Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/S. Matteus guðsspjöll

Úr Wikiheimild

Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Fyrsti kapítuli[breyta]

Þessi er fæðingarbók Jesú Kristi, sonar Davíðs, sonar Abrahams. Abraham gat Ísak, Ísak gat Jakob, Jakob gat Júdam og bræður hans, Júdas gat Farem og Saran af Tamar, Fares gat Esron, Esron gat Ram, Ram gat Amínadab, Amínadab gat Nahasson, Nahasson gat Salma, Salma gat Bóas af Rahab, Bóas gat Óbeð af Rhat, Óbeð gat Jesse, Jesse gat kónginn Davíð. En Davíð kóngur gat Salamon af þeirri sem var húsfrú Úríe, Salamon gat Róbóam, Róbóas gat Abía, Abía gat Assa, Assa gat Jósafat, Jósafat gat Jóram, Jóram gat Ósía, Ósía gat Jótam, Jótam gat Akas, Akas gat Esekía, Esekía gat Manasses, Manasses gat Amon, Amon gat Jósía, Jósía gat Jekonía og bræður hans um babyloneskan herleiðingartíma, og eftir babyloneska herleiðing gat Jekonía Sealtíel, Sealtíel gat Sóróbabel, Sóróbabel gat Abíúd, Abíúd gat Eliakím, Eliakím gat Asór, Asór gat Sódók, Sódók gat Akín, Akín gat Elíúd, Elíúd gat Eleasar, Eleasar gat Matan, Matan gat Jakob, Jakob gat Jósef, mann Maríu, af hverri eð fæddur er Jesús sá er kallast Kristur.*

Allir ættliðir frá Abraham allt að Davíð eru fjórtán liðir og frá Davíð allt til babyloneskrar herleiðingar eru fjórtán liðir, og frá babyloneskri herleiðing allt til Kristum eru fjórtán liðir. En Krists hingaðburður var svo. Nær eð María hans móðir var föstnuð Jósef, og áður en þau skyldu saman koma, fannst hún ólétt af heilögum anda, en Jósef maður hennar var réttvís, vildi því eigi ófrægja hana, en þenkti sér þó leynilega að forláta hana. En sem hann hugsaði þetta: Sjá, þá vitraðist honum engill Drottins í draumi og sagði: Jósef, sonur Davíðs, þú skalt eigi óttast að taka Mariam, þína festarkvon, til þín því að hvað með henni alið er, það er af helgum anda, og hún mun son fæða, og hans nafn skaltu Jesús kalla því að hann mun frelsa sitt fólk af þeirra syndum.* En allt þetta skeði svo að uppfylltist hvað sagt er af Drottni fyrir spámanninn, svo segjanda: Sjáið, að mey mun þunguð verða og son fæða, og hans nafn skal kallast Emanúel, hvað er þýðist: Guð með oss.

En þá Jósef vaknaði af svefni, gjörði hann svo sem engill Drottins hafði honum boðið og tók sína festarkvon til sín og kenndi hennar eigi %þar til hún fæddi son sinn frumgetinn og kallaði hans nafn Jesús.

Annar kapítuli[breyta]

Nær Jesús var fæddur til Betlehem í Gyðingalandi á dögum Heródis kóngs, sjá, þá komu vitringar af Austurríki til Jerúsalem og sögðu: Hvar er sá nýfæddi kóngur Gyðinga, því vér höfum séð hans stjörnu í Austurríki og erum komnir að tilbiðja hann.

En er Heródes kóngur heyrði það, hryggðist hann og öll Jerúsalem með honum og lét saman safna öllum kennimannahöfðingjum og skriftlærðum lýðsins og forheyrði af þeim hvar Kristur skyldi fæðast. En þeir sögðu honum: Til Betlehem í Júdea. Því að svo er skrifað fyrir spámanninn: Og þú Betlehem á Júdalandi ert öngvaneginn hin minnsta á meðal höfðingjum Júda því að af þér mun koma hertogi sá er stjórna skal yfir fólk mitt Írael. Þá kallaði Heródes vitringana leynilega til sín og hugarlátlegana að spurði þá, á hverjum tíma að stjarnan hefði birst þeim og vísaði þeim til Betlehem og sagði: Fari þér og spyrjið innilega að sveininum, og nær þér finnið hann, þá kunngjörið mér aftur svo eg komi einninn að tilbiðja hann.

Sem þeir höfðu nú kónginum heyrt, fóru þeir af stað. Og sjá, að stjarnan, sem þeir séð höfðu í Austurríki, gekk fram fyrir þeim, allt þar til hún kom og stóð þar upp yfir hvar sveinninn var. En er þeir sáu stjörnuna, glöddust þeir af næsta miklum fagnaði og gengu í húsið inn og fundu þar sveininn með Maríu móður sinni, féllu og fram og tilbáðu hann. Og að opnuðum sínum fjársjóðum offruðu þeir honum gjafir, gull, reykilsi og mirru og féngu þá ávísan í svefni að þeir gæfi sig eigi aftur til Heródem og fóru svo annan veg aftur í sitt land.*

En þá þeir voru í burt farnir, sjá, að engill Drottins vitraðist Jósef í draumi og sagði: Statt upp og tak sveininn og móður hans til þín og flý í Egyptaland og vert þar, allt þangað til eg segi þér því að það er eftirkomanda að Heródes mun leita sveinsins að fyrirfara honum. En hann stóð upp og tók sveininn og móður hans til sín um nátt og fór í Egyptaland og var þar allt fram yfir líflát Heródis. Svo það uppfylltist hvað sagt er af Drottni fyrir spámanninn eð segir: Af Egyptalandi kallaði eg son minn.

Þá Heródes sá nú það hann var gabbaður af vitringunum, var hann afar reiður og sendi út og lét drepa öll sveinbörn til Betlehem og í öllum hennar endimörkum, tvævetur og þaðan af minni eftir þeim tíma sem hann hafði út spurt af vitringunum. Þá uppfylltist hvað sagt er fyrir Jeremía spámann sem segir: Á hæðum hefir heyrst kall mikillar kveinunar, óps og ýlfranar, að Rakel æpti sonu sína og vildi eigi huggast láta því að það var með þeim úti.* En þá Heródes var látinn, sjá, að engill Drottins birtist Jósef í draumi á Egyptalandi og sagði: Statt upp og tak sveininn og móður hans til þín og far til Íraelsjarðar því þeir eru í helju sem leituðu að lífi sveinsins. Hann stóð upp og tók sveininn og móður hans til sín og kom til Íraelsjarðar. En þá hann heyrði það Arkilaus ríkti í Júdea í staðinn föður síns Heródis, óttaðist hann þangað að fara, og í draumi fékk hann undirvísan af Guði og fór í álfur Galílealands, kom og byggði í þeirri borg sem hét Naðaret svo það uppfylltist hvað sagt er fyrir spámennina að hann skyldi naðverskur kallast.*

Þriðji kapítuli[breyta]

En á þeim dögum kom Jón baptista og predikaði í eyðimörk Júdealands og sagði: Gjörið iðran því að Guðs ríki tekur að nálgast. Hann er og einninn sá af þeim að sagt er fyrir Esaiam spámann sem segir: Hrópandi rödd í eyðimörku: Reiðið til götu Drottins og gjörið hans stigu rétta.

