtumenn komu og til hans að láta sig skíra og sögðu til hans: Meistari, hvað skulu vær gjöra? En hann sagði til þeirra: Krefjið eigi meira en til er skipað.

Þá spurðu hann stríðsmenn að og sögðu: Hvað skulu vær gjöra? Hann sagði til þeirra: Kúgið öngvan né gjörið órétt, og látið yður nægja yðvart kaupgjald.

En þá fólkið grunaði og að það hugleiddu allir í sínum hjörtum ef verða mætti það að Jóhannes væri Kristur, svaraði Jóhannes og sagði til allra: Eg skíri yður í vatni, en sá er mér styrkri sem eftir mig mun koma, hvers eg em ei verður upp að leysa þvengi hans skóklæða. Hann mun skíra yður í heilögum anda og eldi, hvers vindskófl að er í hans hendi. Og hann mun hreinsa sinn láfa og saman safna hveitinu í kornhlöðu sína, en agninnar brenna í eldi óslökkvanlegum. Og margt annað meira minnti hann og boðaði fólkinu.

En er Heródes tetrarka straffaðist af honum yfir Heródíadem bróðurkonu sína og fyrir allt annað illt er Heródes gjörði, þó jók hann ofan á þetta allt og lukti Jóhannem í myrkvastofu.

En það skeði þá er allt fólk lét sig skíra og þá er Jesús var skírður og baðst fyrir að himinninn opnaðist og heilagur andi sté ofan í líkamlegri mynd yfir hann sem dúfa. Og rödd kom af himni sem sagði: Þú ert sonur minn elskulegur, í þér þókknast mér.

Og Jesús var nær þrjá tigi ára þá hann hóf upp og var haldinn son Jósefs, sá er var sonur Elí, sá er var sonur Mattat, sá eð var sonur Leví, sá eð var sonur Melkí, sá eð var sonur Janna, sá eð var sonur Jósefs, sá eð var sonur Mattatías, sá eð var sonur Amos, sá eð var sonur Naúm, sá eð var sonur Eslí, sá eð var sonur Nangí, sá eð var sonur Maat, sá eð var sonur Mattatías, sá eð var sonur Semeí, sá eð var sonur Jósek, sá eð var sonur Júda, sá eð var sonur Jóhanna, sá eð var sonur Resía, sá eð var sonur Sóróbabel, sá eð var sonur Salatíel, sá eð var sonur Nerí, sá eð var sonur Melkí, sá eð var sonur Addí, sá eð var sonur Kósam, sá eð var sonur Elmadam, sá eð var sonur Er, sá eð var sonur Jesó, sá eð var sonur Elíeser, sá eð var sonur Jórem, sá eð var sonur Matta, sá eð var sonur Leví, sá eð var sonur Símeon, sá eð var sonur Júda, sá eð var sonur Jósefs, sá eð var sonur Jónam, sá eð var sonur Eljakím, sá eð var sonur Melea, sá eð var sonur Menam, sá eð var sonur Mattatam, sá eð var sonur Natan, sá eð var sonur Davíð, sá eð var sonur Jesse, sá eð var sonur Óbeð, sá eð var sonur Boos, sá eð var sonur Salmon, sá eð var sonur Nahasson, sá eð var sonur Amínadab, sá var sonur Aram, sá eð var sonur Esrom, sá eð var sonur Farem, sá eð var sonur Júda, sá eð var sonur Jakobs, sá eð var sonur Ísaks, sá eð var sonur Abrahams, sá eð var sonur Tara, sá eð var sonur Nakór, sá eð var sonur Sarúk, sá eð var sonur Ragahú, sá eð var sonur Falek, sá eð var sonur Eber, sá eð var sonur Sala, sá eð var sonur Kainan, sá eð var sonur Arfaksad, sá eð var sonur Sem, sá eð var sonur Nói, sá eð var sonur Lamek, sá eð var sonur Matúsala, sá eð var sonur Enok, sá eð var sonur Jared, sá eð var sonur Malelek, sá eð var sonur Kainan, sá eð var sonur Enos, sá eð var sonur Set, sá eð var sonur Adams, sá var Guðs.

Fjórði kapítuli[breyta]

En Jesús, fullur af heilögum anda, kom aftur frá Jórdan og færðist af andanum á eyðimörk og freistaðist af djöflinum í xl daga. Og hann neytti einskis á þeim dögum, og að þeim liðnum hungraði hann. Djöfullinn sagði þá til hans: Ef þú ert Guðs sonur, seg steini þessum að hann verði að brauði. Jesús svaraði og sagði til hans: Skrifað er, það maðurinn lifir eigi af brauði einu, heldur af sérhverju Guðs orði.

Og djöfullinn flutti hann upp á hátinda fjallsins og sýndi honum á augabragði öll ríki veraldarinnar og sagði til hans: Allt þetta veldi og þess prýði mun eg gefa þér því að þau eru mér í hendur fengin og hverjum eg vil, má eg þau gefa. Því ef þú fellur fram og tilbiður fyrir mér, skulu þau öll þín vera. Jesús svaraði og sagði til hans: Far burt frá mér, þú andskoti. Skrifað er: Drottin, Guð þinn, skalt þú tilbiðja og honum einum þjóna.

Og hann færði hann þá til Jerúsalem og setti hann ofan á burst musterisins og sagði til hans: Ef þú ert Guðs sonur, fleyg þér hér ofan af. Því að skrifað er, það sínum englum bífól hann þig að þeir varðveiti þig og á sínum höndum beri þeir þig svo að þú drepir eigi fæti þínum við steini. Jesús svaraði og sagði til hans: Sagt er að eigi skulir þú áreita Drottin, Guð þinn. Og er djöfullinn hafði lyktað allar freistanir, veik hann frá honum um stundar sakir.

Og Jesús kom aftur í anda krafti til Galíleam, og ryktið gekk út um öll héruð af honum. Og hann sjálfur kenndi í þeirra samkunduhúsum, og af öllum var hann miklaður.

Og hann kom til Naðaret, þar hann var upp alinn, og gekk inn eftir vana sínum á þvottdegi, stóð upp og tók að lesa. Og honum var fengin bók Jesaja spámanns. Og er hann fletti um bókinni, fann hann þann stað hvar skrifað var: Andi Drottins er yfir mér, og af því smurði hann mig og sendi að boða fögnuð voluðum og að græða sundraða í hjörtum, að predika herteknum endurlausn og sýn blindum og kramda að kvitta til lausnar og að predika þakknæmilegt ár Drottins.

Og þá lét hann saman bókina og fékk hana þénaranum aftur og setti sig, og allir þeir, sem í samkunduhúsinu voru, settu honum augu. En hann hóf að segja til þeirra: Í dag er þessi ritning uppfyllt í yðrum eyrum. Og allir gáfu vitnisburð af honum og undruðust þau náðarsamleg orð sem gengu fram af hans munni og sögðu: Er þessi eigi sonur Jósefs? Hann sagði til þeirra: Þér munuð fullkomlega til mín segja þennan orðskvið: Læknir bjarga sjálfum þér. Því hve mikið að vér höfum heyrt að gjört var til Kapernaum, gjör þú og hér á þinni fósturjörð. En hann sagði: Sannlega segi eg yður að enginn spámaður er þakknæmur á sinni fósturjörð.

Í sannleik segi eg yður: Margar ekkjur voru á dögum Elíe í Írael þá himinninn var luktur í þrjú ár og sex mánaði, þá gjörðist og mikill sultur um allt landið, og til öngrar þeirrar var Elías sendur nema í Sarepta Sídonie til einnrar ekkju. Og margir líkþráir menn voru í Írael á dögum Elisæi spámanns, og enginn þeirra var hreinsaður nema Naaman af Sýria. Og allir fylltust þeir upp reiði sem í samkunduhúsinu voru er þeir heyrðu það, stóðu upp og hnepptu hann út af borginni og leiddu hann allt upp á fjallsgnípuna, þá eð þeirra borg var yfir byggð, að þeir hryndi honum þar af fram. En hann gekk mitt á millum þeirra og fór í burt.* Og hann fór ofan til Kapernaumborgar í Galílea og kenndi þeim þar á þvottdögum. Og allir undruðust hans kenning því hún var voldug. Í samkunduhúsinu var maður sá er hafði óhreinan djöfulsanda og kallaði upp hárri röddu og sagði: Hættu, hvað höfu vær með þig, Jesús af Naðaret? Þú komt að fyrirfara oss. Eg veit vel að þú ert hinn heilagi Guðs. Og Jesús straffaði hann og sagði: Þegi þú og far út af honum. Og djöfullinn fleygði honum mitt fram í milli þeirra og fór út af honum og grandaði honum að öngu. Ótta sló og yfir alla þá og töluðust við sín á milli og sögðu: Hvaða orði er þetta að hann býður óhreinum öndum af valdi og krafti, og þeir fara út? Hans rykti barst og alls staðar út um öll nálæg héruð.

En er Jesús stóð upp af samkundunni, gekk hann inn í hús Símonar. En %vermóðir Símonar var haldin í mikill köldu, og þeir báðu hann fyrir henni. Hann gekk til hennar og fyrirbauð köldunni, og hún forlét hana. Og jafnskjótt reis hún upp og þjónaði þeim.

En þá sólin var undir gengin, fluttu þeir til hans alla þá sjúka menn sem margháttaðar sóttir höfðu. En hann lagði hendur yfir sérhvern og læknaði þá. Djöflar fóru og út af mörgum, kallandi upp og sögðu: Þú ert Kristur, sonur Guðs. Hann hastaði á þá og leyfði þeim eigi að mæla því að þeir vissu það hann var Kristur.

En eð dagur var, fór hann og gekk út á eitt eyðiból. Fólkið leitaði að honum og kom til hans og höfðu gát á honum að hann færi eigi í frá þeim, hverjum hann sagði: Mér byrjar og í öðrum borgum að boða Guðs ríki því að til þess em eg sendur. Og hann predikaði í samkunduhúsum til Galílea.

Fimmti kapítuli[breyta]

En það skeði þá er fólkið flykktist að honum til að heyra Guðs orð og hann sjálfur stóð við sjóinn Genesaret og leit tvö skip standa við sjóinn, en fiskimennirnir voru stignir af skipi og þvó net sín, þá sté hann á eitt skipið, það sem Símonar var og bað að draga nokkuð frá landi. Hann sat og kenndi fólkinu af skipinu.

Og sem hann gaf upp að kenna, sagði hann til Símonar: Drag upp hærra, og leysið net yðar til fiskidrættar. Símon svaraði og sagði til hans: Meistari, í alla nótt höfu vær erfiðað og fengum ekkert, en í þínu orði mun eg mitt net uppleysa. Og þá er þeir höfðu það gjört, luktu þeir inni mikla mergð fiska, og þeirra net rifnaði. Þeir bentu og sínum félögum sem voru á öðru skipinu það þeir kæmi og hjálpuðu þeim. Og þeir komu og hlóðu bæði skipin full svo þau sukku að mestu.

Þá Símon Pétur sá það, féll hann til knjánna Jesú og sagði: Gakk frá mér lávarður því eg em maður syndugur, af því að felmtur var yfir hann kominn og yfir þá alla sem með honum voru að þeim fiskidrætti er þeir fengu saman. Líka einninn og Jakobo og Jóhanni sonum Sebedei, lagsmönnum Símonar. Jesús sagði til Símonar: Óttast þú eigi því að héðan í frá skalt þú menn veiða. Og þeir drógu sín skip að landi og yfirgáfu alla hluti og fylgdu honum eftir.*

Það skeði og þá hann var í einni borg, og sjá, að þar var maður fullur vanheilsu. Og þá hann sá Jesúm, féll hann fram á sína ásjónu, bað hann og sagði: Drottinn, ef þú vilt, þá kannt þú að hreinsa mig. Og Jesús rétti út sína hönd og tók á honum og sagði: Eg vil, vert hreinn. Og jafnskjótt hvarf vanheilsan af honum. Og hann bauð honum að segja það öngum, -heldur gakk og sýn þig kennimanninum og fórna fyrir þinni hreinsan, sem Moyses bauð, þeim til vitnisburðar. En er hans rykti barst víðara út, kom margt fólk saman honum að heyra og að læknast af sínum sóttum. En hann veik sér afvega í eyðimörk og baðst fyrir.

Og það bar til á einum degi er hann sat og kenndi, og þar sátu farísei og lögspekingar sem komnir voru af öllum kauptúnum úr Galílea og Júdea og frá Jerúsalem. Kraftur Drottins var og meður honum til að lækna þá; og sjá, að menn báru þann mann á sæng er sjúkur var í kveisu og sóktu til að koma honum inn og leggja fyrir hann fram. Og er þeir gátu eigi haft hann inn fyrir fólkinu, fóru þeir upp á ræfrið og létu hann síga á sænginni niður um þekjuna mitt á milli þeirra fram fyrir Jesúm. Og er hann leit þeirra trú, sagði hann: Maður, fyrirgefist þér syndir þínar. Skriftlærðir og farísei tóku að hugsa með sér og sögðu: Hver er þessi sem mælir guðlastan? Hver má syndir fyrirgefa nema Guð einn?

En er Jesús fornam þeirra hugsan, svaraði hann og sagði til þeirra: Hvað hugsi þér vont í yðrum hjörtum? Hvort er auðveldara að segja: Þér eru þínar syndir fyrirgefnar, eða að segja: Statt upp og gakk? En svo að þér vitið það mannsins sonur hefir makt til á jörðu að fyrirgefa syndirnar, sagði hann til ins kveisusjúka: Þér segi eg: Statt upp og tak sæng þína og gakk í þitt hús. Og jafnskjótt stóð hann upp þeim ásjáandum og tók sængina upp, þá er hann hafði á legið og gekk í sitt hús, lofandi Guð. Þeim óaði öllum og lofuðu Guð og fylltust af ótta og sögðu: Í dag höfu vær séð undarlega hluti.

Eftir það gekk hann út og sá þann tollheimtumann, er Levis var að nafni, sitja í tollbúðinni og sagði til hans: Fylg þú mér eftir. Og hann forlét allt, stóð upp og fylgdi honum eftir. Levis gjörði honum mikið heimboð í sínu húsi. Þar var og mikill fjöldi tollheimtumanna og annarra þeirra er meður þeim sátu til borðsins. Farísei og skriftlærðir mögluðu við hans lærisveina og sögðu: Því eti þér og drekkið með tolltektamönnum og bersyndugum? Jesús svaraði og sagði til þeirra: Þeir þurfa eigi læknarans við, sem heilbrigðir eru, heldur þeir sem sjúkir eru því að eigi kom eg að kalla réttláta, heldur synduga til iðranar.

En þeir sögðu til hans: Því föstuðu lærisveinar Jóhannis svo oft og báðust fyrir svo og líka faríseis lærisveinar, en þínir eta og drekka? Hann sagði þá til þeirra: Megi þér nokkuð láta brúðgumans syni fasta á meðan brúðguminn er hjá þeim? Því að þeir tímar munu koma að brúðgumanum mun frá þeim kippt, og þá munu þeir fasta á þeim dögum.

Og hann sagði í eftirlíking til þeirra, það að enginn setti bót af nýju klæði á gamalt fat, annars trefur hið nýja það upp, og bótin af því inu nýja fellur eigi við hið gamla. Og enginn lætur nýtt vín í forna belgi, annars sprengir hið nýja vínið belgina, og það spillist, en vínbelgirnir tortýnast, heldur skal nýtt vín látast í nýja belgi, og mun þá hvorutveggja forvarast. Svo er og enginn sem drekkur af hinu gamla og vilji strax ið nýja því að hann segir: Hið gamla er betra.

Sétti kapítuli[breyta]

En það bar til á %annan hátíðardag ins fyrsta þvottdags að hann gekk um sáðna akra og hans lærisveinar tíndu axin ofan af korninu og átu, núandi þau með höndum sér. En nokkrir af faríseis sögðu til þeirra: Fyrir því gjöri þér það sem eigi leyfist á þvottdögum? Jesús svaraði og sagði til þeirra: Hafið þér eigi lesið hvað Davíð gjörði, nær hann hungraði sjálfan og þá sem með honum voru? Hverninn að hann gekk inn í Guðs húsið og tók skoðunarbrauðin og át, gaf og þeim sem með honum voru, þau er öngum leyfðust að eta nema kennimönnum einum? Og hann sagði til þeirra: Því að mannsins sonur er herra og einninn þvottdagsins.

Það skeði og enn á öðrum þvottdegi að hann gekk inn í samkunduhúsið og kenndi. Og þar var sá maður sem hin hægra hönd var á visnuð. En skriftlærðir og farísei hugðu að hvort hann læknaði á þvottdögum svo að þeir fyndi það, hvar af þeir mætti hann ákæra. En hann merkti vel þeirra hugsan og sagði til mannsins, þess sem höndina hafði visnaða: Rís þú upp og statt hér mitt. Hann reis upp og stóð þar. En Jesús sagði til þeirra: Eg spyr yður að, hvort hæfir á þvottdögum vel að gjöra eður illa, lífinu að forða eður tortýna? Og hann leit til allra þeirra er í kringum voru og sagði til mannsins: Réttu út þína hönd. Og hann rétti hana út, en sú hans hönd varð svo heil sem hin önnur. En þeir fylltust af heimsku og töluðu til hver við annan hvað þeir vildu af Jesú gjöra.

En það gjörðist á þeim dögum að hann gekk í fjallið að biðjast fyrir, og hann var um þá nótt á bænum til Guðs. Og þá eð dagur var, kallaði hann sína lærisveina og kjöri tólf af þeim, hverja að hann nefndi apostula: Símon, þann hann kallaði Petrum, og Andream bróður hans, Jakob og Jóhannem, Filippum og Bartólómeum, Matteum og Tómam, Jakobum son Alfei og Símon sem kallaðist selotes, Júdam Jakobs son og Júdam Skariot, hver eð var svikarinn.

Og hann fór ofan meður þeim af fjallinu og gekk á einn sléttan flöt í mörkinni. Og flokkur hans lærisveina og mikill fjöldi annars lýðs af allri Júdea og Jerúsalem og úr sjóstöðunum Týro og Sídonis, hverjir komnir voru honum að heyra og það þeir læknuðust af sínum sóttum og að þeir sem kvöldust af óhreinum öndum, yrði heilbrigðir. Og allur lýður sókti til honum að ná því að kraftur gekk út frá honum, og hann læknaði þá alla.

Og hann hóf sín augu upp yfir lærisveina sína og sagði: Sælir eru þér volaðir því að yðart er Guðs ríki. Sælir eru þér sem hungraðir er[u] nú því að þér skuluð saddir verða. Sælir eru þér sem nú grátið því að þér munuð hlæja. Sælir eru þér þó að menn hati yður og frá skilji yður og hallmæli og forleggi yðart nafn svo sem annars illvirkja vegna mannsins sonar. Fagni þér og gleðjist á þeim degi, sjáið, því að yðart verðkaup er mikið á himni því þanninn gjörðu og þeirra feður við spámennina.*

En hvar fyrir, ve yður auðigum, sem hér hafið yðra huggan. Ve yður, sem nú eru saddir því að yður mun hungra. Ve yður, sem hlæið nú því að þér munuð æpa og ýla. Ve yður, nær eð hver mann lofar yður því að svo gjörðu og þeirra feður við hina fölsku spámenn.

En eg segi yður sem á heyrið: Elski þér óvini yðra, gjörið þeim vel til sem yður hata, signið þá er yður bölva, og biðjið fyrir þeim sem yður misþyrma. Og hver hann slær þig á einn kinnvangann, bjóð honum og annan fram, og hver hann tekur af þér þinn möttul, þá ver honum eigi þinn kyrtil. Og hver þig biður, þeim gef, og hver hann tekur burt hvað þitt er, það heimt eigi aftur. Og svo sem þér viljið að menn gjöri við yður, gjöri þér líka svo við þá.

Og ef þér elskið þá sem yður elska, hver er þá yðar þökk? Því að syndugir elska sína elskendur. Og þó þér gjörið þeim gott sem yður gjöra vel til, hver verður yðar þökk? Því að þetta gjöra einninn inir syndugu. Og þó þér skiptið við þá, af hverjum þér væntið launa, hver verður þá yðar þökk? Því að syndugir býta við synduga að þeir taki líkt við líku. Hvar fyrir, þá elski þér óvini yðra, gjörið gott og býtið, einskis þar fyrir væntandi. Þá mun yðart verðkaup mikið verða, og þér munuð verða synir ins hæðsta því að hann er góðfús viður óþakkláta og vonda.

Fyrir því verið og miskunnsamir, líka sem yðar faðir er miskunnsamur. Eigi skulu þér dæma, að þér dæmist eigi. Fordæmið eigi svo að þér fordæmist eigi. Fyrirgefið þá mun yður og fyrirgefast. Gefið og yður skal gefast. Góða og saman þrykkta, skekna og yfirfljótanlega mæling mun gefin vera í yðvart skaut því að meður þeirri sömu mælingu, hverri þér mælið, mun yður aftur mælast.

Og hann sagði þeim eina eftirlíking: Fær blindur nokkuð leitt blindan? Falla þeir eigi báðir í gröfina? Eigi er lærisveinninn yfir sínum meistara því nær eð hver er svo sem hans meistari, þá er hann algjörður. En hvað sér þú ögn í þíns bróðurs auga, en að þeim vagli, sem í þínu auga er, gáir þú eigi. Eða hverninn máttu segja bróður þínum: Bróðir, leyf að eg dragi burt ögnina úr auga þínu, er þú sér eigi sjálfur vaglinn í þínu auga? Þú hræsnari, drag þú fyrst út vaglinn úr þínu auga, og sjá þá til að þú dragir út ögnina af þíns bróður auga.*

Því ekkert gott tré þá ber vondan ávöxt, og ekkert vont tré ber góðan ávöxt. Hvert tré man og kennast af sínum ávexti því að eigi lesa menn saman fíkjur af klungri og eigi hirða menn vínber af skógarrunni. Góður maður af góðum sjóð síns hjarta fremur gott, og illur maður af vondum sjóð síns hjarta fremur illt því að af gnægð hjartans mælir munnurinn.

Til hvers kalli þér mig herra, herra, og gjörið eigi það eg segi? Hver hann kemur til mín, heyrir mín orð og gjörir þau, þá mun eg sýna yður, að hverjum hann er líkur. Hann er líkur þeim manni er byggði upp hús og gróf djúpt og setti sinn grundvöll á hellusteini. En er vatshríðina gjörði, dundi vatsflóðið að húsinu og mátti það eigi hræra því að það var grundvallað á hellusteini. En hver hann heyrir þau og gjörir eigi, hann er líkur þeim manni er byggði sitt hús á jörðu án grundvölls, að hverju vatsflóðið dundi, og það féll jafnsnart, og hrapan þessa húss varð mikil.

Sjöundi kapítuli[breyta]

En þá hann hafði lyktað sína ræðu fyrir fólkinu, gekk hann inn í Kapernaum. En þjón eins hundraðshöfðingja lá dauðvona, hver eð honum var geðfelldur. Og er hann heyrði af Jesú, sendi hann menn af öldungum Gyðinga til hans og bað hann að koma og gjöra sinn þjón heilbrigðan. En er þeir komu til Jesú, grátbændu þeir hann og sögðu: Verður er hann þess að þú veitir honum það því að hann elskar vora þjóð og hefir upp byggt fyrir oss vort samkunduhús. En Jesús gekk með þeim þaðan.

Og þá er þeir voru eigi langt frá húsinu, sendi höfðinginn vini til hans og sagði: Herra, þjáið yður eigi því að eg em ei verður að þú gangir inn undir mitt þak. Þar fyrir hefi eg og eigi reiknað sjálfan mig verðugan til þín að koma. Heldur mæl þú orð og verði minn sveinn svo heill. Því að eg em maður valdinu undirgefinn, hafandi undir mér hernaðarmenn, og ef eg segi þessum: Far, þá fer hann, og til annars: Kom, svo kemur hann, og þjón mínum: Gjör þetta, og þá gjörir hann það. En er Jesús heyrði það, undraðist hann og sneri aftur og sagði til fólksins sem honum fylgdi eftir: Sannlega segi eg yður að eg hefi eigi fundið þvílíka trú í Írael. Og er þeir sem út voru sendir, komu aftur til hússins, fundu þeir þann þjón, er sjúkur hafði verið, heilbrigðan.

Það skeði og eftir það að Jesús gekk til þeirrar borgar sem hét Nain, og margir hans lærisveinar fylgdu honum og fjöldi annars fólks. En er hann nálgaðist borgarhliðið, sé, var framliðinn maður borinn út, einkasonur sinnar mæður, og hún var ekkja, og mikill borgarmúgur gekk út með henni. Og er Drottinn leit hana, hrærðist hann miskunnar og sagði til hennar: Æptu eigi. Og hann gekk þar að og á hrærði börunnar, en þeir eð báru, stóðu við. Hann sagði: Ungmenni, eg segi þér, rís upp. Og sá reistist upp við, sem framliðinn var, og tók að mæla. Og hann fékk hann aftur sinni móður. En yfir alla þá kom ótti, lofuðu Guð og sögðu: Spámaður mikill er á meðal vor upprisinn, og Guð hefir vitjað síns lýðs.* Og þessi saga barst út af honum um allt Júdeam og um öll nálæg héruð.

Og allt þetta kunngjörðu Jóhanni hans lærisveinar. Og Jóhannes kallaði tvo af sínum lærisveinum til sín og sendi þá til Jesú og lét segja: Ert þú sá er koma mun, eða eigu vær annars að bíða? En er þeir menn komu til hans, sögðu þeir: Jón baptista sendi okkur til þín og lét segja þér: Ert þú sá er koma mun, eða eigu vær annars að bíða? En á þeirri stundu læknaði hann marga af sóttum sínum og meinum og af óhreinum öndum, og mörgum blindum gaf hann sýn. Og Jesús svaraði og sagði til þeirra: Gangið og kunngjörið Jóhanni hvað þér hafið heyrt og séð, það blindir sjá, haltir ganga, líkþráir hreinsast, daufir fá heyrn, dauðir rísa upp, fátækum boðast guðsspjöll. Og sæll er sá sem eigi skammfyllir sig á mér. En er sendiboðar Jóhannis voru burt gengnir, hóf Jesús að segja til fólksins af Jóhanni: Hvar til fóru þér út í eyðimörk? Eða fóru þér að sjá reyrvönd vindi skekinn? Eða vildu þér heldur út fara að sjá mann í mjúkum klæðum prýddan? Sjáið, að þeir, sem dýrmæt klæði bera og að fýsn lifa, eru í konungs görðum. Eða hvað fóru þér að sjá? Vildu þér sjá spámann? En eg kann yður að segja framar en spámann. Þessi er sá, af hverjum að skrifað er, að eg sendi minn engil fyrir þínu augliti, sá er til reiða skal þinn veg fyrir þér. Því að eg segi yður að á meðal þeirra, sem af konu eru fæddir, er enginn spámanna meiri en Jón baptista. En sá eð minni er í Guðs ríki, er honum meiri.

Og allt það fólk, er á heyrði, og líka tollheimtumenn, réttlættu Guð og létu sig skíra meður skírn Jóhannis. En farísei og lögspekingar forsmáðu Guðs ráð í stríð við sjálfa sig og létu eigi skírast af honum.

En Drottinn sagði: Við hvað skal eg jafna mönnum þessarar kynslóðar og hverju þeir eru líkir? Börnum þeim eru þeir líkir, sem sitja á torgi og klakar hvert til annars og segja: Vær pípuðum fyrir yður, og þér dönsuðuð eigi. Vær sungum fyrir yður vor harmakvæði, og þér æptuð eigi. Því að Jón baptista er kominn, át eigi brauð né drakk vín, þó segi þér hann hafi djöful. Mannsins son er og kominn, át og drakk, og þér segið: Sjáið, etarann og víndrykkjumanninn, ástvin tollheimtumanna og bersyndugra. Og spekin hlýtur svo að réttlætast af sínum sonum öllum.

En nokkur af faríseis bað hann að hann æti með honum, og hann gekk inn í farísearans hús og settist til borðs. Og sjá, að kona var sú í borginni, er bersyndug var. Og er hún vissi að Jesús sat til borðs í farísearans húsi, hafði hún þangað smyrslabuðk og fór á baki honum til fóta hans og tók að væta hans fætur með tárum og að þurrka meður lokkum síns höfuðs, kyssti og á hans fætur og reið á smyrslum.

En er hinn faríseus sá það, sem honum bauð inn, mælti hann með sér: Ef að þessi væri spámaður, þá vissi hann hver og hvílík væri sú kona er á honum tekur því að hún er ein bersyndug kvinna. Jesús svaraði og sagði til hans: Símeon, eg hefi nokkuð þér að segja. En hann sagði: Seg þú meistari. Tveir skuldamenn voru nokkurs okurkalls. Einn var honum skuldugur fimm hundruð peninga, en annar fimmtigi. Og er þeir höfðu eigi að gjalda, gaf hann þeim báðum til. Því seg nú hvor þeirra er, hann elskar meir. Símon svaraði og sagði: Eg meina að sá sem hann gaf meira til. En hann sagði til hans: Það úrskurðaðir þú rétt.

Og hann vendi sér til konunnar og sagði til Símonar: Sér þú þessa konu. Eg gekk inn í þitt hús, og þú gaft eigi vatn mínum fótum, en þessi vætti mína fætur með tárum og þurrkaði með sínum höfuðlokkum. Koss gaft þú mér öngvan, en þessi, síðan hún gekk hér inn, hefir hún eigi linnt að kyssa mína fætur. Mitt höfuð smurðir þú eigi viðsmjöri, en þessi reið á mína fætur smyrslum. Fyrir það segi eg þér að henni fyrirgefast margar syndir því að hún elskaði mikið. En þeim sem minna fyrirgefst, hann elskar miður.

Og hann sagði til hennar: Þér eru þínar syndir fyrirgefnar. Og þeir tóku að segja, sem við borðið sátu, með sjálfum sér: Hver er þessi sá er einninn fyrirgefur syndir? En hann sagði til konunnar: Þín trúa gjörði þig hólpna, far í friði.

Áttandi kapítuli[breyta]

Það skeði og eftir það að hann ferðaðist í gegnum borgir og kauptún, predikaði og boðaði Guðs ríki og þeir tólf meður honum og nokkrar þær konur sem hann hafði grætt af óhreinum öndum og öðrum sóttarferlum, einkum María sú er hét Magdalena, frá hverri er sjö djöflar höfðu út farið, og Jóhanna, húsfrú Kúsa, forsjónarmanns Heródis, og Súsanna og margar aðrar, þær honum veittu af sínum eignum.

En þá er margt fólk var saman komið og er þeir drifu að honum úr stöðunum, sagði hann í eftirlíkingu: Sá gekk út, er sáði, að sá sínu sæði. Og þá hann sáði, féll sumt hjá veginum og var fóttroðið, og fuglar himins átu það. Og sumt féll á hellu og þá er það spratt upp, visnaði það af því það hafði eigi vökva. Og sumt féll á meðal þyrna og þyrnin spruttu upp með og kefðu því niður. Sumt féll í góða jörð, og það vóx upp og bar hundraðfaldan ávöxt. Þá er hann sagði þetta, kallaði hann: Hver eyru hefir að heyra, hann heyri.

En hans lærisveinar spurðu hann að, hver eð væri þessi eftirlíking, hverjum hann sagði: Yður er unnt að vita leynda dóma Guðs ríkis, en þeim öðrum í eftirlíking að sjáandi, þá sjái þeir það eigi, og á heyrandi, skilji þeir það eigi.

En þessi er eftirlíkingin: Sæðið er Guðs orð. En hinir við veginn eru þeir sem heyra, en eftir á þá kemur djöfullinn og tekur orðið úr hjörtum þeirra svo að þeir trúi eigi og verði hólpnir. En hinir, er á helluna [féllu] eru það, nær þeir heyra það, þá meðtaka þeir það með fagnaði og hafa þó eigi rót neina. Um stundar sakir trúa þeir, og á freistunar tíma þá falla þeir frá. En það sem féll á millum þyrnanna, eru þeir sem það heyra og velkjast í sorgum, auðæfum og girndum þessara lífdaga, kefjast svo og færa öngvan ávöxt. En það sem í góða jörð féll, eru þeir sem heyra orðið og halda það í góðu og siðsömu hjarta og færa ávöxt í þolinmæði.*

En enginn kveikir á ljósinu og byrgi það í keri eða setji það undir sængarstað, heldur setur hann það á kertahaldinn svo að þeir sem þar inn ganga, sjái ljósið. Því að ekki er svo dulið að eigi verði opinbert og ekkert svo leynt að eigi kunngjörist og í augljós komi. Fyrir því gætið að hverninn þér heyrið til. Því að þeim eð hefir, honum mun gefast, og hver helst eigi hefir, frá honum mun burt takast, einninn það hann meinar sig hafa.

En móðir hans og bræður komu til hans og gátu eigi fundið hann fyrir fólkinu. Og honum var það undirvísað: Móðir þín og bræður eru hér úti og vilja sjá þig. En hann svaraði og sagði til þeirra: Mín móðir og mínir bræður eru þeir sem heyra Guðs orð og gjöra.

Og það bar til á einum degi að hann sté sjálfur á skip lítið og hans lærisveinar. Hann sagði þá til þeirra: Föru vær yfir um þenna sjó. Og þeir leystu frá landi. En er þeir sigldu, sofnaði hann. Og þar kom hverfilvindur á sjóinn svo að fyllti undir þeim, og þeim lá við töpun. Þá gengu þeir að honum, vöktu hann og sögðu: Meistari, vær forgöngum. En hann stóð upp og hastaði á vindinn og á sjávaröldurnar, og þær sefuðust og gjörði logn. Hann sagði til þeirra: Hvar er yðar trú? En þeir óttuðust það og undruðu, segjandi sín á milli: Hver ætli þér að þessi sé? Því að hann býður vindi og vatni, og þau hlýða honum. Þeir sigldu þá til þeirrar byggðar hvar Gadareni bjuggu, hver eð liggur jafngegnt Galílea.

Og þá hann sté af skipi á land, rann í móti honum maður nokkur úr borginni sem haft hafði djöful um langan tíma og klæddist eigi fötum, var og eigi í húsum, heldur í dauðra manna leiðum. En er hann leit Jesúm, féll hann fram fyrir honum, kallaði upp hárri röddu og sagði: Hvað á eg með þig Jesú, sonur Guðs ins hæðsta? Eg beiði þig að eigi kveljir þú mig. En hann bauð óhreinum anda að hann færi út af manninum. Því að hann hafði um langa ævi hann kvalið. Hann var og bundinn járnviðjum og í fjötrum varðveittur, en að slitnum böndunum var hann rekinn af djöflinum í eyðimörk.