En Jóhannes hafði klæðnað af úlfbaldshárum og ólarbelti um sínar lendar, hans matur voru engisprettur og skógarhunang. Þá gekk og út til hans lýður Jerúsalemborgar og allt Júdealand og öll umliggjandi héruð Jórdanar og skírðust af honum í Jórdan, játandi sínar syndir.*

En þá hann sá marga faríseis og saddúkeos koma til sinnar skírnar, sagði hann til þeirra: Þér nöðru kyn, hver kenndi yður að flýja fyrir tilkomandi reiði? Af því gjörið verðugan ávöxt iðranarinnar og verið ei þess hugar, það þér segið með sjálfum yður að Abraham höfu vær fyrir föður. Því að eg segi yður að máttugur er Guð upp að vekja Abrahams sonu af steinum þessum. Af því að nú er öxin sett til rótar viðanna, því mun hvert það tré, sem eigi gjörir góðan ávöxt, af sníðast og í eld kastast.

Eg skíri yður í vatni til iðranar, en sá eftir mig kemur, er mér sterkari, hvers skóklæði að eg er eigi verðugur að bera. Hann mun skíra yður með heilögum anda og eldi, hvers vindskupla er í hans hendi, og hann mun hreinsa sinn láfa og hveitinu safna í sína kornhlöðu, en agninnar brenna í eldi óslökkvanlegum.

Í þann tíma kom Jesús af Galílea að Jórdan til Jóhannis, að hann skírðist af honum. En Jóhannes varnaði honum þess og sagði: Mér er þörf að eg skírist af þér, og þú kemur til mín. En Jesús svaraði og sagði: Lát nú svo vera því að svo hæfir oss allt réttlæti upp að fylla. Og þá lét hann það eftir honum. En er Jesús var skírður, sté hann jafnskjótt upp úr vatninu. Og sjá, að himnarnir lukust upp yfir honum, og Jóhannes sá Guðs anda ofan stíga sem dúfu og yfir hann koma, og sjá, að röddin af himni sagði: Þessi er sonur minn elskulegur, að hverjum mér vel þókknast.*

Fjórði kapítuli[breyta]

Þá var Jesús teygður af anda á eyðimörk upp á það hann freistaður yrði af djöflinum. Og þá hann hafði fastað í fjörutíu daga og fjörutíu nátta, hungraði hann. Og freistarinn gekk til hans og sagði: Ef þú ert sonur Guðs, seg að steinar þessir verði að brauðum. Hann svaraði og sagði: Skrifað er að maðurinn lifir eigi af einu saman brauði, heldur af sérhverju orði sem fram gengur af Guðs munni.

Þá tók djöfullinn hann með sér í borgina helgu og setti hann upp á burst musterisins og sagði til hans: Ef þú ert Guðs sonur, fleyg þér hér ofan því að skrifað er að hann mun bjóða sínum englum um þig, að á höndum bæri þeir þig svo að þú steyttir eigi fót þinn við steini. Jesús sagði aftur til hans: Skrifað er að eigi skaltu freista Drottin Guð þinn. Og enn aftur flutti djöfullinn hann með sér upp á ofur hátt fjall og sýndi honum öll ríki veraldar og þeirra dýrð og sagði til hans: Allt þetta man eg gefa þér ef þú fellur fram og tilbiður mig. Þá sagði Jesús til hans: Far burt, þú andskoti. Því að skrifað er: Drottin Guð þinn skaltu tilbiðja og honum einum þjóna.

Þá forlét djöfullinn hann, og sjá, að englar komu til hans og þjónuðu honum.* En er Jesús heyrði það Jóhannes var gripinn, fór hann til Galílealands og forlét borgina Naðaret, kom og byggði í borginni Kapernaum, hver eð liggur við sjávarsíðu í endimörku Sabúlons og Neftalíns svo að það uppfylltist hvað sagt er fyrir Esaiam spámann sem segir: Landið Sabúlon, landið Neftalím við sjávargötu hinumegin Jórdanar og Galílea hinnar heiðnu þjóðar. Lýður sá er sat í myrkrunum, hann sá ljós mikið. Og þeir sem sátu í þeirri byggð og dauðans skugga, þeim er nú ljós upprunnið. Þaðan í frá tók Jesús til að predika og segja: Gjörið iðran því að himnaríki tekur að nálgast.

En er Jesús gekk með sjónum í Galílea, leit hann tvo bræður, Símon sá er kallaðist Petrus og Andream bróður hans, hverjir eð voru að varpa neti í sjóinn því að þeir voru fiskimenn. Og hann sagði til þeirra: Fylgið mér eftir, og mun eg gjöra yður að fiskurum manna. En þeir forlétu jafnsnart netin og fylgdu honum eftir.*

Og er hann gekk fram lengra burt þaðan, sá hann tvo aðra bræður, Jakob son Sebedei og Jóhannem bróður hans, vera á skipi með feður sínum Sebedeo net sín að bæta. Og hann kallaði þá, en þeir forlétu strax skipið og föður sinn og fylgdu honum eftir.

Jesús fór og um allt Galíleam kennandi í þeirra samkunduhúsum og predikaði evangelium ríkisins og læknaði öll sóttarferli og öll krankdæmi með fólkinu. Og hans rykti barst út um allt Sýriam, og þeir færðu honum alla þá sem krenktir voru af margvíslegum sóttarferlum og í ýmislegum píslum höndlaðir og þá er djöful höfðu, tunglamein eða iktsjúkir voru. Og hann læknaði þá alla. Og margt fólk fylgdi honum eftir úr Galílea og úr þeim tíu borgum og af Jerúsalem og Júdea og af þeim héruðum er voru hinumegin Jórdanar.