Jesús spurði hann að og sagði: Hvert er nafn þitt? Hann sagði: Legion, því að margir djöflar voru í hann farnir. Og þeir báðu hann að ei skipaði hann þeim að fara í undirdjúpið. En þar var mikil svínahjörð á biti um fjallið. Og þeir báðu hann að leyfa sér að fara í þau, og hann lofaði þeim það. Þá fóru djöflarnir út af manninum og hlupu í svínin, og hjörðin fleygði sér með einu áhlaupi í sjáinn og drekktist þar. En er þeir sáu það, sem hjörðina geymdu, flýðu þeir og kunngjörðu það í borgina og um þorpin.

Þá gengu þeir út að sjá hvað skeð var og komu til Jesú, fundu manninn, af hverjum djöflarnir höfðu út farið, sitjanda klæddan og heilvita til fóta Jesú. Og þeim óaði það. En þeir sem höfðu séð, kynntu þeim hverninn sá hinn djöfulóði var heilbrigður vorðinn. Og allur múgur Gadareni byggðar báðu hann að hann viki burt frá þeim því að þeir voru af miklum ótta haldnir. Hann sté þá á skip og sneri aftur. En sá maður, sem djöflarnir voru út af farnir, bað hann að hann mætti vera hjá honum, en Jesús lét hann frá sér og sagði: Far aftur í þitt hús og seg hve mikið Guð veitti þér. Og hann fór og predikaði um alla borgina hve mikið Jesús hafði honum gjört.

Það skeði og er Jesús kom aftur að lýðurinn meðtók hann því að allir biðu hans. Og sjá, að maður kom þar er Jaírus var að nafni, og sá var samkunduhússins höfðingi. Hann féll til fóta Jesú og bað hann að hann gengi í hans hús. Því að hann átti sér einkadóttur, nær tólf ára gamla, og hún var að dauða komin. Og er hann gekk þangað, þrengdi fólkið að honum.

Kona var þar og nokkur sem haft hafði blóðfall í tólf ár, hver eð út hafði og gefið læknurum sína alla aleigu og varð þó af öngum grædd. Hún gekk á bak til og snart fald hans klæða, og jafnsnart stemmdist hennar blóðlát. Jesús sagði: Hver er sá er mig snerti? En er allir neituðu, sagði Pétur og þeir er með honum voru: Meistari, fólkið þrengir og þjakar að þér, og þú segir: Hver snart mig? Jesús sagði: Einhver hefir snortið mig því að eg kenni kraft út af mér genginn. En er konan sá að það var eigi hulið, kom hún skjálfandi og féll fram fyrir fætur hans og kunngjörði fyrir öllu fólki fyrir hverja sök eð hún hafði hann snortið og hversu hún hafði jafnsnart heil orðið. En hann sagði til hennar: Vert glöð mín dóttir, þín trúa gjörði þig hólpna. Far í friði.

Og er hann talaði um þetta, kom nokkur til samkunduhússins höfðingja, segjandi honum: Þín dóttir er látin, ómaka hann eigi. En er Jesús heyrði það, svaraði hann og sagði við föður stúlkunnar: Hræðst eigi þú, trúðu heldur, þá verður hún heilbrigð. Og er hann kom að húsinu, lofaði hann ei neinum inn að ganga með sér nema Pétri, Jakobo og Jóhanni og föður og móður stúlkunnar. En þeir grétu allir og syrgðu hana. Hann sagði þá: Grátið eigi því að hún er ei dauð, heldur sefur hún. Þá dáruðu þeir hann því að þeir vissu að hún var látin. En hann rak þá alla út og tók í hönd hennar, kallaði og sagði: Stúlka, statt upp. Og hennar andi kom aftur, og hún stóð jafnsnart upp. Hann skipaði og að gefa henni að eta. Hennar foreldrum felmtraði við, en hann bauð þeim að segja öngum frá hvað gjörst hafði.

Níundi kapítuli[breyta]

En Jesús kallaði saman þá tólf er postular nefndust og gaf þeim kraft og mátt yfir alla djöfla og það þeir læknuðu sóttir, sendi þá og út að predika Guðs ríki og að græða sjúka, sagði til þeirra: Þér skuluð ekkert bera með yður á veg, hvorki staf né tösku, eigi brauð né peninga, og þér skuluð ei hafa tvo kyrtla. Og í hvert það hús sem þér inn gangið, þá blífið þar þangað til þér farið í burt þaðan. Og sá hver er meðtekur yður eigi, þá gangið út úr borg þeirri og hristið duft af fötum yðar til vitnisburðar yfir þá. Þeir gengu út og ferðuðust í gegnum kauptún, boðandi Guðs ríki og læknandi alls staðar.

En er Heródes tetrarka heyrði það allt hvað er hann gjörði, varð hann efa blandinn af því að af sumum sagðist það Jóhannes væri af dauða risinn, en af sumum það Elías væri auglýstur, en af öðrum það einn af gömlu spámönnum væri upp aftur risinn. Heródes sagði: Jóhannem lét eg afhöfða, eða hver er þessi, af þeim eð eg heyri þvílíkt? Og hann fýstist að sjá hann.

Postularnir komu aftur og skýrðu honum frá hvað eð þeir höfðu gjört, og hann meðtók þá og veik afvega í eyðimörk þeirrar borgar sem hét Betsaida. Og er fólkið varð þess vart, dró það eftir. Og hann meðtók það og talaði fyrir þeim af Guðs ríki, læknaði og þá sem þess þurftu. En er líða tók á daginn, gengu þeir tólf til hans og sögðu honum: Lát fólkið í frá þér að það gangi í þau þorp og kauptún er hér eru í kring að herbergja sig og leita sér að fæðu því að vær erum hér á eyðimörk. En hann sagði: Gefi þér þeim að eta. Þeir sögðu: Vær höfum eigi meir en fimm brauð og tvo fiska nema vera megi að vær förum og kaupum fæðu þessu öllu fólki. En þar var fimm þúsund manns. Hann sagði þá til sinna lærisveina: Látið þá setja sig í lag fimmtigum saman. Þeir gjörðu og svo, settu sig niður allir samt. Hann tók þá þau fimm brauð og tvo fiska, leit til himins, blessaði þau og braut sundur, fékk sínum lærisveinum að þeir legði fyrir fólkið. Þeir neyttu og urðu allir saddir. Það var og upp tekið er þeim hafði af gengið af leifunum, tólf karfir fullar.

Það gjörðist og þá hann var einn og baðst fyrir og hans lærisveinar hjá honum að hann spurði þá að og sagði: Hvern segir fólkið mig vera? Þeir svöruðu og sögðu: Þeir segja þú sért Jóhannes baptista, en aðrir Elías, en sumir segja það einn af inum fyrrum spámönnum sé upprisinn. Hann sagði til þeirra: Hvern segi þér mig vera? Símon Petrus svaraði og sagði: Kristur Guðs. En hann hastaði á þá og bauð þeim að þeir segði það ei neinum og sagði það mannsins syni bæri margt að líða og forsmáður að vera af öldungum, kennimannahöfðingjum og skriftlærðum og líflátinn verða og á þriðja degi upp að rísa.

Hann sagði þá til allra: Ef nokkur vill eftir mér fara, hann afneiti sjálfum sér og taki á sig sinn kross hversdaglega og fylgi mér eftir. Því að hver er sínu lífi vill bjarga, hann týnir því, en hver sínu lífi týnir minna vegna, hann gjörir það hólpið. Því hvað gagnar það manninum þó hann hreppi allan heim, en glati sjálfum sér og gjöri svo sitt eigið tjón? Því hver hann feilar sér mín og minna orða, þess mun mannsins sonur feila sér þá hann kemur í dýrð sinni og föðursins og heilagra engla. En eg segi yður sannlega að nokkrir af þeim, hér standa, smakka eigi dauðann þangað til þeir sjá Guðs ríki. Það skeði og eftir þessa ræðu nær átta dögum að hann tók með sér Petrum, Jakobum og Jóhannem og gekk upp á fjallið að biðjast fyrir. Og þá er hann baðst fyrir, varð hans andlitsmynd önnur og hans klæði hvít og skínandi. Og sjá, að tveir menn töluðu við hann, hverjir eð voru Moyses og Elías sem sáust í birtunni og töluðu um hans %útför, hverja hann mundi fullkomna til Jerúsalem. En Pétur og þeir, er voru með honum, voru mjög svefnþunga, og er þeir vöknuðu, sáu þeir hans dýrð og þá tvo menn er hjá honum stóðu.

Það varð og þá er hinir voru frá honum viknir að Pétur sagði til Jesú: Meistari, fínt er oss hér að vera. Og gjörum hér upp þrjár tjaldbúðir, þér eina, Moyse eina, Elíi eina. Og hann vissi eigi hvað hann sagði. En þá hann talaði þetta, kom ský og skyggði yfir þá, og þeir óttuðust er skýið leið yfir þeim. Og rödd kom úr skýinu er sagði: Þessi er sonur minn elskulegur, heyrið honum. Og í því er röddin varð, fundu þeir Jesúm einan saman. Þeir þögðu og sögðu eigi neinum frá því hvað þeir höfðu séð á þeim dögum.

Það skeði og annars dags er þeir fóru ofan af fjallinu að margt fólk rann í móti þeim. Og sjá, að maður í bland fólkið kallaði upp og sagði: Meistari, eg beiði þig, sjá til sonar míns því að hann er minn einkason. Og sjá, eð andinn grípur hann, þá emjar hann upp jafnsnart, hrífur hann og slítur með froðufalli, og varla skilst hann við hann þá hann hefir slitið hann. Og eg bað þína lærisveina að þeir ræki hann út, og þeir gátu eigi. Þá svaraði Jesús og sagði: Ó, þú hin fráhverfa og vantrúaða kynslóð, hversu lengi þá skal eg hjá yður vera og líða yður? Leið þú hingað son þinn. Og þá hann gekk til hans, hreif djöfullinn hann og sleit. En Jesús straffaði hinn óhreina anda og læknaði piltinn og fékk hann föður sínum. En þeim ógnaði öllum við Guðs mikilvirki.

En er allir þeir undruðust það allt hvað hann gjörði, sagði hann til sinna lærisveina: Setjið þessa ræðu í hjörtu yðar: Því að þar mun koma að mannsins son mun seljast í manna hendur. En það orð undirstóðu þeir eigi, og það var hulið fyrir þeim svo að þeir skildu það eigi. Og þeir óttuðust að spyrja hann að því sama orði.

En sá þanki hófst þeirra á milli, eð hver þeirra mundi mestur vera. Og þá er Jesús sá þeirra hjartans þanka, þreif hann barn og setti það hjá sér og sagði til þeirra: Hver helst er meðtekur þvílíkt barn í mínu nafni, sá meðtekur mig, og hver hann meðtekur mig, sá meðtekur þann er mig sendi. Því sá yðar sem minnstur er allra, hann mun mikill verða.

Jóhannes svaraði og sagði fyrirbuðum honum það því að hann fylgdi þér eigi eftir meður oss. Jesús sagði til hans: Fyrirbjóðið honum það eigi. Því að hver hann er eigi í móti oss, sá er fyrir oss.

En það skeði þá þeir dagar voru fullkomnaðir er hann skyldi uppnemast frá oss, hressti hann sína ásján að ganga til Jerúsalem. Og hann lét sendiboða fara fyrir sinni augsýn. Þeir fóru og gengu inn í samverskan kaupstað að þeir reiddu þar til fyrir honum. En þeir þar voru, tóku eigi við honum af því að hann hafði snúið sinni ásján að reisa upp til Jerúsalem. En er hans lærisveinar Jakobus og Jóhannes sáu það, sögðu þeir: Viltu lávarður, þá vilju við segja að eldur komi af himni og fortæri þeim, líka sem að Elías gjörði. En Jesús sneri sér við, hastaði á þá og sagði: Viti þér eigi að hvers anda þér eruð? Því mannsins sonur er eigi kominn til þess að fyrirfara sálum manna, heldur þær að frelsa. Og þeir gengu burt í annað kauptún.

Það skeði og er þeir voru á veginum að nokkur sagði til hans: Eg vil fylgja þér eftir hvert helst þú fer. Jesús sagði til hans: Refar hafa holur og fuglar himins hreiður, en mannsins son hefir eigi hvar hann megi sínu höfði að halla.

Hann sagði og til eins annars: Fylg þú mér eftir. En sá sagði: Herra, lofa mér fyrst að ganga og grefta föður minn. Jesús sagði þá til hans: Lát þá dauðu grafa sína hinu dauðu, en þú gakk og boða Guðs ríki.

Og annar sagði: Herra, eg vil þér eftir fylgja, en lofa mér þó fyrst að segja þeim mína burtför, sem eru í mínu húsi. Jesús sagði til hans: Enginn sá er þrífur sinni hendi að arðinum og lítur á bak sér aftur, er hæfilegur Guðs ríkis.

Tíundi kapítuli[breyta]

En eftir það útvaldi Drottinn og aðra (lxxii) og sendi þá út pörum saman fyrir sér í allar þær borgir og álfur er hann vildi koma og sagði til þeirra: Að sönnu er kornskeran mikil en verkmennirnir fáir. Því biðjið herrann kornskerunnar að hann sendi verkmenn í sína kornskeru. Fa tösku og eigi skó, heilsið og öngum á stræti. Og í hvert það hús þér inn gangið þá segið fyrst: Friður sé í þessu húsi. Og ef þar er sonur friðarins, þá hvílist yðar friður yfir honum, en ef eigi er, þá snúist hann til yðar aftur. Blífið í því sama húsi, etið og drekkið hvað þar veitist. Því að verður er verkmaðurinn sinna launa.

Eigi skulu þér ráfa hús af húsi. Og í hverja þá borg sem þér gangið inn og þar þeir meðtaka yður eigi, gangið út á hennar stræti og segið: Einninn það duft, sem á loddi á oss úr yðvarri borg, hristu vær af á yður. Þá skulu þér vita að Guðs ríki nálægist yður. Eg segi yður það Sódóma mun bærilegra vera á þeim degi en þeirri borg.

Vei þér Korasin, vei þér Betsaida. Því að ef skeð hefði í Týro og Sídon þau kraftaverk sem hjá yður hafa gjörð verið, hefði þeir forðum setið í sekk og ösku og gjört svo iðran. Þó mun Týro og Sídone bærilegar vera á efsta dómi en yður. Og þú Kaparnaum, sem upphafin ert allt til himinis, munt niður sökkva allt til helvítis. Hver yður heyrir, hann heyrir mér, og hver yður forsmár, hann forsmár mig. En hver mig forsmár, hann forsmár þann er mig sendi.

En þeir tveir og sjötigi komu aftur með fagnaði og sögðu: Lávarður, einninn hafa djöflar oss undirgefnir verið í þínu nafni. Hann sagði til þeirra: Eg sá andskotann svo sem elding hrapa af himni. Sjáið, eg gef yður vald til að stíga yfir höggorma og flugorma og yfir allan kraft óvinarins. Og yður mun ekkert granda mega. En þó skulu þér eigi gleðjast af þessu það andarnir eru yður undirgefnir, heldur fagnið því það yðar nöfn eru skrifuð á himnum.

Og samstundis gladdist Jesús í anda og sagði: Eg prísa þig faðir, Drottinn himins og jarðar, að þú huldir þetta fyrir spekingum og forvitringum og opinberaðir það smælingjum. Já að sönnu, faðir, því að svo þókknaðist það fyrir þér. Allir hlutir eru mér í hendur fengnir af mínum föður. Enginn veit hver eð sonurinn er nema faðirinn, eða hver eð faðirinn er nema sonurinn og hverjum eð sonurinn vill það opinbera.

Og hann snerist til sinna lærisveina og sagði þeim sérdeilis: Sæl eru þau augu sem sjá hvað þér sjáið. Því að eg segi yður það margir spámenn og konungar vildu séð hafa hvað þér sjáið, og sáu það eigi, og heyr[a] hvað þér heyrið, og heyrðu það eigi.

Og sjá, að nokkur lögvitringur stóð upp, freistaði hans og sagði: Meistari, hvað skal eg gjöra svo að eg eignist eilíft líf? En hann sagði til hans: Hvað er skrifað í lögmálinu? Hverninn les þú? Hann svaraði og sagði: Elska skalt þú Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu og af allri önd þinni og af öllum mætti þínum og af öllu hugskoti þínu og náunga þinn sem sjálfan þig. Hann sagði þá til hans: Rétt svaraðir þú. Gjör það og muntu lifa. En hann vildi réttlæta sjálfan sig og sagði til Jesú: Hver er þá minn náungi?

En Jesús svaraði og sagði: Maður nokkur fór frá Jerúsalem ofan til Jeríkó og hrasaði í bland ræningja, hverjir eð rændu hann klæðum og lemstruðu sárum, gengu burt og létu hann þar eftir hálfdauðan liggja. En svo bar til að kennimaður nokkur fór ofan sama veg, og er hann leit hann, gekk hann fram hjá honum. Líka og levítinn þá hann kom nær þeim stað, og er hann sá hann, gekk hann og fram hjá. En samverskur maður nokkur ferðaðist og kom í nánd honum. Og er hann leit hann, sá hann aumur á honum, gekk að og batt um sár hans, hellandi í þau viðsmjöri og víni og lagði hann á sinn eyk og flutti til herbergis, gaf og gætur að honum. En annars dags ferðaðist hann burt og tók upp tvo peninga og fékk húsbúandanum, sagði: Haf gát á honum og hvað helst þú leggur meira út, þá skal eg borga þér nær eg kem aftur. Hver þeirra þriggja sýnist þér vera þess náungi sem hrasaður var í bland ræningjanna? En hann sagði: Sá er miskunnarverkið gjörði á honum. Þá sagði Jesús til hans: Far þú og gjör slíkt hið sama.*

En það skeði er þeir ferðuðust að hann gekk inn í nokkuð kauptún, og sú kvinna, er Marta hét, meðtók hann í sitt hús. Og hún átti þá systur er María hét, hver eð setti sig fyrir fætur Jesú og heyrði hans orð. En Marta braust nóg fyrir að þjóna honum. Hún gekk að og sagði: Lávarður, hirðir þú ekki um það að systir mín lætur mig eina saman þjóna? Seg henni að hún hjálpi mér. En Jesús svaraði og sagði til hennar: Marta, Marta, þú ert svo syrgjandi og mæðist í mörgu, eitt er þó nauðsynlegt. María hefir kjörið sér gott hlutskipti, hvað er eigi skal frá henni takast.*

Ellifti kapítuli[breyta]

Það skeði eð hann var í nokkrum stað að biðjast fyrir og er hann gaf upp, þá sagði einn af hans lærisveinum til hans: Lávarður, kenn þú oss að biðja líka sem Jóhannes kenndi sínum lærisveinum. Hann sagði þá til þeirra: Nær þér biðjið, segið svo: Faðir vor, sá þú ert á himnum, helgist nafn þitt, til komi ríki þitt, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himinum. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Og fyrirgef oss vorar syndir svo sem vær fyrirgefum vorum skuldunautum. Og leið oss eigi í freistni, heldur leys oss frá illu.

Hann sagði til þeirra: Hver yðar sem hér hefir vin og fer til hans um miðnætti og segir honum: Vinur, lána mér þrjú brauð því að vinur minn er kominn af leið til mín, og eg hefi eigi það eg megi fram fyrir hann setja. Og hinn sem fyrir innan er, svarar og segir: Gjör mér eigi ónáð því dyr eru luktar og börn mín eru í svefnhúsi hjá mér, og eigi get eg upp staðið að fá þér þau. Eg segi yður: Ef hann stendur eigi upp og fær honum þau fyrir það að hann sé vinur hans, þó mun hann fyrir sakir hans leiðilegrar brekunar upp standa og fá honum svo mikið sem hann þarfnast.

Og eg segi yður: Biðjið, og mun yður gefast, leitið að, og munu þér finna, hnýið á, og mun fyrir yður upp lokið. Því að hver eð biður, hann öðlast, hver eð leitar, hann finnur, og hver eð á hnýr, fyrir honum lykst upp. En hver faðir er sá af yður, ef sonurinn biður um brauð að hann gefi honum stein þar fyrir, eða biðji hann um fisk, gefur hann honum nokkuð höggorm fyrir fisk, eða ef hann biður um egg að hann rétti að honum flugorm þar fyrir? Því ef þér sem vondir eruð, kunnið góð ráð að gefa sonum yðar, miklu meir þá mun faðir yðar af himnum gefa þeim heilagan anda er hann biðja.

Og hann rak út djöful þann er dumbi var. Og það skeði er djöfullinn var út farinn að hinn mállausi talaði, og fólkið undraðist það. En nokkrir af þeim sögðu að fyrir Beelsebúb djöflahöfðingja þá drífur hann djöfla út. Aðrir freistuðu hans og sóktu af honum eftir teikni af himni. En er hann sá þeirra hugrenningar, sagði hann til þeirra: Hvert ríki sem í sjálfu sér er sundurþykkt, það mun eyðast, og hvert hús mun yfir annað hrapa. Og ef andskotinn er í sjálfum sér sundurþykkur, hverninn má hans ríki þá standast - fyrst þér segið mig fyrir Beelsebúb reka út djöfla? Nú ef eg á fyrir Beelsebúb djöfla út að reka, fyrir hvern rekast þeir þá út af sonum yðrum? Fyrir því verða þeir og yðrir dómendur. En ef eg rek út djöfla meður Guðs fingri, að sönnu kemur þá Guðs ríki til yðar.

Nær eð sterkur, hertygjaður, varðveitir sitt fordyri, þá er allt með mak hvað hann á, en þá er annar honum yfirsterkari kemur og yfirvinnur hann og sviptir hann öllum herklæðum, á hver hann treysti, og sundur skiptir svo hans herfangi. Hver hann er eigi með mér, sá er í móti mér, og hver hann dregur eigi saman með mér, sá sundur dreifir.

Nær óhreinn andi fer af manninum út, ráfar hann um þurra staði, leitar að hvíld og finnur eigi, þá segir hann: Eg vil hverfa aftur í hús mitt, hvaðan eg fór út. Og er hann kemur, finnur hann það af sóplimum hreinsað, þá fer hann, tekur með sér sjö aðra anda honum verri, og er þeir eru þar inn komnir, byggja þeir þar, og verður svo þess manns hið síðara verra hinu fyrra.

En það skeði er hann talaði þetta, hóf nokkur kona upp sína rödd og sagði til hans: Sæll er sá kviður er þig bar og þau brjóst er þú mylktir. En hann sagði: Hvað um það, sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varðveita þau.

En er fólkið flykktist þar að, tók hann að segja: Kynslóð þessi er ein vond kynslóð. Hún girnist teikn, og henni gefst ekkert teikn nema teikn Jóna spámanns. Því að líka sem Jónas var teikn Niníveborgar, svo mun mannsins son verða kynslóð þessari. Drottning suðurættar mun upp rísa á efsta dómi með mönnum þessarar kynslóðar og fordæma þá því að hún kom af yðstum takmörkum jarðar að heyra speki Salómonis, og sjáið, hér er meir en Salómon. Menn Niníveborgar munu og upp rísa á efsta dómi meður þessari kynslóð og munu hana fordæma því að þeir gjörðu iðran viður predikan Jónas, og sjáið, hér er meir en Jónas. Enginn tendrar ljósið og setji það í leyni eða undir mæliask, heldur á ljósastjakann svo að þeir sem inn ganga, sjái ljósið. Ljós þíns líkama er augað. Því ef þitt auga er einfalt, svo er þinn líkami allur skær, en ef auga þitt er strákur, þá er einninn þinn líkami myrkur. Því sjá svo til að ljós það, sem í þér er, sé eigi myrkur. Nú ef allur líkami þinn er skær, eigi hafandi nokkurn myrkvan part, svo blífur hann allur skær og mun upplýsa þig svo sem leiftran eldingar.

Og er hann var slíkt að mæla, þá bað hann nokkur faríseus að hann æti miðdagsverð hjá sér. Hann gekk inn og setti sig til borðsins. En er farísearinn sá það, undraðist hann, eð hann þvó sér eigi fyrir máltíðina. En Drottinn sagði til hans: Þér farísei, hreinsið nú hið ytra bikara og matdiska, en yðvart ið innra er fullt með rán og illsku. Þér þussar, er eigi svo að sá er gjörði ið ytra, hann gjörði einninn hið innra? En hvað um það, gefið þó ölmusu af því sem til er og sjáið, að þá er yðart hreint.

Ve yður faríseis sem tíundið myntugras og rútu og allt kálgresi og sneiðið svo hjá dómi Guðs og réttlæti. Því þetta byrjar að gjöra, en hitt eigi eftir að skilja.

Ve sé yður faríseis sem elskið hin fremstu tignarsæti í samkunduhúsum og kveðjur á torgum.

Ve sé yður lögspekingum, faríseis og hræsnurum því þér eruð sem hulin leiði framliðinna, yfir hverju eð menn ganga og þekkja þau eigi.

Þá svaraði nokkur lögspekinga og sagði til hans: Segir þú þetta einninn til háðungar við oss? En hann sagði: Og yður lögspekingum sé vei. Því þér hlaðið á menn þeim byrðum er þeir geta eigi borið, og sjálfir þér snertið eigi þær byrðar einum fingri yðar.

Ve yður því að þér uppbyggið spámanna leiðin, en feður yðrir líflétu þá. Að sönnu þá vitni þér það og samsinnið svo verkum yðvarra feðra. Því að þeir aflífuðu þá, en þér uppbyggið leiði þeirra.

Fyrir því segir spekin Guðs: Eg mun senda til þeirra spámenn og postula, og suma af þeim munu þeir deyða, en suma ofsóknum sækja svo að krefjist af þessari kynslóð blóð allra spámanna því úthellt hefir verið frá grundvallan veraldar allt frá blóði Abels og til blóðs Sakaríe, hver eð lést í milli altaris og musterisins. Að vísu segi eg yður að það mun krefjast af þessari kynslóð.

Ve sé yður lögspekingum. Því þér berið lykil viskunnar, en komið þó eigi sjálfir þar inn og hamlið þeim er þar vilja inn ganga.

En þá hann hafði þvílíkt til þeirra talað, tóku lögspekingar til og farísei þunglega að þrengja að honum og vélsamlega hann að mörgu að spyrja, veitandi honum umsát og leituðu við að jaga það nokkuð af hans munni er þeir mættu hann um kilja.

Tólfti kapítuli[breyta]

En er mikill og ótölulegur lýður flykktist þar saman svo að nálega trað hver annan undir, hóf hann upp og sagði til sinna lærisveina: Í fyrstu, vaktið yður við súrdeigi faríseorum, hvað er hræsni. Því að ekkert er svo hulið að ei verði augljóst né nokkuð svo leynt að eigi vitist. Fyrir því hvað þér segið í myrkrum, það mun í ljósi heyrast, og hvað þér í svefnhúsum hvíslið í eyra, mun á ræfrum uppi predikað.

En eg segi yður vinum mínum: Hræðist eigi þá sem líkamann aflífa, og eftir það fá þeir eigi meir að gjört. En eg vil sýna yður hvern þér skuluð hræðast. Hræðist þann, sem eftir það er hann hefir líflátið þá, hefir hann makt til að senda í helvíti. Að vísu segi eg yður, þá hræðist hann. Seljast eigi fimm skógarþrestir tveimur peningum? Og einn af þeim er eigi gleymdur fyrir Guð i. Svo eru og öll höfuðhár yðar talin. Fyrir það skulu þér eigi óttast því að þér eruð dýrri en margir skógarþrestir.

En eg segi yður: Hver helst hann viðurkennir mig hér fyrir mönnum, þann mun mannsins son viðurkenna fyrir englum Guðs. En hver hann afneitar mér hér fyrir mönnum, honum mun afneitað verða fyrir Guðs englum. Og hver eð talar orð í gegn Guðs syni, þá mun honum fyrirgefast, en hver hann hæðir að heilögum anda, honum skal eigi fyrirgefast.

En nær þeir draga yður inn í samkunduhús og fyrir sína yfirboðara og valdsmenn, þá verið eigi hugsjúkir um hverninn eða hverju þér skuluð svara eða hvað þér skuluð segja. Því að heilagur andi mun fræða yður á sömu stundu hvað yður byrjar að segja.

En nokkur af fólkinu sagði til hans: Meistari, seg bróður mínum að hann skipti við mig arfleifð minni. En hann sagði honum: Þú maður, hver setti mig fyrir dómara eða arfskiptismann yfir yður. Og hann sagði til þeirra: Sjáið til og varið yður við allri ágirni. Því að enginn lifir þar af það hann hafi mikil auðæfi. Og hann talaði þá eina eftirlíking til þeirra og sagði:

Auðigur maður nokkur var sá, hvers akur eð fært hafði frjóvan ávöxt. Hann hugsaði þá með sér og sagði: Hvað skal eg til gjöra? Eg hefi eigi það hvar eg megi mínum ávexti í safna, og sagði: Það vil eg gjöra. Eg vil mína hlöðu niður rífa og gjöra upp aðra meiri og safna þangað öllu því er mér hefir gróið og svo mínum auðæfum. Og þá mun eg segja til sálu minnar: Sála mín, þú hefir mikinn auð saman sett til margra ára, hvíl þig nú, et og drekk, haf og allsnægtir. En Guð sagði til hans: Þú dári, á þessari nótt munu þeir þína sál af þér krefja, og hvers verður þá það er þú hefir tilreitt? Svo er með þeim er sér draga sjóð saman og er eigi í Guði ríkur.

Þá sagði hann til sinna lærisveina: Fyrir því segi eg yður: Stúrið eigi fyrir lífdögum yðar, hvað þér skuluð eta, og eigi fyrir líkama yðar, hverju hann skuli klæðast. Lífið er meira en fæðan og líkaminn meiri en fötin. Hyggið að hröfnunum. Þeir sá hvorki né uppskera, eigi hafa þeir hlöðu né kjallara, og þó fæðir Guð þá. Miklum mun meiri eru þér þó fuglunum.

En hver yðar fær með sinni hugsýki aukið lengd sína alin einni? Því ef þér orkið eigi hins minnsta hvar fyrir stúri þér þá fyrir hinu öðru? Hugleiðið hverninn liljugrösin vaxa. Þau vinna eigi né spinna. En eg segi yður það Salómon í allri sinni prýði var ei svo skrýddur sem eitt af þeim.

Nú fyrst Guð skrýðir svo það gras er í dag stendur á akri og á morgun verður í baksturofn látið, miklu meir mun hann þó klæða yður, ó þér vesaltrúaðir. Þér skuluð og eigi eftir spyrja hvað þér etið eða drekkið og eigi hefja yður hátt. Því að eftir þessu öllu sækir heiðin þjóð veraldar, en faðir yðar veit vel að þér þurfið þessa við. Því leitið fyrst að Guðs ríki og hans réttlæti, og mun yður þá allt til falla.

Hræðst eigi þú, vesul hjörð, því að það þókknaðist föður yðar að gefa yður ríkið. Seljið hvað þér hafið og gefið ölmusu, gjörið yður og þá sekki er eigi eldast og þann sjóð er eigi minnkar á himnum, að hverjum þjófar fá eigi komist né melur skorið. Því hvar yðar sjóður er, þar er og yðart hjarta.

Yðrar lendar sé um gyrtar og logandi ljós í höndum yðrum, verið og líkir þeim mönnum er bíða eftir sínum lánardrottni hvenær hann muni aftur koma af brullaupum svo að þá hann kemur og ber, sé strax fyrir honum upp lokið. Sælir eru þeir þjónar, hverja eð (þá er herrann kemur) finnur hann vakandi. Sannlega segi eg yður það hann mun uppstytta sig, lætur og þá til borðs sitja, gengur fyrir þeim og þjónar.

Og þó ef hann komi á annarri vöku eða á hinni þriðju og finni það líka svo, sælir eru þeir þjónar. En það skulu þér vita að ef húsbóndinn vissi á hverri stundu eð þjófurinn kæmi, þá vekti hann og léti eigi grafa sitt hús. Fyrir því verið og reiðubúnir því að mannsins sonur mun á þeirri stundu koma er þér ætlið eigi.

Þá sagði Pétur til hans: Herra, segir þú þessa eftirlíking til vor eða til allra? En Drottinn sagði: Hve mikils er vert um trúan og forsjálan fyrirsjónarmann, hvern er Drottinn setur yfir sitt heimkynni, að hann gefi þeim í tíma sinn mæltan verð. Sæll er sá þjón sem hans herra finnur svo gjörandi þá eð hann kemur. Sannlega segi eg yður það hann mun setja hann yfir allt hvað hann eignast.* En ef sá sami þjón segir í hjarta sínu: Herra minn gjörir dvöl á að koma og tekur að berja vinnumenn og ambáttir og að eta og drekka og sig drukkinn að gjöra, og þá kemur herrann þess þjóns á þeim degi er hann vonar eigi og á þeirri stundu er hann veit eigi og skiptir honum sundur og leggur honum sín laun meður ótrúuðum.

En hver sá þjón, er veit síns herrans vilja og bjó sig eigi til, gjörði og eigi eftir hans vilja, hann mun mikla refsing fá. En sá hann veit eigi og gjörir það hegningar er vert, hann mun minni hirting fá. Því að þeim sem mikið er veitt, af honum æskist mikið, og hverjum mikið verður í hendur selt, af honum heimtist mikið. Eg kom að snæra upp eld á jörðu hvað eg gjarna vilda að hann brynni nú þegar. En eg hlýt áður með skírn að skírast. Og hversu eg þrengjunst þangað til hún fullkomnast. Meini þér að eg kæmi að senda frið á jörðu? Eg segi yður: Nei, heldur sundurþykkju. Því að héðan frá munu fimm verða í einu húsi sundurþykkir, þrír í móti tveimur og tveir í móti þremur, faðirinn mun verða í móti syninum og sonurinn í móti föðurnum, móðirin í móti dótturinni og dóttirin í móti móðurinni, og móðir konu manns í móti sonarkonunni og sonarkonan í móti móðurkonu mannsins.

En hann sagði til fólksins: Hver nær [sic] þér sjáið ský upp ganga í vestri, þá segi þér jafnskjótt að regn komi. Og það sker. Og nær þér sjáið sunnanvind blása, þá segi þér hita verða. Það sker. Og þér hræsnarar, ásýnd himins og jarðar þá kunni þér að prófa, en hví prófi þér eigi þennan tíma sem nú er? Eða fyrir því dæmi þér eigi af sjálfum yður hvað réttvíst er?

En nær þú gengur meður þínum sökudólg fyrir valdsmanninn, þá kosta kapps á veginum að þú losir þig frá honum, að eigi dragi hann þig nokkuð sinn fyrir dómarann, og dómarinn selji þig refsaranum, og refsarinn kasti þér svo í dýplissu. Eg segi það eigi fer þú út þaðan þar til þú borgar einninn hinn síðasta skarf.