Fimmti kapítuli[breyta]

En er Jesús sá fólkið, gekk hann upp á fjallið. Og þá hann setti sig niður, gengu hans lærisveinar til hans. Hann lauk sinn munn upp og tók að kenna þeim og sagði: Sælir eru þeir sem andlega eru volaðir því að þeirra er himnaríki. Sælir eru þeir sem harma því að þeir munu huggaðir verða. Sælir eru hógværir því að þeir munu jarðríki erfa. Sælir eru þeir sem hungra og þyrsta eftir réttlætinu því að þeir skulu saddir verða. Sælir eru miskunnsamir því að þeir munu miskunn hljóta. Sælir eru hreinhjartaðir því að þeir munu Guð sjá. Sælir eru þeir sem friðinn gjöra því að þeir munu Guðs synir kallaðir verða. Sælir eru þeir sem fyrir réttlætisins sakir ofsóktir verða því að þeirra er himnaríki. Sælir eru þér nær eð lýðurinn formælir yður og ofsókn veitir og talar í gegn yður alla vonsku, fyrir mínar sakir þá ljúgandi. Fagni þér og verið glaðir því að yðar verðkaup eru mikil á himnum. Því að svo hafa þeir ofsókt spámennina þá er fyrir yður voru.*

Þér eruð salt jarðar. Nú ef saltið deyfist, í hverju verður þá saltað? Þá dugir það til einskis meir nema að það verður út snarað svo það sé fóttroðið af mönnum. Þér eruð ljós veraldar. Sú borg, sem á fjallinu er sett, fær eigi fólgist. Og eigi tendra þeir ljósið og setji það undir mæliask, heldur yfir ljóshaldinn svo að það lýsi öllum þeim sem í húsinu eru. Líka skal yðvart ljós lýsa fyrir mönnum svo að þeir sjái yðar góðverk og dýrki föður yðvarn á himnum.

Þér skuluð eigi meina að eg sé kominn lögmálið eður spámennina upp að leysa. Eg em eigi kominn að leysa, heldur upp að fylla. Því að eg segi yður fyrir sann: Þangað til himinn og jörð forgengur, mun eigi hinn minnsti bókstafur eður titil af lögmálinu forganga og þar til að allt þetta skeður.

Því hver hann uppleysir eitt af þessum minnstu boðorðum og kennir það lýðnum svo, sá mun kallast minnstur í himnaríki, en hver það gjörir og kennir, hann mun mikill kallast í himnaríki.

Því að eg segi yður: Nema svo sé að yðvart réttlæti sé betra en hinna skriftlærðu og faríseis, þá munu þér eigi inn ganga í himnaríki.

Þér hafið heyrt hvað sagt er til inna gömlu: Þú skalt eigi mann vega. En hver eð mann vegur, hann verður dóms sekur, en eg segi yður: Hver eð reiðist bróður sínum, að hann verður dóms sekur. En hver sem til bróður síns segir: %Racha, - hann verður ráðs sekur, en hver eð segir: Þú afglapi, - hann verður sekur helvítis elds. Fyrir því, nær þú opprar þína gáfu á altarið og þér kemur þar til hugar það bróðir þinn hafi nokkuð á móti þér, þá láttu þar þína gáfu fyrir altarinu, og gakk áður að sætta þig við bróður þinn, og kom þá að oppra þína gáfu.*

Vertu snarlega samþykkur þínum mótstöðumanni á meðan þú ert enn á vegi með honum svo að eigi selji þig þinn mótstöðumaður dómaranum og dómarinn selji þig þénaranum og verðir þú í dýplissu kastaður. Að sönnu segi eg þér að þú munt eigi þaðan út fara þar til þú borgar hinn síðasta pening. Þér hafið og heyrt, það sagt er til hinna gömlu: Þú skalt eigi hórdóm drýgja. En eg segi yður að hver hann lítur konu til að girnast hennar, sá hefir þegar drýgt hór með henni í sínu hjarta.

Því ef þitt hægra auga hneykslar þig, þá %kipp því út, og rek það frá þér. Því að skárra er þér að einn þinna lima farist, heldur en allur þinn líkami kastist í helvískan eld. Og ef þín hægra hönd hún hneykslar þig, þá sníð hana af og rek frá þér. Því að skárra er þér að einn þinna lima tortýnist en að allur líkami þinn fari í helvískan eld.

Svo er og enn sagt að hver hann skilur sig við sína eiginkonu, sá skuli gefa henni skilnaðarskrá. En eg segi yður: Hver hann forlætur sína eiginkonu (að undantekinni hórunar sök), sá gjörir það að hún verður hórdómskona. Og hver eð fastnar þá sem frá manni er skilin, sá drýgir hór.

Þér hafið enn framar heyrt hvað sagt er til hinna gömlu að eigi skulir þú rangt sverja, og þú skalt Guði þín særi lúka. En eg segi yður að þér skuluð öldungis ekki sverja, hvorki við himin því að hann er Guðs sæti, eigi heldur við jörð því að hún er skör hans fóta, eigi við Jerúsalem því að hún er borg hins mikla konungs. Þú skalt og eigi sverja við höfuð þitt því að þú formátt eigi að gjöra eitt hár hvítt eður svart. Því sé yðar ræða já, já; nei, nei. En hvað fram yfir það er, þá er af hinu vonda.

Þér hafið og heyrt hvað sagt er: Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. En eg segi yður að þér skuluð eigi brjótast í gegn illu, heldur ef nokkur slær þig á þína hægri kinn, þá bjóð honum hina aðra. Og þeim sem við þig vill lög þreyta og þinn kyrtil af þér hafa, þá lát honum og þinn möttul lausan. Og hver þig neyðir um mílu eina, þá gakk með honum og tvær aðrar. Gef og þeim er þig biður, og vert eigi afundinn þeim er af þér vill lán taka.

Þér hafið heyrt að sagt er: Elska skaltu náunga þinn og óvin þinn að hatri hafa. En eg segi yður: Elski þér óvini yðra, blessið þá er yður bölva, gjörið þeim gott sem yður hata, og biðjið fyrir þeim er yður lasta og ofsókn veita svo að þér séuð synir föðurs yðvars þess á himnum er, hver sína sól lætur upp ganga yfir vonda og yfir góða og rigna lætur yfir réttláta og rangláta. Því ef þér elskið þá sem yður elska, hvert verðkaup hafi þér fyrir það? Gjöra það eigi líka tollheimtumenn? Og þó þér látið kært aðeins við bræður yðra, hvað gjöri þér þeim meira? Gjöra þetta og eigi líka hinir heiðnu? Fyrir því verið algjörðir svo sem yðar himneskur faðir er algjörður.

Sétti kapítuli[breyta]

Gætið að, það eigi gjöri þér yðrar ölmusur fyrir mönnum svo að þér sjáist af þeim, annars hafi þér ekkert verðkaup hjá yðrum föður sem á himnum er. Því nær þú gefur ölmusu, skalt þú eigi lúður þeyta láta fyrir þér svo sem hræsnarar gjöra í ráðhúsum og á strætum svo að þeir heiðrist af mönnum. Sannlega segi eg yður að þeir hafa sín laun út tekin. En nær þú gefur ölmusu, þá lát þína vinstri hönd eigi vita hvað hin hægri gjörir svo að þín ölmusa sé í leyni og faðir þinn sá er í leynum sér, gjaldi þér opinskárt aftur.

Og nær þú biður, skalt þú eigi vera svo sem hræsnarar, hverjum kært er að standa og biðjast fyrir í samkunduhúsum og á gatnahornum svo að þeir sjáist af mönnum. Sannlega segi eg yður að þeir hafa sín laun út tekin. En nær þú biðst fyrir, gakk inn í þinn svefnkofa, og að luktum þínum dyrum bið þú föður þinn sem í leynum er. Og faðir þinn, sá í leyni sér, mun þér það opinskárlega aftur gjalda.

Og nær þér biðjið, skulu þér eigi fjölmálugir vera svo sem heiðingjar gjöra. Því að þeir meina að af sinni fjölmælgi munu þeir heyrðir verða. Fyrir það skulu þér eigi þeim líkjast. Því að faðir yðar veit hvers yður er þörf áður en þér biðjið hann. Af því skulu þér svo biðja:

Faðir vor, sá þú ert á himnum. Helgist nafn þitt, til komi þitt ríki, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð og fyrirlát oss vorar skuldir svo sem vér fyrirlátum vorum skuldunautum. Og inn leið oss eigi í freistni, heldur frelsa þú oss af illu. Því að þitt er ríkið, máttur og dýrð um aldir alda, amen. Því að ef þér fyrirlátið mönnum sínar afgjörðir, þá mun yðar himneskur faðir fyrirláta yður og yðar brot. En ef þér fyrirlátið eigi mönnum sínar misgjörðir, þá mun yðar faðir og eigi fyrirgefa yður yðrar syndir.

Nær þér fastið, skulu þér eigi vera svo sem kámleitir hræsnarar. Því að þeir syrta sína ásjánu svo að skíni fyrir mönnum það þeir fasti. Sannlega segi eg yður að þeir hafa út tekið sín laun. En nær þú fastar, smyr höfuð þitt og þvo þitt andlit svo að eigi skíni fyrir mönnum það þú fastir, heldur fyrir föður þínum sem er í leyni. Og faðir þinn, sá er í leynum sér, hann mun þér það opinskárt aftur gjalda.

Eigi skulu þér fjársjóðum safna á jörðu, hvar þeim má mölur og ryð granda og hvar eð þjófar megu eftir grafa og stela, heldur safnið yður fjársjóðum á himni, hvar eð hvorki má mölur né ryð granda og hvar þjófar fá eigi stolið né eftir grafið. Því að hvar yðar sjóður er, þar er yðvart hjarta.*

Ljós þíns líkama er þitt auga; og ef auga þitt er einfalt, þá er allur líkami þinn skær. En ef auga þitt er skálkur, þá er allur líkami þinn myrkur. Því ef það ljós, sem að er í þér, er myrkur, hve mikil munu þá myrkrin sjálf?

Enginn kann tveimur herrum í senn að þjóna. Annaðhvort hann afrækir þann eina eða elskar hinn annan, elligar hann þýðist þann eina og forlítur hinn annan. Þér getið eigi Guði þjónað og hinum Mammon. Fyrir því segi eg yður: Verið eigi hryggvir fyrir yðru lífi hvað þér skuluð eta eður drekka og eigi fyrir yðrum líkama hverju hann skal klæðast. Er eigi lífið meir en fæðan og líkaminn meir en klæðin? Sjáið fugla himins, þeir eð hvorki sá né upp skera, og eigi safna þeir í kornhlöður, og yðar himneskur faðir hann fæðir þá. Eru þér eigi miklu framar en þeir? Eða hver yðar getur aukið með sinni áhyggju alin eina að lengd sinni?

Og hvar fyrir eru þér hugsjúkir fyrir klæðnaðinum? Hyggið að akursins liljugrösum, hverninn þau vaxa. Þau vinna hvorki né spinna. En eg segi yður það Salómon í allri sinni dýrð var eigi svo skrýddur svo sem eitt af þeim. Því að ef Guð skrýðir svo grasið það í dag er á akri og á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann eigi miklu framar við yður gjöra, ó þér lítiltrúaðir?

Fyrir því skulu þér ekki hryggvir vera og segja: Hvað munu vær eta? Eða: Hvað munu vér drekka? Eða: Hverju munu vér klæðast? Því að eftir þessu öllu sækir heiðin þjóð, og yðar himneskur faðir veit að þér þurfið alls þessa við. Fyrir því leitið fyrst Guðs ríkis og hans réttlætis, og mun yður allt þetta til leggjast. Og fyrir því skulu þér eigi önn ala annars morguns af því að morgundagur mun kvíða fyrir sjálfum sér bera. Hverjum degi nægir sín óværð.

Sjöundi kapítuli[breyta]

Eigi skulu þér dæma svo að þér verðið eigi dæmdir. Því að með hverjum dómi þér dæmið, munu þér dæmdir verða, og með hverri mælingu þér mælið, mun yður endurmælt verða. En hvað sér þú ögn í auga bróður þíns, og að þeim vagli, sem er í sjálfs þíns auga, gáir þú ekki? Eða hverninn dirfist þú að segja bróður þínum: Bróðir, leyf að eg dragi út ögnina af auga þínu? Og sjá, að vagl er þó í sjálfs þíns auga. Þú hræsnari, drag fyrst út vaglinn af þínu auga, og gef þá gætur að, að þú fáir út dregið ögnina af þíns bróðurs auga. Eigi skulu þér gefa hundum hvað heilagt er, og varpið eigi heldur perlum yðar fyrir svín svo að eigi troði þau þær með fótum sér og að snúist þau og yður í sundur slíti.

Biðjið, og mun yður gefast, leitið, og munu þér finna, knýið á, og mun fyrir yður upplokið. Því að hver eð biður, hann öðlast, hver eð leitar, hann finnur, og fyrir þeim, eð á knýr, mun upplokið. Eða hver er þann mann af yður, sá, ef sonurinn biður hann um brauð, að hann bjóði honum stein? Elligar, ef hann biður um fisk, að hann bjóði honum þá höggorm. Því ef þér, sem þó eru vondir, kunnið að gefa góðar gjafir sonum yðar, miklu meir mun yðar faðir, sá á himnum er, gefa þeim gott er hann biðja. Því allt hvað þér viljið mennirnir gjöri yður, það skulu þér og þeim gjöra. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir.

Gangið inn um hið þröngva hlið. Því að það hlið er vítt, og sá vegur er breiður sem leiðir til fortöpunar, og þeir eru margir sem á honum reika. Og það port er þröngt, og sá vegur er mjór sem til lífs leiðir, og þeir eru fáir er hann rata.