Þrettándi kapítuli[breyta]

En í þann sama tíma voru þar nokkrir við er kunngjörðu honum frá þeim í Galílea, hverra blóði Pílatus hafði blandað við þeirra fórnir. Jesús svaraði og sagði til þeirra: Meini þér að þessir Galílei væri fyrir öllum Galíleis syndugir þótt þeir þyldu þetta? Eg segi yður: Nei. Heldur ef þér gjörið eigi iðran, þá fyrirfarist þér líka allir. Eða meini þér að þeir átján, á hverja turninn í Síló á hrapaði og drap, hafi sakaðir verið framar öllum mönnum er byggja til Jerúsalem? Eg segi yður: Nei. Heldur ef þér gjörið eigi iðran, munu þér einninn allir fyrirfarast. En hann sagði þeim þessa eftirlíking: Nokkur maður var sá er fíkjutré hafði plantað í sínum víngarði. Hann kom og leitaði ávaxtar á því og fann eigi. Þá sagði hann til víngarðsfágarans: Sjá, nú í þrjú ár hefi eg árlega komið og leitað ávaxtar af þessu fíkjutré og fundið eigi. Högg það því af. Hvar til hindrar það garðlendið? En hann svaraði og sagði til hans: Herra, lofa því að standa þetta árið þar til eg gref um það og læt að myki ef það vildi svo ávöxt færa. En ef eigi, þá högg það eftir á af.

Og hann kenndi í samkunduhúsi þeirra á þvottdegi. Og sjáið, að þar var sú kona er haft hafði krankleiksanda í átján ár. Og hún var bjúg og með öngu móti þá gat hún upp litið. En er Jesús leit hana, kallaði hann hana til sín og sagði til hennar: Þú kona, vert laus af krankdæmi þínu, -og lagði hendur yfir hana og jafnskjótt rétti hún sig upp og dýrkaði Guð. Þá svaraði yfirmaður samkunduhússins og þykktist við það Jesús læknaði á þvottdögum og sagði til lýðsins: (vi) dagar eru þeir, á hverjum eð hæfir að vinna, - því komi þér eigi á þeim að láta lækna yður? - en eigi á þvottdegi.

Drottinn svaraði honum og sagði: Þú hræsnari, leysir eigi hver yðar einn á þvottdegi naut sitt og asna af bási og leiðir til vats? En skyldi þessi eigi leysast á þvottdegi, sem þó er Abrahams dóttir, af því bandi er andskotinn hafði hana fjatrað, sjá, í átján ár? Og er hann sagði þetta, skömmuðust sín allir hans mótmælendur, og allt fólkið gladdist yfir þeim öllum dýrðarverkum er af honum gjörðust.

Hann sagði þá: Hverjum er Guðs ríki líkt og hverju skal eg því samjafna? Líkt er það mustarðskorni því maður tók og varpaði í grasgarð sinn. Það spratt upp og varð mikið tré, og fuglar himins hreiðruðu sig undir þess kvistum.

Og enn sagði hann: Hverju skal eg samlíkja Guðs ríki? Líkt er það súrdeigi því er kona tók og mengaði við þrjá mæla mjöls þar til að það sýrðist allt. Og hann gekk í gegnum borgir og kauptún og kenndi og gjörði sína reisu til Jerúsalem. En þar sagði nokkur til hans: Herra, meinar þú eigi að þeir sé fáir eð hjálpast? En hann sagði til þeirra: Keppið eftir inn að ganga um hið þröngva hliðið því að margir (það segi eg yður) %sækja til þar inn að ganga og fá eigi getað. Og í frá því eð húsbóndinn er inn genginn og hefir dyrnar aftur luktar, þá taki þér til þar fyrir utan að standa og á dyrnar að hnýja svo segjandi: Herra, herra, luktu upp fyrir oss. Hann mun svara og segja til yðar: Eigi þekki eg yður eða hvaðan þér eruð.

Þá munu þér hefja upp að segja: Vær höfum etið hjá þér og drukkið, og á strætum vorum kenndir þú. En hann mun þá segja: Eg segi yður það eigi kenni eg yður hvaðan þér eruð, farið frá mér allir þér illgjörðamenn. Þar mun vera óp og tanna gnístran nær þér sjáið Abraham og Ísak og Jakob og alla spámenn í Guðs ríki, en yður út rekna. Og þeir úr austri og vestri, norðri og suðri munu koma og til borðs sitja í Guðs ríki. Og sjáið, að þeir sem voru síðastir verða fyrstir, og þeir eð voru fyrstir, verða síðastir.

Á þeim sama degi gengu nokkrir af faríseis til og sögðu honum: Haf þig burt, og gakk héðan því að Heródes vill aflífa þig. Hann sagði til þeirra: Fari þér og segið þeim ref: Sjáið, að eg rek út djöfla og fullgjöri lækningar í dag og á morgun, en á þriðja degi líð eg undir lok. Hvað fyrir það, þó byrjar mér í dag og á morgun og næsta dag þar eftir að ganga því að það fær eigi skeð að nokkur spámaður farist utan í Jerúsalem.

Jerúsalem, Jerúsalem, þú sem aflífar spámennina og grýtir þá steinum er til þín verða sendir. Hversu oft hefi eg viljað saman safna sonum þínum líka sem hæna sínu hreiðri undir vængi sér, og þér hafið eigi viljað. Sjáið, yðvart hús skal yður því eyði látið verða. En eg segi það eigi munu þér mig sjá þar til það kemur er þér munuð segja: Blessaður sé sá er kemur í nafni Drottins.

Fjórtándi kapítuli[breyta]

Og það skeði að Jesús gekk á þvottdegi inn í hús nokkurs þess sem var yfirboðari faríseorum brauðs að neyta, þeir höfðu og vörð á honum. Og sjá, að maður nokkur, sá vatssótt hafði, var þar frammi fyrir honum. Jesús ansaði og sagði til lögspekinga og faríseis svo segjandi: Leyfist nokkuð að lækna á þvottdögum? En þeir þögðu við. Hann tók þá á honum og læknaði hann og lét burt fara, svaraði og sagði til þeirra: Hvers yðar asni eða naut sem fellur í pytt, er það eigi jafnsnart út dregið á þvottdegi? Og þeir gátu honum öngu þar til svarað.

En þessa eftirlíking sagði hann til boðsmannanna þá hann merkti hverninn þeir mátust eftir inum fremstu sætum og sagði til þeirra: Nær þú verður boðinn af nokkrum til brúðlaups, þá set þig eigi í hin æðstu sæti. Kann ske að annar eigi ærlegri en þú sé boðinn af honum og komi sá sem þér bauð og honum, segi til þín: Gef þessum rúm, -og hljótir þá með kinnroða að halda hinn yðsta sess. Heldur nær að þú verður boðinn, þá far og set þig í hið yðsta sæti svo að nær sá kemur, er þér bauð, og segi til þín: Vinur þoka þér upp betur, - og mun þér þá virðing veitt fyrir þínum sessunautum. Því að hver sig sjálfur upphefur, hann skal niðurlægjast, og hver sig sjálfur lækkar, hann skal upp hefjast.*

Hann sagði þá til hans er honum hafði boðið: Nær þú heldur miðdagsverð eður kveldmáltíð, þá skalt þú eigi bjóða vinum þínum né bræðrum, eigi frændum þínum né nágrönnum þeim sem ríkir eru að eigi bjóði þeir þér heim til sín aftur og sé þér þá endurgoldið. Heldur nær þú gjörir heimboð, þá bjóð fátækum, vönuðum, höltum og blindum, og muntu sæll verða því að þeir hafa eigi til þér aftur að lúka, en það mun þér endurgoldið verða í upprisu réttlátra.

En er þetta heyrði nokkur af þeim er til borðsins sat, sagði hann til hans: Sæll er sá maður sem að etur brauð í Guðs ríki. En hann sagði til hans: Nokkurs konar maður var sá er gjörði mikla kveldmáltíð og bauð mörgum til hennar og sendi út sinn þjón um kveldmálstímann að hann segði svo boðsmönnunum: Komið, því að allt er nú reiðubúið. En þeir tóku þá allir til hver eftir annan að afsaka sig. Hinn fyrsti sagði til hans: Búgarð keypta eg, og hefi eg því þörf að fara út og sjá hann. Eg bið þig afsaka mig. Og annar sagði: Fimm akneyti keypta eg, og fer eg nú út að reyna þau. Eg bið þig afsaka mig. Hinn þriðji sagði: Konu hefi eg festa, fyrir því má eg eigi koma. Og þjónustumaðurinn kom aftur og undirvísaði þetta sínum herra.

Þá varð húsbóndinn reiður og sagði til síns þjóns: Far snarlega út á stræti og götur borgarinnar og leið volaða, vanaða, blinda og halta hingað inn. Og þjóninn sagði: Herra, það er gjört hvað þú skipaðir, og þó er enn meira rúm. Og herrann sagði til þjónsins: Far þú út á þjóðbrautir og um túngarða og nauðga þeim hér inn að koma svo mitt hús verði fullt. En eg segi yður það að enginn þeirra manna, sem boðnir voru, munu smakka mína kveldmáltíð.*

En margt fólk gekk með honum. Og hann sneri sér við og sagði til þeirra: Ef nokkur kemur til mín og hafnar eigi föður sínum og móður, konu og börnum, bræðrum og systrum og þar til sínu eigin lífi, hann fær eigi minn lærisveinn verið. Og hver hann dregur eigi sinn kross og fylgir mér eftir, sá getur eigi minn lærisveinn verið.

Því hver yðar sem turn vill upp byggja, situr hann eigi áður og saman reiknar kostnaðinn hvað þarflegt er og hvort hann hefir til nægta? Svo að eigi eftir á, er hann hefir grundvöllinn lagt, geti hann eigi fullgjört hann, og allir þeir það sjá, taka að dára hann og segja: Þessi maður tók að byggja og gat eigi við lokið. Eða hver konungur gengur út að halda orrustu gegn öðrum konungi, situr hann eigi áður og hugsar um með sér hvort hann getur með (tíu) þúsundir runnið í móti honum er með (xx) þúsundir kemur til hans? En ef eigi, þá sendir hann boðskap út, þá þegar hinn er þó fjarlægur, og biður hann þess sem friðsamlegt er. Svo og líka sérhver yðar, sem eigi afsegir öllu því hann eignast, fær eigi minn lærisveinn verið.

Saltið er gott, en ef saltið dofnar, hverju kryddi þér þá? Því að það er þá hvorki á túnjörð né í taðhauga þarflegt, heldur verður því út varpað. Hver eyru hefir að heyra, hann heyri.

Fimmtándi kapítuli[breyta]

En allir tollheimtumenn og bersyndugir nálægðust hann að heyra honum, og farísei og skriftlærðir mögluðu og sögðu: Þessi meðtekur synduga menn og etur meður þeim. En hann sagði þessa eftirlíking til þeirra og sagði: Hver er sá í bland yður sem hefir hundrað sauða og ef hann týnir einum af þeim, forlætur hann eigi þá níu og níutigi í eyðimörku og fer eftir þeim er týndist þangað til hann finnur hann? Og nær hann hefir hann fundið, leggur hann hann upp með fagnaði sér á herðar, kemur heim og saman kallar vini og nágranna og segir til þeirra: Samgleðjist með mér því að eg hefi minn sauð aftur fundið sem tapaður var. Eg segi yður að líka svo mun fögnuður vera á himnum yfir einum syndugum, þeim er iðran gjörir, meir en yfir þeim níu og níutigi réttlátum er eigi þurfa yfirbótar við. Eða hver sú kona eð hefir tíu peninga og ef hún týnir einum, kveikir hún eigi ljós og sópar húsið og leitar vandlega þar til hún finnur hann? Og nær hún hefir fundið hann, saman kallar hún vinkonur sínar og grannkonur, segir: Samgleðjist mér því að eg hefi minn pening aftur fundið, hverjum eg hafða týnt. Líka svo segi eg yður að fögnuður mun vera fyrir englum Guðs yfir einum syndugum, þeim yfirbót gjörir.*

Enn sagði hann: Nokkur maður var sá er hafði tvo syni. Og hinn yngri af þeim sagði til föður síns: Faðir, gef mér þá deild af góssinu sem mér ber. Og hann skipti meður þeim góssinu. Og innan fárra daga þá dró hinn yngri sonurinn allt til saman og reisti síðan langt burt í fjarlægt ríki og fortærði þar sínu góssi í eyðslulegum lifnaði. Og eftir á, er hann hafði öllu sóað, gjörðist megnt hungur í því sama ríki svo hann tók vesöld að þola. Hann fór og hélt til hjá einum burgeis þess ríkis. Og sá sendi hann út á sinn bústað að hann gætti þar svína. Hann fýsti og að seðja sinn maga af drafi því er svínin átu, og enginn gaf honum. En hann komst þá við og sagði: Hve margir leigumenn þá eru í míns föðurs húsi, þeir eð hafa nægð a[f] brauðum, en eg ferst í hungri þessu. Því skal eg upp standa og fara til föður míns og segja til hans: Faðir, eg syndgaði í himininn og fyrir þér. Því er eg eigi verður að kallast þinn sonur. Gjör mig því sem einn af þínum leiguliðum. Hann reis þá upp og kom til föður síns. Og er hann var enn langt í burt þaðan, leit hann faðir hans og sá aumur á honum, hljóp að og féll um háls honum og kyssti hann. En sonurinn sagði til hans: Faðir, eg syndgaði í himininn og fyrir þér. Af því em eg nú eigi verðugur að kallast sonur þinn. En faðirinn sagði til þjóna sinna: Berið strax hingað hið æðsta klæði og færið hann í og gefið honum hring á sína hönd og skó á hans fætur. Sækið alinkálf og slátrið, og neytum svo og verum kátir. Því að þessi minn sonur var dauður og endurlifnaði. Hann týndist og er nú fundinn. Og þeir tóku að gleðjast.

En hans hinn eldri sonur var á akri. Og er hann kom og nálgaðist húsið, heyrði hann kveðskap og danslæti og kallaði einn af þjónustumönnunum til sín og spurði hvað þetta væri. Sá sagði honum: Bróðir þinn er kominn, og slátraði faðir þinn öldum kálfi það hann fékk hann heilan aftur. En hann þykktist við og vildi eigi inn ganga. Þá gekk faðir hans út og bauð honum. En hann svaraði og sagði til föður síns: Sjá, í svo mörg ár þjóna eg þér og aldri enn yfirtroðið þín boðorð, og þú gaft mér enn aldri kið svo eg mætti meður mínum vinum glaður vera. En nú eð þessi þinn sonur kom, hver út hafði svælt sínu góssi meður portkonum, þá slátraðir þú honum alinkálf. En hann sagði honum: Þú ert jafnan hjá mér, og allt hvað mitt er, þá er þitt. Því ættir þú nú að vera kátur og góðsinnaður því þessi þinn bróðir var dauður og endurlifnaði, hann týndist og er aftur fundinn.*

Sextándi kapítuli[breyta]

En hann sagði til sinna lærisveina: Auðigur maður nokkur var sá sem sér hafði ráðsmann, og sá var rægður við hann sem hefði hann fargað hans góssi, og kallaði hann til sín og sagði til hans: Hverninn heyri eg þetta af þér? Gjör reikning þinnar ráðsmennsku því að þú mátt eigi héðan af ráðsmennsku hafa. En ráðsmaðurinn sagði með sjálfum sér: Hvað skal eg til gjöra þá minn herra sviptir mig ráðsmennskunni? Eigi dugi eg að grafa, en eg skömmunst að biðja. Eg veit hvað eg skal gjöra, því nær að eg verð af settur ráðsmennskunni, það þeir meðtaki mig í sín hús.

Hann saman kallaði og líka alla skuldamenn síns herra og sagði til hins fyrsta: Hversu mikið ertu skyldugur mínum herra? Hann sagði: Hundrað tunnur viðsmjörs. Hann sagði þá til hans: Tak þitt bréf, set þig og skrifa strax fimmtigi. Eftir það sagði hann til annars: En ertu mikið skuldugur? Sá sagði: Hundrað trog hveitis. Þá sagði hann til hans: Tak þitt bréf og skrifa fimmtigi. Og herrann lofaði þann rangláta ráðsmann það hann hafði svo forsjálega gjört. Því að synir þessarar veraldar eru kænari sonum ljóssins í sinni kynslóð. Og eg segi yður: Gjörið yðar vini af hinum rangferðuga %Mammon svo nær eð yður þrotar að þeir meðtaki yður í eilífar tjaldbúðir.*

Hver trúr er í minnstu, sá er og trúr í miklu, og hver rangsnúinn er í litlu, hann er og rangferðugur í miklu. Því ef þér eruð eigi trúir í inum rangferðuga Mammon, hver trúir yður þá til þess sem sannlegt er? Og ef þér voruð eigi trúir í annarlegu, hver mun gefa yður þá hvað yðart er? Enginn þjón getur tveimur herrum senn þjónað. Því annað hvort hafnar hann þeim eina og elskar hinn annan eða þýðist þann og forsmár hinn annan. Þér getið eigi Guði þjónað og svo þeim Mammon.

En þeir farísei heyrðu allt þetta, sem ágjarnir voru, og dáruðu hann. Þá sagði hann til þeirra: Þér eruð þeir, hverjir sjálfa sig réttlæta fyrir mönnum, en Guð þekkir hjörtu yðar. Því að hvað hátt er hjá mönnum, það er svívirðulegt fyrir Guði.

Lögmálið og profetarnir spáðu allt til Jóhannem. En upp frá því boðast Guðs ríki, og sumir hverjir menn gjöra því ofurefli. Því léttfelldara er að himinn og jörð forgangi en einn titill af lögunum falli. Hver sína eiginkonu forlætur og giftist annarri, sá drýgir hór, og hver eð giftist þeirri sem frá manni er skilin, hann drýgir hór.

Nokkur mann ríkur var þar sá er klæddist með pell og purpura og át daglega skínandi krásir. Og þar var þurfamaður sá sem Lasarus var að nafni, hver eð úti lá fyrir hans dyrum fullur kauna. Og hann fýstist að seðja sig af þeim molum sem féllu af borði hins ríka, og enginn gaf honum nokkuð, heldur komu hundar og sleiktu hans kýli. En svo varð að hinn volaði dó og var borinn af englum í faðm Abrahams. Hinn ríki andaðist líka og var jarðaður.

Og sem hann var í helvíti og kvölunum, þá hóf hann upp sín augu og leit Abraham langt burt og Lasarum í hans faðmi. Þá hrópaði hann og sagði: Abraham faðir, miskunna mér og send Lasarum að hann drepi hinu fremsta síns fingurs í vatn og kæli tungu mína því að eg kvelst í þessum loga. Og Abraham sagði til hans: Hugleittu sonur að þú meðtókst þinn góða í lífi þínu, Lasarus þar í mót sitt hið vonda. Því hlýtur hann nú að huggast, en þú að kveljast. Og fram yfir allt þetta er í milli vor og yðar mikið hvelfi staðfest svo að þeir sem vilja héðan fara til yðar, geta það eigi og þeir eigi þaðan frá yður upp til vor farið.

Þá sagði hann: Þá bið eg þig faðir að þú send hann í míns föðurs hús því að eg hefi fimm bræður að hann gefi þeim vitneskju af svo að eigi komi þeir í þennan kvalastað. Abraham sagði til hans: Þeir hafa Moysen og spámennina, heyri þeir þeim. En hann sagði: Nei, Abraham faðir, heldur ef nokkur framliðinna færi til þeirra, þá mundi þeir iðran gjöra. En hann sagði honum: Ef þeir heyra eigi Moyses og spámönnunum, þá munu þeir og eigi heldur trúa þótt nokkur framliðinna rísi upp.*

Seytjándi kapítuli[breyta]

En hann sagði til sinna lærisveina: Ómögulegt er að þar skyldi eigi koma hneykslanir, en ve þeim, fyrir hvern þær koma. Þarfara væri honum það kvarnarsteinn hengdist við háls honum og væri í sjó kastað en það að hann hneykti einum af þessum vesalingum. Vaktið yður. Ef bróðir þinn brýtur við þig, þá átel hann, og ef hann iðrast, þá fyrirgef honum það. Og þó hann brjóti (vii) sinnum á degi við þig og snúist (vii) sinnum aftur á degi til þín og segi: Það iðrar mig, þá fyrirgef honum það.

Og postularnir sögðu til Drottins: Auk þú oss trú. En Drottinn sagði: Ef þér hefðuð trú sem annað mustarðskorn og segðuð þessu aldintré: Uppræt þig og rótset þig um í sjónum aftur, og mundi það yður hlýða.

En hver yðar sem hefir þann þjón er plægir og fénað hirðir, nær eð hann kemur heim af akri, að hann segi honum þá: Far strax og set þig til borðs, er það eigi svo að hann segi til hans: Bú til það eg haldi kveldverð og stytt þig upp og þjóna mér þar til að eg hefi etið og drukkið, og eftir á þá skaltu eta og drekka. Þakkar hann nokkuð þeim þjón þó hann gjörði hvað honum var boðið? Eg meina: Nei. Svo og þér líka nær þér hafið allt það gjört hvað yður var boðið, þá segið: Ónýtir þjónar eru vér, hvað vær áttum með skyldu að gjöra, það gjörðu vér.

Það skeði og þá hann fór til Jerúsalem að hann dró mitt í gegnum Samaríam og Galíleam. Og er hann gekk inn í nokkurt kauptún, mættu honum tíu líkþráir menn, hverjir eð stóðu langt frá, hófu upp sína raust og sögðu: Jesú, góði meistari, miskunna oss. Og er hann sá þá, sagði hann til þeirra: Fari þér og sýnið yður prestunum. Og það skeði er þeir gengu þaðan að þeir urðu hreinir. En einn af þeim, nær hann sá það hann var hreinn vorðinn, sneri hann aftur og lofaði Guð með hárri raust og féll fram á sína ásjónu fyrir fætur honum og þakkaði honum. Og þessi var samverskur. En Jesús svaraði og sagði: Voru eigi tíu hreinsaðir? En hvar eru hinir (ix)? Fundust öngvir aðrir þeir aftur sneru og gæfi Guði dýrð nema þessi útlendingur? Og hann sagði til hans: Statt upp og far héðan. Þín trúa gjörði þig hólpinn.*

En er hann varð að spurður af faríseis hvenær eð Guðs ríki kæmi, svaraði hann og sagði: Guðs ríki kemur eigi með varðveitingu. Þar mun og eigi segjast: Sé, hér eða sé, þar er það, því sjáið, að Guðs ríki er innan í yður.

Og enn sagði hann til sinna lærisveina: Þær stundir koma það þér munuð girnast að sjá einn dag mannsins sonar og munuð hann eigi sjá. Og þeir munu segja til yðar: Sjá hér, sjá þar. Þá gangið eigi þangað og eigi heldur eftir fylgið. Því að svo sem elding af himni leiftrar og lýsir yfir allt hvað undir himninum er, líka svo mun mannsins sonur vera á sínum degi. En honum byrjar fyrst margt að þola og hraktur vera af þessari kynslóð.

Og svo sem það skeði á dögum Nóa, líka svo mun það ske á dögum mannsins sonar. Þeir átu og drukku, þeir kvæntust og létu sig kvæna allt til þess dags er Nói gekk í örkina og flóðið kom og tortýndi þeim öllum. Líka einninn skeði á dögum Lots: Þeir átu og drukku, þeir keyptu og seldu, þeir plöntuðu og uppbyggðu. En þann dag er Lot fór út af Sódóma rigndi ofan eldi og brennisteini af himni og fyrirfór þeim öllum. Eftir slíkum hætti mun sá dagur ske er mannsins sonur mun opinberast.

Hver hann verður í þann sama tíma í ræfri staddur og sé hans búgagn í húsinu, þá stígi hann ei ofan það burt að hafa. Svo og einninn sá hann er á akri, þá snúi hann eigi aftur eftir því sem á baki honum er. Minnist þér á konu Lots. Hver helst sem eftir sækir sína önd að forvara, sá fyrirfer henni, og hver helst hann týnir henni, sá býr hana til lífs.

Eg segi yður að á þeirri nótt munu tveir verða á einni sæng, mun einn meðtekinn og annar forlátinn. Og tvær munu mala tilsaman, mun ein meðtekin og önnur forlátin. Þeir svöruðu og sögðu til hans: Hvar þá, herra? En hann sagði til þeirra: Hvar helst eð hræið er, þangað safnast og ernirnir.

Átjándi kapítuli[breyta]

En hann sagði eftirlíking til þeirra, hverninn vér skyldum jafnan biðja og eigi þreytast, og sagði: Sá dómari var í nokkri borg sem eigi óttaðist Guð og eigi skeytti um neinn. En ekkja nokkur var þar í sömu borg, og hún kom til hans og sagði: Leys mig af mínum mótstöðumanni. Og um langan tíma vildi hann eigi. En eftir á sagði hann með sjálfum sér: Þó eg óttust eigi Guð né skeyti um öngvan, þó fyrir það að þessi ekkja gjörir mér ónáð mikla, þá vil eg leysa hana svo að hún komi eigi að síðustu og ofþreyti mig.

Þá sagði Drottinn: Heyri þér hvað sá hinn rangláti dómari segir? Skyldi Guð nú eigi gjöra frelsan sinna útvaldra, þeirra sem nótt og dag til hans kalla, og þolinmæði yfir þeim hafa? En eg segi yður það hann mun bráðlega gjöra þeirra frelsan. En þá nær mannsins son kemur (meinar þú) að hann muni trú finna á jörðu?

En hann sagði til nokkurra þeirra sem trúðu sig sjálfa réttláta vera og forsmáðu aðra þessa eftirlíking: Tveir menn þá gengu upp í musterið að biðjast fyrir. Einn var faríseus, en annar tollheimtumaður. Farísearinn stóð og baðst þannig fyrir með sjálfum sér: Guð, eg þakka þér að eg em eigi svo sem aðrir menn, ræningjar, óréttferðugir, hórdómsmenn eða svo sem þessi tollheimtumaður. Eg fasta tvisvar í viku og gef tíundir af öllu því eg á. Og tollheimtumaðurinn stóð langt í frá og vildi eigi upp hefja sín augu til himins, heldur barði hann á sitt brjóst og sagði: Guð, vertu mér syndugum líknsamur. Eg segi yður fyrir sann að þessi fór meir réttlættur í sitt hús en hinn því hver sig sjálfur upphefur, hann mun niðurlægjast, og hver sjálfan sig niðurlægir, hann mun upphafinn verða.*

Þeir færðu þá til hans ungbörn að hann tæki á þeim. En er það sáu hans lærisveinar, ávítuðu þeir þá. En Jesús kallaði þau til sín og sagði: Leyfið börnunum til mín að koma og bannið þeim eigi því að þvílíkra er Guðs ríki. Sannlega segi eg yður: Hver hann meðtekur eigi Guðs ríki sem ungbarn, hann mun eigi inn ganga í það.

Og höfðingi nokkur spurði hann að og sagði: Góði meistari, hvað skal eg gjöra svo að eg eignist eilíft líf? En Jesús sagði til hans: Hvað kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn. Boðorðin veist þú, að eigi skulir þú mann vega, eigi hórdóm drýgja, eigi þjófnað fremja, ekkert ljúgvitni bera, heiðra skalt þú föður þinn og móður. En hann sagði: Allt þetta hefi eg haldið frá barnæsku minni. Þá Jesús heyrði það, sagði hann til hans: Eitt brestur þig enn: Sel allt hvað þú hefir og gef það fátækum, og munt þú þá hafa sjóð á himni. Og kom og fylg mér eftir. Þá hann heyrði það, varð hann hryggur af því hann var mjög auðigur.

En er Jesús sá hann hryggvan orðinn, sagði hann: Hversu torvelt er þeim inn að ganga í Guðs ríki sem peninga hafa. Því að hægra er úlfbaldanum að ganga í gegnum nálarauga en ríkum manni inn að ganga í Guðs ríki. Þá sögðu þeir sem til heyrðu: Hver fær þá hjálpast? En hann sagði: Hvað ómáttugt er fyrir mönnum, það er mögulegt fyrir Guði.

Þá sagði Pétur: Sjáðu, vær forlétum allt og fylgjum þér eftir. En hann sagði til þeirra: Sannlega segi eg yður: Enginn er sá, hver sitt heimili eður foreldra eða bræður, konu eður börn forlætur vegna Guðs ríkis, að hann meðtaki eigi miklu fleira aftur á þessum tíma og í öðrum heimi eilíft líf.

En Jesús tók þá tólf til sín og sagði til þeirra: Sjáið, að vér förum nú upp til Jerúsalem, og það mun allt fullkomnað verða, hvað skrifað er fyrir spámennina af mannsins syni. Því að hann mun framseldur verða heiðingjum og hann mun hleginn, spýttur og spéaður verða. Og þeir munu hann húðfletta og lífláta, og eftir það á hinum þriðja degi mun hann upp aftur rísa. Og þeir forstóðu ekkert af þessum orðum því að þau voru hulin fyrir þeim, og eigi vissu þeir hvað þau höfðu að segja.

En það skeði þá hann tók að nálgast Jeríkó að nokkur mann blindur sat við veginn og bað ölmusu. Og er hann heyrði að fólkið gekk þar fram hjá, spurði hann að hvað það væri. Þeir sögðu honum þá að Jesús af Nasaret gengi þar hjá. Þá kallaði hann og sagði: Jesús, sonur Davíðs, miskunna þú mér. En þeir sem undan gengu, höstuðu á hann að hann þegði. Hann kallaði því meir og sagði: Sonur Davíðs, miskunna þú mér. En Jesús stóð kyrr og bauð þeim að leiða hann til sín. Og er hann var kominn hart nær honum, tók hann að spyrja hann að: Hvað viltu eg gjöri þér? Hann sagði: Herra, það eg mætti sjá. Jesús sagði til hans: Vert skyggn. Þín trúa gjörði þig hólpinn. Og jafnsnart fékk hann sýnina, fylgdi honum og eftir, vegsamandi Guð. Og allt það fólk er þetta sá, gaf Guði lof.*

Nítjándi kapítuli[breyta]

Hann gekk og inn og reisti í gegnum Jeríkó. Og sjáið, að maður sá er Sakkeus var að nafni, hver eð var foringi tollheimtumanna og sjálfur hann auðigur, og hann girntist að sjá Jesúm hver hann væri og gat eigi fyrir fólkinu því að hann var lítill vexti. Hann hljóp þá fram undan og klifraði upp í nokkurt aldintré svo að hann sæi hann því þar átti hann fram um að fara. Og sem Jesús kom að þeim sama stað, leit hann upp og sá hann og sagði til hans: Sakkee, stíg þú með skyndingi ofan því að í dag byrjar mér að blífa í þínu húsi. Og hann sté skyndilega ofan og tók við honum fagnandi. Og er þeir sáu það, mögluðu þeir allir það hann skyldi herbergja sig hjá bersyndugum manni. En Sakkeus stóð og sagði til Jesú: Sjáðu, herra, helftina minna eigna gef eg fátækum og ef eg hefi nokkurn tælt, þá gef eg ferfalt aftur. Jesús sagði til hans: Í dag þá veittist þessu húsi heilsa með því þó að hann er Abrahams sonur. Því að mannsins sonur er kominn eftir að leita og að frelsa hvað fortapað er.*

Að þeim enn áheyröndum jók hann við og sagði þessa eftirlíking af því að hann var hart nærri Jerúsalem og það þeir ætluðu að Guðs ríki mundi þá strax opinbert verða og sagði: Nokkur eðluborinn mann ferðaðist í fjarlægt land að hann aflaði sér ríkis og kæmi svo aftur. En þessi kallaði á (tíu) sína þjóna og fékk þeim (x) pund og sagði til þeirra: Sýslið þar til að eg kem aftur. En hans borgarmenn hötuðu hann og sendu honum boð og létu svo segja: Vær viljum eigi þennan ríkja láta yfir oss.

Það skeði og þá hann kom aftur sem hann hafði ríkið undir sig tekið, skipaði hann að kalla á þá sömu þjóna, hverjum hann hafði féið fengið svo að hann vissi hva[ð] mikið hver hefði sýslað. Hinn fyrsti kom og sagði: Herra, þitt pund hefir afrekað tíu pund. Hann sagði þá til hans: Æ hei, þú hinn góði þjón, af því þú vart trúr í litlu, skalt þú vald hafa yfir tíu borgum. Hinn annar kom og sagði: Herra, þitt pund hefir saman dregið fimm pund. Til hans sagði hann: Og þú skalt vera yfir fimm borgum.

Og hinn þriðji kom og sagði: Herra, sjá, þar er þitt pund, hvert að eg hefi í sveitadúki fólgið. Eg hræddunst þig því að þú ert maður ógurlegur, tekur það upp, hvað þú hefir eigi niður lagt, og uppsker það, hvað þú sáðir eigi. Hann sagði þá til hans: Af þínum munni dæmi eg þig, hinn vondi þjón. Vissir þú það að eg er maður ógurlegur, takandi það, hvað eg lagði eigi niður, uppskerandi það, hvað eg sáði eigi. Hvar fyrir gaft þú eigi minn pening í mangarans borð að nær eg kæmi, hefði eg það með okri krafið?

Og hann sagði til þeirra sem hjá stóðu: Takið það pund frá honum og fáið það þeim sem tíu pund hefir. Þeir sögðu honum: Herra, tíu pund hefir hann. En eg segi yður það að hver eð hefur, honum mun gefið verða, en frá þeim sem ekkert hefur, mun og það burt numið verða, hvað hann hefur.*

Þó þá mína óvini sem eigi vildu mig ríkja láta yfir sér, leiðið hingað og deyðið hér frammi fyrir mér. Og sem hann sagði nú þetta, fór hann ið beinasta og gekk upp til Jerúsalem.

Og það skeði þá hann tók að nálgast Betfage og Betaníam við fjallið Oliveti að hann sendi út tvo af sínum lærisveinum og sagði: Fari þér í það kauptún, hvert gegnt yður er. Og þá þér komið þar inn, munu þér finna ösnufola bundinn, á hverjum aldri hefir enn nokkur manna setið. Leysið hann og leiðið hingað. Og ef nokkur spyr yður að því þér leysið hann, þá segið honum svo það herrann þurfi hans við.

En þeir fóru burt sem sendir voru og fundu sem hann hafði sagt þeim. Og er þeir leystu folann, sögðu hans drottnar: Fyrir hvað leysi þér folann? Þeir sögðu: Því herrann þarf hans við. Og þeir höfðu hann til Jesú og köstuðu sínum klæðum á folann og settu Jesúm þar upp á. En er hann fór af stað, breiddu þeir undir sín klæði á veginn.