Vaktið yður fyrir falsspámönnum sem til yðar koma í klæðum sauðanna, en innra eru þeir glefsandi vargar. Af ávöxtum þeirra megi þér þá kenna. Verða nokkuð vínber saman lesin af þyrnum elligar fíkjur af þistlum? Svo man hvert gott tré gjöra góðan ávöxt, en hvert vont tré vondan ávöxt. Gott tré getur eigi fært vondan ávöxt, og eigi heldur getur vont tré fært góðan ávöxt. Og hvert það tré, sem eigi færir góðan ávöxt, mun afhöggvið verða og í eld kastast. Fyrir því megi þér af þeirra ávöxtum þá kenna.

Þeir munu eigi allir, sem til mín segja: Herra, herra, - innganga í Guðs ríki, heldur þeir sem gjöra vilja míns himneska föðurs. Margir munu til mín segja á þeim degi: Herra, herra, höfum vér eigi spáð í þínu nafni, höfu vær og eigi í þínu nafni djöfla út rekið? Og í þínu nafni gjörðu vær mörg kraftaverk. Og eg mun þá játa þeim að aldri þekkta eg yður. Farið frá mér allir illgjörðarmenn.*

Fyrir því, hver hann heyrir þessi mín orð og gjörir þau, þann mun eg líkja þeim vitrum manni sem byggði upp sitt hús yfir hellustein. Og er hríðviðri gjörði og vatsflóðið kom og vindar blésu og dundu að húsinu, og húsið féll eigi að heldur því að það var grundvallað yfir helluna. Og hver hann heyrir þessi mín orð og gjörir þau eigi, hann er líkur þeim fávísa manni sem upp byggði sitt hús á sandi. Og er þeysidögg gjörði og vatsflóð kom og vindar blésu og dundu að því húsi, og það hrapaði, og þess hrapan varð mikil.

Og það skeði þá Jesús hafði lyktað þessa sína ræðu að fólkinu ægði hans kenning því að hans predikan var voldug og eigi líka sem hinna skriftlærðra og faríseis.

[Áttandi] kapítuli[breyta]

En er Jesús gekk ofan af fjallinu, fylgdi honum margt fólk eftir. Og sjá, að líkþrár maður kom, tilbað hann og sagði: Herra, ef þú vilt, getur þú mig hreinsað. Og Jesús útrétti höndina, snart hann og sagði: Eg vil, vert hreinn. Og jafnsnart varð hans líkþrá hrein. Og Jesús sagði til hans: Sjá til að þú segir það eigi neinum, heldur far þú og sýn þig kennimanninum og oppra þína gáfu, þá er Móses bauð, til vitnisburðar yfir þeim.*

En þá Jesús gekk inn í Kapernaum, kom til hans hundraðshöfðingi nokkur, biðjandi hann og sagði: Herra, þjón minn liggur kveisusjúkur heima og kvelst þunglega. Jesús sagði til hans: Eg vil koma og lækna hann. Höfðinginn svaraði og sagði: Lávarður, eg em eigi verðugur að þú gangir inn undir mitt þak, heldur seg þú eitt orð, og mun minn þjón heilbrigður verða. Því að eg em maður höfðingjaskapnum undirgefinn, hafandi undir mér hernaðarsveina, og nær eg segi þessum: Far, fer hann, og öðrum: Kom þú, og hann kemur, og þræli mínum: Gjör þetta, og hann gjörir það. En þá Jesús heyrði það, undraðist hann og sagði til þeirra er honum eftir fylgdu: Sannlega segi eg yður að slíka trú hefi eg eigi fundið í Írael. En eg segi yður það margir munu koma af austri og af vestri og sitja með Abraham, Ísak og Jakob í himnaríki, en ríkisins synir verða út reknir í yðstu myrkur þar sem vera mun óp og tannagnístran. Og Jesús sagði til höfðingjans: Gakk héðan, verði þér eftir því þú trúðir. Og hans þjón varð heill á þeirri sömu stundu.*

Og þá Jesús kom í hús Péturs, leit hann að móðir konu hans lá haldin í köldu. Hann tók um hönd hennar, og kaldan forlét hana. Hún stóð upp og þjónaði honum.

En er kvelda tók, færðu þeir marga djöfulóða til hans, og hann rak andana út með orðinu og læknaði þá alla er krankir voru svo að uppfylltist hvað sagt er fyrir Esaiam spámann: Hann hefir vor meinlæti upp á sig tekið, og vorar sóttir hefir hann borið.*

En Jesús leit margt fólk kringum sig; bauð hann sínum lærisveinum að þeir færi yfir um hinumegin þess sjávar. Sé, og einn skrif lærður gekk að og sagði til hans: Meistari, eg vil fylgja þér hvert þú fer. Jesús sagði til hans: Refar hafa holur og fuglar loftsins hreiður, en mannsins son hefir eigi hvar hann sitt höfuð að hneigi. En annar af hans lærisveinum sagði til hans: Lávarður, lofa mér fyrst að fara og greftra föður minn. Jesús sagði til hans: Fylg þú mér eftir, og lát þá dauðu greftra sína hina dauðu.

Og er hann sté á skip, fylgdu hans lærisveinar honum eftir. Og sjá, að mikill ókyrrleiki gjörðist í sjónum svo að skipið huldist bylgjum. En hann svaf. Og hans lærisveinar gengu að honum og vöktu hann upp og sögðu: Herra, hjálpa þú oss, vær forgöngum. Hvað hræðist þér, lítiltrúaðir? Hann reis þá upp og hastaði á vindinn og sjóinn, og þá varð logn mikið. En mennirnir undruðust og sögðu: Hvílíkur er þessi? Því að vindur og sjór eru honum hlýðnir.*

Og er Jesús kom yfir um sjóinn í byggðir Gergesenimanna, hlupu tveir djöfulóðir í móti honum, komandi úr leiðum framliðinna, þeir eð mjög voru ólmir svo að enginn mátti um þann veg fara. Og sjá, að þeir kölluðu og sögðu: Hvað höfu vær með þig, þú Jesús Guðs sonur? Komtu hingað að kvelja oss áður tími er til? En þar var langt í burt frá þeim hjörð margra svína í gæslu. Djöflarnir báðu hann og sögðu: Ef þú rekur oss út héðan, þá leyf oss að fara í svínahjörðina. Og hann sagði til þeirra: Fari þér. En þeir fóru út og hlupu í svínin, og sjá, að öll svínahjörðin fleygði sér með ös mikilli í sjóinn, og þau drekktust í vatninu. En hirðarnir flýðu og komu í borgina, kunngjörðu allt þetta og hvað þeim djöfulóðum hafði veist. Og sjá, að allur borgarmúgur gekk út í mót Jesú, og er þeir sáu hann, báðu þeir hann burt fara af sínum landamerkjum.

Níundi kapítuli[breyta]

Og er Jesús sté á skip, fór hann yfir um aftur og kom í sína borg. Og sjá, að þeir færðu til hans iktsjúkan mann, sá er í sæng lá. En sem Jesús leit þeirra trú, sagði hann til hins iktsjúka: Þínar syndir eru þér fyrirgefnar. Og sjá, að nokkrir af skriftlærðum sögðu með sjálfum sér: Þessi guðlastar. Og sem Jesús sá þeirra hugsanir, sagði hann: Hvar fyrir hugsi þér svo vont í yðrum hjörtum? Hvort er auðveldara að segja: Þér eru þínar syndir fyrirgefnar, eða að segja: Statt upp og gakk? En svo að þér vitið það er mannsins son hefir makt á jörðu syndir að fyrirgefa, - þá sagði hann til hins iktsjúka: Statt upp, tak ílegu þína og gakk í þitt hús. Og hann stóð upp og fór í sitt hús. En þá fólkið sá þetta, undraðist það og prísaði Guð, sá er þvílíka makt hafði mönnum gefið.*

Og er Jesús gekk þaðan, sá hann mann sitja í tollbúðinni, Matteum að nafni, og sagði til hans: Fylg þú mér. Og hann stóð upp og fylgdi honum eftir. Og það skeði er hann sat til borðs í húsinu, sjá, að margir tollheimtumenn og bersyndarar komu og settu sig til borðs með Jesú og hans lærisveinum. Og er farísei sáu það, sögðu þeir til hans lærisveina: Því etur yðar meistari með tollheimturum og glæpamönnum? En þá Jesús heyrði það, sagði hann til þeirra: Megendur hafa eigi læknarans þörf, heldur þeir sem vanmegna eru. En fari þér og nemið hvað það er (að miskunn hefi eg þókknan og eigi að offri). Því að eigi kom eg að kalla réttláta, heldur synduga til iðranar.*

Þá gengu Jóhannis lærisveinar til hans og sögðu: Hvar fyrir föstu vér og farísei svo tíðum, en þínir lærisveinar fasta eigi? Jesús sagði til þeirra: Eigi mega brúðgumabörnin þvingan líða svo lengi sem brúðguminn er með þeim En þeir dagar munu koma eð brúðguminn mun frá þeim takast, og þá munu þeir fasta. Enginn setur bót af nýju klæði á gamalt fat því að bótin gliðnar frá fatinu aftur, og verða svo slitin verri. Og eigi láta þeir nýtt vín í forna leðurbelgi, annars sprengjast belgirnir, og vínið spillist, og belgirnir fordjarfast, heldur láta þeir nýtt vín í nýja belgi, og verði svo bæði samt forvarað.

Og sem hann var þetta að tala við þá, sjá, að foringi nokkur gekk að og kraup fyrir honum niður og sagði: Herra, dóttir mín er ný sáluð; því kom og legg þína hönd yfir hana, og mun hún lifna. Jesús stóð upp og fylgdi honum eftir og svo hans lærisveinar. Og sjá, að kona, hver eð í tólf ár hafði blóðfall haft, gekk á bak til við hann og snerti fald hans klæða. Því að hún sagði með sjálfri sér: Ef eg mætta aðeins snerta hans klæðnað, munda eg heil verða. En Jesús snerist við, leit á hana og sagði: Vert glöð dóttir, þín trúa gjörði þig hólpna. Og konan varð heil á þeirri sömu stundu.

Og er Jesús kom í foringjans hús og sá spilmennina og ys fólksins, sagði hann til þeirra: Farið frá. Því að stúlkan er eigi dauð, heldur sefur hún. Og þeir dáruðu hann. En er fólkið var út drifið, gekk hann þar inn og greip um hönd hennar, og stúlkan stóð upp. Og þetta rykti barst út um allt það sama land.*

Og er Jesús gekk burt þaðan, fylgdu honum eftir tveir menn blindir, þeir eð kölluðu og sögðu: Ó, þú sonur Davíðs, miskunna oss. En er hann kom inn í húsið, gengu hinir blindu til hans. Jesús sagði til þeirra: Trúi þér að eg kunni að gjöra yður þetta? Þeir sögðu til hans: Að vísu, lávarður. Þá snart hann þeirra augu og sagði: Verði yður eftir trú ykkari. Og þeirra augu lukust upp. Og Jesús ógnaði þeim og sagði: Sjáið til að það viti eigi nokkur. En er þeir gengu burt þaðan, báru þeir hans rykti út um allt það land.

En þá þessir voru út gengnir, sjá, höfðu þeir til hans þann mann sem dumbi var og djöfulóði. Og að út reknum djöflinum talaði hinn mállausi. Og fólkið undraðist það og sagði: Aldri hefir slíkt séð verið í Írael. En farísei tóku að segja það hann ræki djöful út fyrir djöflahöfðingjann.

Og Jesús gekk um kring í öllum borgum og kauptúnum, kennandi í þeirra og [sic] samkunduhúsum, predikaði evangelium ríkisins og læknaði allar sóttir og öll krankdæmi með fólkinu. Og er hann leit fólkið, sá hann aumur á því, því að þeir voru hungurmorða vorðnir og tvístraðir sem þeir sauðir er öngvan hirði hafa. Hann sagði þá til sinna lærisveina: Að sönnu er kornskeran mikil, en verkmennirnir fáir. Fyrir því biðjið herrann kornskerunnar að hann sendi verkmenn í sína kornskeru.

Tíundi kapítuli[breyta]

Og hann kallaði tólf sína lærisveina til sín og gaf þeim makt yfir óhreina anda að þeir ræki þá út og að þeir læknuðu alls kyns sóttir og öll meinlæti.

En þeirra tólf postulanna nöfn eru þessi: Fyrstur er Símon, sá er kallaðist Pétur, og Andrés bróðir hans, Jakob, son Sebedei, og Jóhannes hans bróðir, Filippus, Bartólómeus, Tómas og Matteus tollheimtari og Jakob Alfeison, %Lebbeus er að viðurnefni hét Taddeus, Símon Kananeus og Júdas Skariot sá er forréð hann.

Þessa tólf út sendi Jesús, bjóðandi þeim og sagði: Farið eigi á götu heiðinnar þjóðar og gangið eigi inn í borgir samverskra manna, heldur gangið til þeirra fortapaðra sauða af húsi Íraels. En farið út, predikið og segið það himnaríki tekur að nálgast. Læknið sjúka, hreinsið líkþráa, uppvekið dauða, út rekið djöfla. Fyrir ekkert hafi þér það fengið, gefið það og út fyrir ekkert. Þér skuluð eigi eignast gull eður silfur né peninga hafa í lindum yðar né tösku til vegar og eigi tvo kyrtla, engin skóklæði, öngvan staf. Því að verður er verkmaðurinn sinnar fæðu.

En í hverja borg eður kauptún þér inn gangið, spyrjið að hver í henni verðugur sé, og þar hjá þeim sama blífið þar til þér farið burtu þaðan.