Og þá hann tók að nálgast og fór ofan af fjallinu Oliveti, hóf upp allur múgur hans lærisveina af fagnaði Guð að lofa meður hárri röddu yfir öllum þeim kraftaverkum sem þeir höfðu séð og sögðu: Blessaður sé sá konungur er kemur í nafni Drottins. Friður sé á himni og dýrð á upphæðum. Og nokkrir af faríseis, þeir eð voru með fólkinu, sögðu til hans: Meistari, straffa þína lærisveina. Til hverra hann sagði: Eg segi yður það ef þessir þegðu, mundu steinarnir hljóða.

Og sem hann tók meir að nálgast, sá hann á borgina og grét yfir henni og sagði: Því ef þú vissir það (mundir þú á þessum degi hugleiða að) hvað til þíns friðar heyrði. En nú er það dulið fyrir yðrum augum. Því að þeir dagar munu yfir þig koma það þínir óvinir munu um þig og þín börn með þér skjaldborg setja og þér umsát veita og á alla vegu að þér þrengja og þig niður að velli brjóta, og eigi munu þeir í þér láta stein yfir steini vera af því það þú þekktir eigi þinn vitjanartíma.

Og hann gekk inn í musterið og tók út að reka þá sem seldu og keyptu þar inni og sagði til þeirra: Skrifað er að mitt hús sé bæna hús, en þér gjörðuð það að spillvirkja inni. Og hversdaglega kenndi hann í musterinu.* En kennimannahöfðingjar og skriftlærðir og vildarmenn lýðsins sóktu eftir að fyrirkoma honum og gátu eigi fundið hvað þeir skyldu honum gjöra því að allt fólkið var honum áhangandi.

xx. kapítuli[breyta]

Og það skeði á einum þessara daga, þá hann var að kenna fólkinu í musterinu og að predika guðsspjöll, að þá komu til hans prestahöfðingjar og skriftlærðir með öldungunum, töluðu til hans og sögðu: Seg oss, af hverri makt er þú gjörir þetta. Eða hver er sá sem þér gaf þessa makt? Jesús svaraði og sagði til þeirra: Eg vil spyrja yður og að einu orði. Svarið mér: Skírn Jóhannis, var hún af himni eður af mönnum? En þeir hugsuðu með sjálfum sér og sögðu: Því ef vér segjum: Af himni, svo segir hann: Fyrir hví trúðu þér henni eigi? Ef vér segjum af mönnum, þá mun allur lýður lemja oss grjóti því að þeir eru öruggir í því það Jóhannes væri spámaður og svöruðu að þeir vissu eigi hvaðan hún væri. Og Jesús sagði til þeirra: Þá segi eg yður eigi heldur af hverri makt eg gjöri þetta.

En hann tók þá að segja til fólksins þessa eftirlíking: Nokkur mann plantaði víngarð og byggði hann víngarðsmönnum, fór síðan og var í burt um langa tíma. Og er tími var til, sendi hann út þjón til víngarðsmannanna að þeir gæfi honum af ávexti víngarðsins, hvern víngarðsmennirnir húðflettu og létu tómum höndum frá sér fara. Og um það fram sendi hann út enn annan þjón. En þeir strýktu þann og dáruðu og létu eyrindislausan í burt fara. Og enn yfir það fram sendi hann út hinn þriðja, hvern þeir lemstruðu sárum og ráku burt síðan. En þá sagði herrann víngarðsins: Hvað skal eg til gjöra? Eg mun senda son minn elskulegan. Má vera að nær þeir sjá hann, þá feili þeir sér.

En þá víngarðsmennirnir sáu soninn, þenktu þeir með sjálfum sér og sögðu: Þessi er erfinginn. Komið, aflífum hann svo að vor verði arfleifðin. Og þeir hnepptu hann út af víngarðinum og líflétu hann. Hvað mun nú herrann víngarðsins gjöra til við þá? Hann mun koma og tortýna þessum víngarðsmönnum og byggja sinn víngarð öðrum. Þá þeir heyrðu það, sögðu þeir: Burt það. En hann horfði á þá og sagði: Hvað er nú það, hvað þar skrifað er: Þann stein, hvern uppbyggjendur forlögðu, sá er vorðinn að höfði hyrningar. Hver hann fellur á þennan stein, sá mun sundur merjast, en á hvern hann fellur, þann mun hann kremja. Og kennimannahöfðingjar og skriftlærðir leituðu eftir hverninn þeir fengi hendur á hann lagt í það sinn og óttuðust fólkið að því að þeir formerktu að hann hafði sagt til þeirra þessa eftirlíking.

Þeir höfðu og varðhöld á honum og sendu út tálsmenn, hverjir sér áttu að breyta sem væri þeir aldyggvir svo að þeir gætu veitt hann í orðum og afent hann herradæminu og yfirvaldinu landstjórnarans. Og þeir spurðu hann að og sögðu: Meistari, vær vitum að þú segir rétt og kennir og á lítur eigi nokkurs manns yfirlit, heldur kennir þú Guðs götu með sannleika. Hvort hæfir oss að gefa keisaranum skatt eða eigi? En hann merkti þeirra fláttskap og sagði til þeirra: Hvað freisti þér mín? Sýnið mér peninginn. Hvers mynt og innskrift hefur hann? Þeir svöruðu og sögðu: Keisarans. Hann sagði þá til þeirra: Því gefið keisaranum, hvað keisarans er og Guði, hvað Guðs er. Og þeir gátu eigi straffað hans orð fyrir fólkinu, undrandi hans andsvör og þögnuðu.

En nokkrir af saddúkeis gengu til hans, hverjir neittu upprisuna vera, spurðu hann að og sögðu: Moyses skrifaði oss: Ef að einshvers bróðir andaðist, sá er eiginkonu ætti, og væri hann barnlaus dáinn, þá skal hans bróðir taka þá konu og upp vekja svo sínum bróður sæði. Nú voru þar (vii) bræður og hinn elsti fékk sér eiginnar konu og andaðist erfingjalaus. Og sá annar tók þá konu og andaðist líka erfingjalaus. Og hinn þriðji átti hana, líka og einninn allir þeir (vii) létu ekki barn eftir og önduðust. En seinast allra þeirra andaðist og konan. Hvers þeirra eiginkona verður hún nú í upprisunni? Því að allir (vii) hafa þeir haft hana til eignarkonu.

Og Jesús svaraði og sagði til þeirra: Synir þessarar veraldar giftast og láta gifta sig, en þeir sem verðugir verða að öðlast hinn annan heim og upprisuna af dauðanum, þeir munu hvorki giftast né sig gifta láta því að þeir geta eigi oftar dáið því þeir eru englum líkir og Guðs börn á meðan þeir eru upprisunnar börn. En það að hinir framliðnu munu upp rísa, hefir Moyses auðsýnt við skógarrunninn sem þá hann kallaði Drottin Guð Abrahams, Guð Ísaks, Guð Jakobs. En Guð hann er eigi dauðra, heldur lifandra manna Guð því að þeir lifa honum allir. Þá svöruðu nokkrir af hinum skriftlærðu og sögðu: Meistari, þú hefir vel sagt. Og þeir dirfðust eigi framar að spyrja hann nokkurs.

En hann sagði til þeirra: Hverninn segja þeir Krist vera Davíðs son? Og sjálfur Davíð segir í Sálmabókinni: Drottinn sagði til míns drottins: Sit þú til minnar hægri handar þar til eg legg þína óvini til skarar þinna fóta. Fyrst Davíð kallar hann herra, hverninn er hann þá hans sonur?

En öllu fólkinu áheyranda þá sagði hann til sinna lærisveina: Vaktið yður fyrir hinum skriftlærðum, hverjir eð ganga vilja í síðum klæðum og kærar hafa kveðjur á torgum og hin fremstu tignarsæti í samkunduhúsum og æðstan sess í samdrykkjum, hverjir upp svelgja ekknanna hús, forlíkjandi langt bænahald svo þeir öðlist þess þyngri fyrirdæming.

xxi. kapítuli[breyta]

En hann leit upp og sá þá hina ríku, hverjir eð létu sitt offur í ölmusustokkinn. Þá sá hann og nokkra ekkju fátæka sem lét þar inn tvo hálfpeninga. Og hann sagði: Sannlega segi eg yður það þessi fátæka hefir meira lagt þar inn en hinir allir því að þeir hafa allir af sinni yfirverandi eign inn lagt til Guðs offurs, en þessi hefir af sinni fátækt alla sína næring þar inn lagt.

Og er nokkrir gátu af musterinu að það væri fágað með góða steina og háfur, sagði hann: Sá tími mun koma, á hverjum að allt þetta, hvað þér sjáið, mun enginn steinn yfir öðrum látinn að eigi sé niður brotinn. En þeir spurðu hann að og sögðu: Meistari, nær skal þetta verða? Og hvað merki er til þá þetta mun til taka að ske?

En hann sagði: Sjáið til að þér verðið eigi villtir. Því að margir munu koma í mínu nafni og segja að eg sé það, og sá tími tekur að nálgast. Fylgið þeim eigi eftir. En nær þér heyrið af bardögum og missáttum, þá hryggvist eigi því að þessu byrjar áður að ske, en endirinn er þó eigi þá strax. Þá sagði hann til þeirra: Ein þjóð mun hefjast upp í mót annarri og eitt ríki í gegn öðru, og miklir jarðskjálftar munu þar verða í ýmsum stöðum, hungur og drepsóttir og ógnanir, og stórar undranir munu þar ske af himni.

En fyrir allt þetta munu þeir hendur á yður leggja og ofsókn veita og yður framselja í sín þinghús og myrkvastofur, dragandi yður fyrir konunga og landshöfðingja fyrir míns nafns sakir. En þetta hendir yður til vitnisburðar. Því setjið yður í hjörtu það þér hugsið eigi fyrir hverninn þér skuluð forsvara yður því að eg mun gefa yður munn og visku, hverjum að eigi skulu geta í gegn staðið né móti mælt allir yðrir mótstöðumenn. En þér munuð og framseldir verða af foreldrum og bræðrum, frændum og vinum, og nokkra af yður munu þeir lífi svipta. Og þér verðið hvers manns hatur fyrir míns nafns sakir, og ekkert hár af yðru höfði skal þó farast. Eignist svo með yðvarri þolinmæði sálir yðrar.

En nær þér sjáið Jerúsalem umkringda af herflokkum, þá skulu þér vita að nálgast tekur hennar aleyðing. Svo að hverjir þá eru í Júdealandi flýi þeir til fjalla, og þeir þar eru þá mitt inni fari út þaðan, og hverjir á landsbyggðum eru, þeir komi eigi þar inn. Því að það eru hefndardagar svo að uppfyllt verði allt hvað skrifað er. En ve óléttum og brjóstmylkingum á þeim dögum því að mikil harmkvæli munu verða á jörðu og reiði yfir þetta fólk. Og fyrir sverðseggjum munu þeir falla og herleiddir verða bland allar þjóðir, og Jerúsalem mun undir troðast af heiðingjum þar til að uppfyllast tímar heiðinna þjóða.

Og þar munu ske teikn á sólu og tungli og stjörnum og á jörðu kvalning þjóða og örvilnan, sjár og bylgjur munu hljóða og menn munu fyrir hræðslu upp þorna og af eftirbíðingu þeirra hluta, hver eð koma skulu yfir allan heiminn því að kraftar himins munu hrærast. Og þá munu þeir sjá mannsins son komanda í skýinu meður tign og miklu valdi. En nær þetta tekur að ske, þá lítið upp og upphefjið yðar höfuð af því að yðar endurlausn tekur að nálgast.

Og hann sagði þeim þessa eftirlíking: Skoðið fíkjutréið og öll tré. Nær þeirra aldin tekur út að springa, þá merki þér á þeim það sumarið er í nánd. Svo og líka nær þér sjáið þetta ske, þá vitið það að Guðs ríki er nálægt. Sannlega segi eg yður það þessi kynslóð mun eigi fyrirfarast þar til að allt þetta sker. Himinn og jörð forganga, en mín orð forganga eigi. * En varið yður að yðar hjörtu þyngist eigi af ofáti og ofdrykkju og með sorgum þessarar næringar, að eigi komi þessi dagur hastarlega yfir yður því að líka sem tálsnara mun hann koma yfir alla þá sem á jörðu byggja. Kostið því vakrir að vera alla tíma og biðjið svo að þér mættuð verðugir vera að umflý allt þetta hvað eftirkomandi er og að standa svo frammi fyrir mannsins syni.

Og um daga kenndi hann í mustérinu, en um nætur gekk hann út og dvaldist í fjallinu Oliveti. Og allt fólk tók sig snemma upp til hans í mustérið honum að heyra.

xxii. kapítuli[breyta]

En þá tók að nálgast hátíðardagur ins sæta brauðs, hver eð kallaðist páskar. Og kennimannahöfðingjar og skriftlærðir eftirleituðu hverninn þeir gæti Jesúm líflátið því að þeir óttuðust lýðinn. En andskotinn var hlaupinn í Júdas, þann kallaður var Skariot, hver eð var einn af tólf. Og hann fór burt, talaði við kennimannahöfðingjana og höfuðsmennina hverninn hann vildi selja þeim hann. Þeir glöddust við og hétu að gefa honum peninga til. Og hann lofaði þeim því og leitaði lags að hann fengi selt þeim hann án upphlaups.

En er kom dagur ins sæta brauðs, á hverjum sæfast skyldi páskalambið, og hann sendi út Petrum og Jóhannem og sagði: Fari þér, búið til páskalambið svo að vér neytum. En þeir sögðu til hans: Hvar viltu að við reiðum það til? Hann sagði til þeirra: Sjáið, nær þér gangið inn í borgina, mun maður mæta yður berandi vatsskjólu. Fylgið honum eftir í það hús, hvert hann gengur inn og segið húsbóndanum: Meistarinn lét segja þér: Hvar er það herbergi, þar eg megi páskalambið í eta meður mínum lærisveinum? Og hann mun vísa yður stóran sal fágaðan. Búið það þar til. Þeir gengu burt og fundu svo sem hann hafði sagt þeim og reiddu til páskalambið.

Og þá er sú stund kom, setti hann sig niður og þeir tólf postular með honum. Og hann sagði til þeirra: Mig hefir af hjarta næsta eftir langað að eta þetta páskalamb með yður áður en eg líð. Því að eg segi yður að hér eftir mun eg eigi oftar af því neyta þar til að það fullkomnast í Guðs ríki. Hann tók og kalekinn, gjörði þakkir og sagði: Meðtakið hann og skiptið honum á milli yðar. Því að eg segi yður það eg mun eigi drekka af vínviðarávexti þar til að Guðs ríki kemur. Og hann tók brauðið, gjörði þakkir, braut það, gaf þeim og sagði: Þetta er mitt hold, það fyrir yður gefið verður. Gjörið þetta í mína minning. Líka einninn og kaleikinn eftir kveldmáltíðina og sagði: þessi er kaleikur nýs testamens í mínu blóði, hvert fyrir yður út hellist.

En þó sjáið, að hönd þess mig svíkur, er meður mér á borði. Og að sönnu fer mannsins son eftir því sem ályktað er, þó ve þeim manni, fyrir hvern hann verður svikinn. Og þeir tóku að spyrja sjálfir sín á milli hver af þeim væri, sá er þetta mundi gjöra.

En þar hófst upp þræta þeirra á milli hver þeirra mundi sýnast mestur vera. En hann sagði til þeirra: Þeir sem þjóðkonungar eru, þeir drottnast af þeim, og hverjir yfirmaktina hafa, þá kallast náðugir herrar. En þér skuluð eigi svo, heldur sá sem mestur er yðar á milli, veri hann svo sem inn minnsti og hinn æðsti sem annar þénari. Því hvor er meiri sá er til borðsins situr eður sá hann þjónar? Er eigi svo að hann sem við borðið situr? En eg em á millum yðar sem sá er þjónar. En þér eruð þeir, hverjir hjá mér voru í mínum freistingum. Og eg vil tileinka yður ríki svo sem minn faðir hefir mér það tileinkað svo að þér skulu eta og drekka yfir mitt borð í mínu ríki og sitja á stólum dæmandi tólf kynkvisti Íraels.*

En Drottinn sagði: Símon, Símon, sjáðu að andskotinn hefir beiðst yðar að hann mætti sælda yður sem hveiti. En eg bað fyrir þér að þín trúa þrotnaði eigi. Og hvenar þú snýst um aftur, þá styrk þú bræður þína. En hann sagði til hans: Herra, reiðubúinn em eg með þér í fjötur og dauða að ganga. En hann sagði: Petri, eg segi þér að í dag gelur haninn eigi áður þú hefir þrysvar afneitað því að þú þekkir mig.

Og hann sagði til þeirra: Þá eg senda yður út án pungs eður tösku eða skófata, hvort brast yður þá nokkuð? En þeir sögðu: Alls ekkert. Þá sagði hann til þeirra: En nú hver eð pung hefir, sá taki hann líka og einninn töskuna. Og sá er eigi hefir, selji hann kyrtil sinn og kaupi sverð. Því að eg segi yður að það hlýtur á mér að fullkomnast hvað skrifað er, það hann er meður illvirkjum reiknaður. Því hvað af mér skrifað er, hefir nú enda. En þeir sögðu: Herra, sjá, tvö sverð eru hér. Hann sagði þá til þeirra: Það er nóg.