En nær þér inn gangið í húsið, heilsið því, og ef það sama hús er þess verðugt, mun yðar friður koma yfir það, en ef það er þess eigi verðugt, mun yðar friður til yðar aftur hverfa.

Og hver hann meðtekur yður eigi og eigi heyrir yðvarri ræðu, gangið út af því húsi eða borg og hristið duftið af fötum yðrum. Sannlega segi eg yður að bærilegra mun verða landinu Sódóme og Gómorre á dómsdegi, heldur en þeirri sömu borg.

Sjáið, eg sendi yður svo sem sauði í millum varga. Fyrir því verið forsjálir svo sem höggormar og einfaldir sem dúfur. En varið yður við þeim mönnum; því að þeir munu ofurselja yður fyrir sín ráðhús, og í sínum samkunduhúsum munu þeir yður strýkja. Þér munuð leiddir verða fyrir kónga og landshöfðingja til vitnis yfir þá og fyrir heiðinn lýð.

En nær eð þeir framselja yður, verið eigi hugsjúkir fyrir hverninn eða hvað þér skuluð tala; því að það mun yður á þeirri stundu gefið verða hvað þér eigið að tala. Því að þér eruð eigi þeir sem tala, heldur andi yðvars föðurs sá er talar fyrir yður.

En bróðir mun selja bróður í dauða og faðir soninn. Og niðjarnir munu upp rísa í móti foreldrunum og þeim fjörræði veita. Og þér verðið að hatri hafðir af öllum mönnum fyrir míns nafns sakir. En hver hann er staðfastur allt til enda, sá mun hólpinn verða.*

En nær þeir ofsækja yður í þeirri borg, flýið í aðra. Sannlega segi eg yður að þér munuð eigi fullkomnað geta borgirnar í Írael þar til að mannsins sonur hann kemur. Eigi er lærisveinninn yfir meistaranum og ekki þjóninn yfir sínum herra. Nægist lærisveininum að hann sé svo sem hans meistari og þjóninum sem hans herra. Ef þeir hafa húsföðurinn Beelsebúb kallað, hve miklum mun meir munu þeir þá hans heimamenn svo kalla? Af því óttist þá eigi.

Því að ekkert er svo hulið að eigi verði augljóst og eigi svo leynt að ei vitist. Hvað eg segi yður í myrkri, það talið í ljósi, og hvað þér heyrið í eyra, það predikið á ræfrum.

Hræðist eigi þá sem líkamann aflífa og sálina geta eigi líflátið, heldur hræðist þann framar sem sálu og líkama getur tortýnt til helvítis. Kaupast eigi tveir skógarþrestir fyrir pening? Og eigi fellur einn af þeim á jörð án yðvars föðurs vild. Svo eru einninn öll yðar höfuðhár talin. Fyrir því óttist eigi, þér eruð mörgum skógarþröstum betri.

Fyrir því hver hann meðkennir mig fyrir mönnum, þann mun eg meðkenna fyrir mínum föður sem á himnum er. En hver hann afneitar mig fyrir mönnum, þeim mun eg afneita fyrir mínum föður sem á himnum er.

Þér skuluð eigi meina að eg sé kominn frið að senda á jörðina. Eigi kom eg frið að senda heldur sverð. Því að eg em kominn að ýfa manninn í móti föður sínum og dótturina í gegn móður sinni og sonarkonuna í gegn móður manns síns. Og mannsins óvinir eru hans eigin hjú.

Hver hann elskar föður og móður meir en mig, sá er mín eigi verðugur, og hver hann elskar son eður dóttir yfir mig, sá er mín eigi verðugur. Og hver hann tekur eigi sinn kross á sig og fylgi mér eftir, sá er mín eigi verðugur. Hver eð finnur sitt líf, sá mun týna því, og hver sínu lífi týnir minna vegna, hann mun það finna.

Hver hann meðtekur yður, sá meðtekur mig, og hver mig meðtekur, hann meðtekur þann sem mig sendi. Hver hann meðtekur spámann í spámanns nafni, sá fær spámanns laun, og hver hann meðtekur réttlátan í réttláts nafni, sá fær réttláts laun. Og hver hann gefur einum af þessum vesalingum kaldan vatsbikar að drekka í lærisveins nafni, sannlega segi eg yður að eigi missir hann sín verðlaun.

Ellifti kapítuli[breyta]

Og það skeði er Jesús hafði lyktað þessar boðanir til sinna tólf lærisveina, gekk hann þaðan að kenna og predika í þeirra borgum.

En þá Jóhannes heyrði í fjötrunum verk Krists, sendi hann tvo af sínum lærisveinum og lét segja honum: Ertu sá sem koma mun eða eigu vér annars að bíða? Jesús svaraði og sagði til þeirra: Fari þér og kunngjörið Jóhanni aftur hvað þér sjáið og heyrið: Blindir sjá, haltir ganga, líkþráir hreinsast, daufir heyra, dauðir upprísa, og fátækum verða guðsspjöllin boðuð. Og sæll er sá sem eigi hneykslar sig á mér.

En að þeim burtgengnum hóf Jesús að segja til fólksins af Jóhanni: Hvað fóruð þér á eyðimörk að sjá? Vildu þér sjá reyr vindi skekinn? Eða hvað fóru þér út að sjá? Vildu þér sjá mjúkklæddan? Sjáið, þeir eð mjúkan klæðnað bera, eru í kóngahúsum. Eða hvað fóru þér út að sjá? Vildu þér spámann sjá? Eg segi yður fyrir sann, þann meiri er en nokkur spámann, því að þessi er, af hverjum skrifað er: Sjá, eg sendi minn engil fyrir þínu augliti, sá er þinn veg skal tilreiða fyrir þér.*

Sannlega segi eg yður. Á meðal þeirra, sem af konum eru fæddir, er eigi annar upp um kominn sá meiri sé en Jón baptista. En hann, sem minnstur er í himnaríki, er honum meiri. En í frá dögum Jóhannis baptista allt til þess nú er komið, þolir himnaríki ofurefli, og þeir sem ofureflið gjöra, hrifsa það til sín. Því að allir spámenn og lögmálið spáðu til Jóhannis. Ef þér viljið það meðtaka, þá er hann Elías sá er koma skal. Hver eyru hefir að heyra, hann heyri.*

En hverju skal eg þessari kynslóð forlíkja? Lík er hún þeim börnum sem sátu á torgi, hver eð kölluðu til sinna líka og sögðu: Vær höfum yður í pípur blásið, og þér vilduð eigi dansa, vær þuldum yður vorar raunir, og þér grétuð eigi. Jóhannes er kominn, át eigi og drakk eigi, og þeir segja hann hafi djöful. Mannsins son er kominn, át og drakk, og þeir segja: Sjáið ofátsmanninn og vínsvelgjarann, vininn tollheimtumanna og syndugra. Og spekin hlýtur svo að réttlætast láta af sínum niðjum.