Og hann gekk eftir vana í fjallið Oliveti, og hans lærisveinar fylgdu honum eftir. Og þá hann kom til þess staðar, sagði hann til þeirra: Biðjið að eigi falli þér í freistanir. Og hann veik sér frá þeim mestu steinsnars, féll á kné og tók að biðja og sagði: Faðir, ef þú vilt, þá tak þennan kalek af mér. En þó eigi minn, heldur verði þinn vilji. En honum birtist engill af himni styrkjandi hann. Og þar kom að hann þrýtti við dauðann og tók ákafar að biðja, en hans sveiti varð svo sem blóðsdropar þeir eð féllu á jörðina. Og hann stóð upp af bæninni og kom til sinna lærisveina og fann þá sofandi af hryggð og sagði til þeirra: Hvað sofi þér? Standið upp, biðjið að þér fallið eigi í freistni.

Þá hann var þetta að segja, sjá, það flokkurinn og einn af tólf, sá Júdas hét, gekk fyrir þeim og vildi nálgast Jesúm að hann kyssti hann. En Jesús sagði til hans: Júdas, svíkur þú mannsins son með kossi? En er þeir sem hjá honum voru, sáu hvað verða vildi, sögðu þeir til hans: Herra, skulu vær eigi slá þá með sverði? En einn af þeim sló þjón prestahöfðingjans og hjó af hans hið hægra eyra. Jesús svaraði og sagði: Leyfið þeim að gjöra allt hið frekasta. Og hann snart hans eyra og læknaði hann.

En Jesús sagði til þeirra prestahöfðingja og höfuðsmanna musterisins og öldunganna hverjir eftir honum voru komnir: Svo sem til annars illvirkja gengu þér út með sverðum og stöngum. Þá eg var daglega í musterinu hjá yður, lögðu þér eigi hendur á mig, heldur er þetta nú yðar tími og makt myrkranna. En þeir gripu hann og leiddu inn í prestahöfðingjans hús. En álengdar.

Þeir kveiktu þá upp eld í miðjum forsalnum og settu sig í kringum hann, og Pétur var þar á milli þeirra. Þá sá hann ambátt nokkur sitja við logann, horfði á hann og sagði: Þessi var og með honum. En hann afneitaði honum og sagði: Kona, eigi þekki eg hann. Og litlu einu þar eftir sá hann önnur og sagði: Þú ert og af þeim. En Pétur sagði: Þú maður, eigi em eg. Og er bil var á orðið sem eins tíma, tilstyrkti nokkur annar og sagði: Að sönnu var og þessi með honum því að hann er Galíleari. En Pétur sagði: Maður, eigi veit eg hvað þú segir. Og jafnsnart að honum nú þetta enn talandi, gól haninn og Drottinn snerist við og leit til Péturs. Og Pétur minntist þá orða Drottins hverninn hann hafði sagt: Fyrir en haninn gelur, muntu afneita mig þrisvar. Og Pétur gekk út og grét beisklega.

En þeir menn, sem héldu Jesú, dáruðu hann og dustuðu, byrgðu hann og slógu í hans andlit, spurðu hann að og sögðu: Spáðu hver sá er sem þig sló. Og margt annað háðulegt sögðu þeir við hann.

Og er dagur var, komu saman öldungar lýðsins og prestahöfðingjar og hinir skriftlærðu og leiddu hann upp fyrir sitt ráð og sögðu: Ef þú ert Kristur, seg oss það. Og hann sagði til þeirra: Ef eg segi yður, þá trúið þér mér eigi, en ef eg spyr yður, svarið þér mér eigi og látið mig eigi lausan. Og héðan í frá mun mannsins son sitja til hægri handar Guðs kraftar. En þeir sögðu allir: Ertu þá Guðs sonur? Hann sagði til þeirra: Þér segið það því að eg em hann. En þeir sögðu: Hvað þurfu vér vitnisburðinn lengur? Því að vér sjálfir heyrðum af hans munni.

xxiii. kapítuli[breyta]

Og allur þeirra söfnuður stóð upp og leiddu hann fyrir Pílatus, tóku að áklaga hann og sögðu: Þennan finnu vér umturna fólk vort og fyrirbjóðandi skatt að gefa keisaranum og segir sig vera konunginn Gyðinga? Hann svaraði og sagði: Þú segir það. Pílatus sagði þá til prestahöfðingjanna og til lýðsins: Öngva sök finn eg með þessum manni. En þeir voru þess áfjáðari og sögðu: Hann hefir uppæst fólkið meður því hann hefir kennt hér og hvar á öllu Gyðingalandi, til tekinn í Galílea og allt í þennan stað.

En er Pílatus heyrði Galíleam nefnt, spurði hann að hvort hann væri galeiskur maður. Og er hann fornam að hann var undir Heródes veldi, sendi hann hann þá burt til Heródem, hver eð sjálfur var á þeim dögum til Jerúsalem. En er Heródes sá Jesúm, varð hann næsta glaður því að hann hafði fýst um langa tíma að sjá hann af því að hann hafði og heyrt margt af honum og vænti að hann mundi sjá nokkurt teikn af honum gjörast og að spurði hann á marga vegu, og hann svaraði honum öngu. En kennimannahöfðingjar og skriftlærðir ásökuðu hann harðlega, og Heródes með sínu hirðfólki forsmáði hann og spéaði, færði hann í hvítt fat, sendi aftur til Pílato. Og á þeim degi urðu þeir Pílatus og Heródes vinir aftur því að áður voru þeir óvinir sín á milli.

En Pílatus saman kallaði prestahöfðingja, höfuðsmenn og lýðinn og sagði til þeirra: Þér hafið þennan mann til mín haft svo sem þann er umturnar lýðinn. Og sjáið, eg hefi spurt hann hér fyrir yður, og á þessum manni finn eg öngva sök í því þér áklagið hann. Og ekki heldur Heródes því að eg sendi yður sjálfa til hans. Og sjáið, að ekkert hefir upp á hann borist það dauða sé verðugt. Fyrir því vil eg gefa honum ráðning og láta síðan lausan því að hann hlaut þeim einn eftir venju hátíðardagsins lausan að gefa.

En allur söfnuðurinn kallaði upp til líka og sagði: Tak burt þennan og gef oss lausan Barrabam, hver eð var fyrir nokkurt sundurþykki og mannslag er skeð var í borginni, inn settur í myrkvastofu. Pílatus talaði þá enn aftur til þeirra og vildi Jesúm lausan láta. En þeir kölluðu upp og sögðu: Krossfestu, krossfestu hann. Hann sagði enn í þriðja sinn til þeirra: Hvað illt hefir þessi gjört? Öngva dauðasök finn eg með honum. Fyrir því vil eg hegna honum og láta síðan lausan. En þeir stóðu því þéttara með miklum hljóðum, æskjandi það hann yrði krossfestur. Og þeirra hljóð og höfuðprestanna tók yfir. Og Pílatus dæmdi að ske skyldi þeirra beiðni, en gaf þeim lausan þann er inn var settur fyrir sundurþykkis og mannslags sakir í myrkvastofu, um hvern þeir báðu. En hann framseldi Jesúm í þeirra vild, og þá er þeir leiddu hann út, höndluðu þeir nokkurn Símon af Sýria, hver eð kominn var af byggðinni, og lögðu krossinn upp á hann að hann bæri hann eftir Jesú.

En honum fylgdi eftir mikill fjöldi fólks og kvenna, hverjar grétu hann og aumkuðu. En Jesús snerist til þeirra og sagði: Þér dætur af Jerúsalem, grátið eigi yfir mér, heldur grátið yfir yður sjálfum og yfir sonum yðar. Því sjáið, að þeir dagar munu koma, á hverjum segjast mun: Sælar eru þær óbyrja og þeir kviðir er eigi hafa fætt og þau brjóst hver eigi voru mylkt. Þá munu þær taka að segja fjöllunum: Hrynjið yfir oss, - og hálsunum: Hyljið oss. Því ef þeir gjöra þetta við hið blómgaða tréið, hvað mun þá ske við hið þurra?

En tveir spillvirkjar aðrir leiddust og út, að þeir væri afteknir með honum. Og sem þeir komu í þann stað, hver eð kallaðist %Höfuðskeljarstaður, þá krossfestu þeir hann þar og spillvirkjana með honum, einn til hægri handar og annan til vinstri. En Jesús sagði: Faðir, fyrirgef þeim það því að þeir vita eigi hvað þeir gjöra. Og þeir skiptu hans klæðum og vörpuðu þar um hlutkesti, og fólkið stóð og sá til.

Og höfðingjarnir dáruðu hann með þeim og sögðu: Aðra hefir hann frelsað, frelsi hann nú sjálfan sig ef hann er Kristur hinn útvaldi Guðs. Að honum hæddu og stríðsmennirnir, gengu til hans og báru honum edik og sögðu: Ef þú ert konungur Gyðinga, þá frelsa sjálfan þig. En yfirskriftin var rituð yfir honum með girskum, ebreskum og latínu bókstöfum: Þessi er konungur Gyðinga.

En einn af þeim spillvirkjum, sem hengdir voru, lastaði hann og sagði: Ef þú ert Kristur, frelsa sjálfan þig og oss. Þá svaraði hinn annar, straffaði hann og sagði: Og þú hræðist eigi heldur Guð sem ert þó í samri fordæming. Og að sönnu sker okkur þetta réttlega því að við meðtókum hvað okkrar gjörðir eru verðar, en þessi hefir ekkert vondslegt gjört. Og hann sagði til Jesú: Drottinn, minnstu mín þá þú kemur í ríki þitt. Og Jesús sagði til hans: Sannlega segi eg þér: Í dag skalt þú vera með mér í Paradís.

Og það var nær um hina séttu stund, og myrkrin gjörðust yfir allt landið til níundu stundar, og sólin sortnaði, og tjaldið musterisins rifnaði í miðju sundur. Og Jesús kallaði hárri röddu og sagði: Faðir, í þínar hendur fel eg minn anda. Og er hann hafði þetta sagt, lést hann. En er hundraðshöfðinginn sá hvað þar skeði, dýrkaði hann Guð og sagði: Að vísu hefir þessi réttlátur maður verið. Og allt fólk er þar var saman komið að horfa á þetta og sem það sá hvað þar skeði, barði það sér á brjóst og sneri í burt aftur. En allir hans kunningjar stóðu langt frá og þær konur sem honum höfðu eftir fylgt úr Galílea og horfðu á þetta.

Og sjá, maður, Jósef að nafni, sá er var einn ráðherra, góður mann og réttvís, eigi samþykkti hann þeirra ráði og gjörningum. Og hann var af borginni Armatía úr Júdea, hver eð og stundaði eftir Guðs ríki. Þessi gekk til Pílato og bað um líkama Jesú og tók hann ofan og sveipaði hann í lérefti og lagði hann í úthöggna gröf, í hverja ekki hafði enn nokkur lagður verið. Og það var aðfangadagur og þvottdagurinn tók að hefjast. En þær konur, sem komnar voru af Galílea, fylgdu eftir og skoðuðu gröfina og hverninn hans líkami var lagður og sneru aftur, reiðandi til sín smyrsl og dýrlegt salvi. Og um þvottdaginn voru þær kyrrar eftir lögmálsins boðan.

xxiv. kapítuli[breyta]

En einn þær höfðu tilbúið og enn nokkrar aðrar með þeim. Þær fundu að steininum hafði velt verið af gröfinni og stigu þar inn og fundu ekki líkamann herrans Jesú. Og sem þær voru hugsjúkar um þetta, sjá, þá stóðu tveir menn hjá þeim í leiftrandi klæðum. En þær urðu þá hræddar og féllu á sína ásjánu til jarðar, og þeir sögðu til þeirra: Hvað leiti þér hins lifanda hjá dauðum? Hann er eigi hér, heldur er hann upprisinn. Hugleiðið að því hvað hann talaði fyrir yður þá hann var nú enn í Galílea er hann sagði, það mannsins syni byrjaði að seljast í syndugra hendur og krossfestur verða og á þriðja degi upp að rísa. Og þær minntust á hans orð.

Og þær gengu burt frá gröfinni aftur og kunngjörðu allt þetta þeim ellifu og svo öllum hinum öðrum. En þetta var María Magdalena og Jóhanna og María Jakobi og þær aðrar er með þeim voru sem þetta sögðu postulunum. Og þeirra orð virtist þeim sem væri það sjónhverfingar og trúðu eigi. En Pétur stóð upp og hljóp til grafarinnar og laut þar inn og sá línlökin einsöm liggja, gekk burt og undraði með sjálfum sér hverninn það væri skeð.

Og sjá, að tveir af þeim gengu á þann sama dag til nokkurs kauptúns það er var frá Jerúsalem rúms sextigi skeiða, hvert eð Emmahus var að nafni. Og þeir voru að tala um alla þá hluti sem við höfðu borið. Og það skeði þá þeir ræddust við og spurðust á sín í millum að sjálfur Jesús nálægist þá og gekk jafnframt þeim. En þeirra augu voru svo haldin að þeir þekktu hann eigi og sagði til þeirra: Hvað er það fyrir ræðu sem þið handlið reikandi ykkar á milli og eruð hryggvir út af? Þá svaraði einn er Kleófas var að nafni og sagði til hans: Ertu alleina svo ókenndur til Jerúsalem að þú veist eigi hvað á þessum dögum þar inni gjörst hefir? Til hverra hann sagði: Hvað þá?

En þeir sögðu til hans það af Jesú hinum naðverska, hver eð var spádómsmaður máttugur í verkum og orðum fyrir Guði og öllu fólki, hversu að vorir höfuðprestar og höfðingjar felldu hann í fordæming dauðans og krossfestu hann. En vér vonuðum að hann mundi endurleysa Írael. Og yfir allt þetta er nú hinn þriðji dagur í dag er þetta skeði. Svo hafa og skelft oss nokkrar konur af oss til, þær eð fyrir lýsingina höfðu hjá gröfinni verið og ekki fundið hans líkama, komu og sögðu sig einninn séð hafa engla sjónir, þeir eð sögðu hann lifa. Og nokkrir út af oss gengu til grafarinnar og fundu einslíka sem konurnar höfðu sagt, en hann fundu þeir ekki.

Og hann sagði til þeirra: Ó, þér heimskir og tregir í hjarta að trúa því öllu hvað spámennirnir hafa talað. Hlaut Kristur eigi þetta að líða og inn ganga svo í sína dýrð? og tók til frá Moyse og öllum spámönnum og lagði út fyrir þeim allar ritningar þær af honum voru. Og þeir tóku að nálgast kauptúnið það þeir gengu til, og hann lét þá sem vildi hann lengra ganga. Og þeir neyddu hann og sögðu: Ver hjá oss, herra, því að kvelda tekur og á daginn líður. Hann gekk inn og var hjá þeim.

Það skeði og þá hann sat með þeim til borðs að hann tók brauðið, blessaði það og braut og rétti að þeim. Þá opnuðust þeirra augu svo þeir þekktu hann, og hann hvarf úr þeirra augsýn. Og þeir sögðu sín á milli: Brann ekki vort hjarta í okkur þá hann talaði við okkur á veginum og opnaði fyrir okkur ritningarnar? Og þeir stóðu upp á sömu stundu og sneru aftur til Jerúsalem og fundu þá ellifu saman safnaða og þá sem með þeim voru, hverjir eð sögðu að Drottinn væri sannarlega upprisinn og birst Símoni. Og þeir tjáðu honum hvað gjörst hafði á veginum og hverninn þeir höfðu þekkt hann í því hann braut brauðið.*

Þá þeir voru nú enn að tala um þetta, sté Jesús mitt í milli þeirra og sagði til þeirra: Friður sé yður. En þeir fældust og urðu hræddir og meinuðu að þeir sæi anda nokkurn. Og hann sagði til þeirra: Hvað fælist þér og því koma slíkir þankar í yðar hjörtu? Sjáið mínar hendur og mína fætur að eg em hann sjálfur. Þreifi þér og skoðið því að andi hefir eigi hold og bein svo sem þér sjáið mig hafa. Og þá hann sagði það, sýndi hann þeim hendur og fætur. Og er þeir trúðu enn eigi fyrir fagnaðar sakir og undrandi það, sagði hann til þeirra: Hafi þér nokkuð matlegt? Og þeir lögðu fyrir hann stykki af steiktum fiski og hunangsseim, og hann tók það og át fyrir þeirra augum.

Og hann sagði til þeirra: Þetta eru þau orð, hver eg talaði til yðar þá eg var hjá yður því að það hlaut allt að fullkomnast, hvað af mér er skrifað í Moyses lögmáli og í spámanna bókum og sálmum. Þá opnaði hann þeirra hugskot svo að þeir forstóðu ritningarnar og sagði til þeirra: Svo er það skrifað og svo byrjaði Kristi að líða og upp að rísa á þriðja degi af dauða og predikast láta í sínu nafni iðran og fyrirgefning synda á meðal allra þjóða upphefjandi til Jerúsalem.* En þér eruð vottar þessara hluta. Og sjáið, að eg mun senda yfir yður fyrirheit míns föðurs, en þér skuluð sitja í borginni Jerúsalem þangað til að þér klæðist með krafti af hæðum.

En hann hafði þá út allt til Betaníam og hóf upp sínar hendur og blessaði þá. Og það gjörðist þá hann blessaði yfir þá að hann leið frá þeim og varð uppnuminn til himins. En þeir tilbáðu hann og sneru aftur til Jerúsalem með miklum fagnaði og voru jafnan í musterinu vegsamandi og lofandi Guð.

Endir S. Lúkas guðsspjalla.