Þá tók hann að formæla borgunum, í hverjum gjörð voru flest hans kraftaverk og höfðu þó eigi betrað sig. Vei þér, Korasin. Vei þér, Betsaida. Því að ef í Týro og Sídon hefði gjörst þau kraftaverk sem í yður hafa gjörst, hefði þeir forðum í sekk og ösku iðran gjört. En þó segi eg yður að Týro og Sídon mun bærilegra vera á dómsdegi heldur en yður. Og þú Kapernaum, sem allt til himins ert upp hafin, munt niður þrykkjast allt til helvítis. Því að ef í Sódóma hefði þau kraftaverk gjörst sem í þér hafa gjörð verin, kann vera að þær hefði staðið allt til þessa dags. En þó segi eg yður það að bærilegra mun vera landi Sódómu á dómadegi en þér.*

Á þeim sama tíma andsvaraði Jesús og sagði: Eg prísa þig faðir, herra himins og jarðar, að þú duldir þetta fyrir spekingum og forvitringum og opinberaðir það smælingjum. Að sönnu, faðir, því að svo var það þekkt fyrir þér. Allir hlutir eru mér ofurgefnir af mínum föður, og enginn kennir soninn nema faðirinn, og enginn kennir föðurinn nema sonurinn, og hverjum eð sonurinn vill það opinbera.

Komið til mín allir þér sem erfiði drýgið og þunga eruð hlaðnir, og eg mun endurnæra yður. Takið á yður mitt ok og lærið af mér því að eg em hógvær og af hjarta lítillátur, og munu þér hvíld finna sálum yðrum. Því að mitt ok er sætt og minn þungi er léttur.*

Tólfti kapítuli[breyta]

Á þeim tíma gekk Jesús um kornsæði á þvottdegi. Og hans lærisveinar voru hungraðir, tóku að tína axin af og að eta. En er farísei sáu það, sögðu þeir til hans: Sjá, þínir lærisveinar gjöra hvað þeim leyfist eigi á þvottdögum að gjöra. En hann sagði til þeirra: Hafi þér eigi lesið hvað Davíð gjörði nær hann og þá, er með honum voru, hungraði, hverninn eð hann gekk inn í Guðs hús og át þau fórnunarbrauð, hver honum leyfðust eigi að eta né heldur þeim sem með honum voru nema einum saman kennimönnum? Eða hafi þér eigi lesið það kennimennirnir á þvottdögum í musterinu brjóta þvottdaginn og eru þó án sakar? En eg segi yður að sá er hér sem musterinu er meiri. En ef þér vissuð hvað það væri (að miskunn hefi eg þókknan og eigi að offri), hefði þér aldrei saklausa fordæmt. Því mannsins son er herra, einninn þvottdagsins.*

Og er hann gekk burt þaðan, kom hann í þeirra samkunduhús. Og sjá, að maður var þar sá er hafði visnaða hönd. Og þeir spurðu hann að og sögðu: Er eigi leyfilegt að lækna á þvottdögum? -svo að þeir gætu áklagað hann. En hann sagði til þeirra: Hver maður er sá af yður sem hefir einn sauð, og ef hann fellur á þvottdögum í gryfju, grípur hann eigi hann og upp dregur? Hve miklu meir er maðurinn sauðnum betri? Fyrir því leyfist á þvottdögum gott að gjöra. Þá sagði hann til mannsins: Rétt út hönd þína. Og hann rétti hana út, og hún varð heil sem hin önnur.*

En farísei gengu út og tóku að hafa ráðagjörðir í móti honum hverninn þeir mættu honum helst fyrirfara. En er Jesús fornam það, veik hann þaðan. Honum fylgdi og margt fólk eftir, og þá alla læknaði hann og bannaði þeim að þeir gjörði hann eigi opinskáran svo það uppfylltist hvað sagt er fyrir Esaiam spámann er segir: Sjáið þjón minn, hvern eg útvalda og minn elskulegan, á hverjum sála mín hefir þókknan. Yfir hann mun eg anda minn setja, og sá skal heiðnum dóminn kunngjöra. Eigi mun hann kífa né kalla, og eigi man nokkur heyra hans kall á strætum. Marinn reyr man hann eigi sundur mylja og reykjandi hör eigi út slökkva þar til hann út drífur dóm til sigranar. Og heiðnir munu á hans nafn vona.*

Þá varð til hans hafður djöfulóða maður sá er blindur var og mállaus. Og þann læknaði hann svo að hinn dumbi og blindi talaði og sá. Allt fólkið óttaðist og sagði: Er þessi eigi sonur Davíðs? En er farísei heyrðu það, sögðu þeir: Eigi rekur þessi djöfla út nema fyrir Beelsebúb djöflahöfðingja.

En Jesús fornam þeirra hugsanir og sagði til þeirra: Hvert ríki í sjálfu sér sundurþykkt man eyðast, og hver borg eður hús, sem misþykk er í sjálfri sér, fær eigi staðið. Og ef andskotinn rekur andskotann út, þá er hann sundurþykkur í móti sjálfum sér. Hverninn fær hans ríki þá staðið? Og ef eg út rek djöfla fyrir Beelsebúb, fyrir hvern verða þeir þá af yðrum sonum útreknir? Af því verða þeir yðrir dómendur. En ef eg út rek djöfla með Guðs anda, þá er þó Guðs ríki til yðar komið.

Eða hverninn fær nokkur inn gengið í öflugs hús og hans borðbúnað í burt gripið nema hann bindi áður hinn öfluga og ræni þá hans hús? Hver hann er eigi með mér, sá er í móti mér, og hver eigi með mér safnar, sá sundur dreifir. Fyrir því segi eg yður: Öll synd og lastanir verða mönnum fyrirgefnar, en löstun í mót andanum fyrirgefst eigi. Og hver hann talar nokkurt orð í móti mannsins syni, honum mun fyrirgefast, en hver eð talar nokkurt orð í móti helgum anda, honum mun hvorki fyrirgefast í þessum heimi né öðrum.

Annaðhvort setjið gott tré, og mun ávöxturinn góður, elligar setjið vont tré, og mun ávöxturinn vondur. Því að af ávextinum þekkist tréið. Þér nöðru kyn, hverninn megi þér gott mæla á meðan þér eruð sjálfir vondir? Því að munnur mælir af gnægð hjartans. Góður maður fram flytur gott af góðum sjóð síns hjarta, en vondur maður af vondum sjóð síns hjarta fram flytur vont. En eg segi yður að af hverju því fáfengu orði, það sem mennirnir tala, munu þeir reikningsskap af gjalda á dómsdegi. Því að af þínum orðum muntu réttlætast, og af þínum orðum muntu fordæmast.*

Þá svöruðu honum nokkrir út af skriftlærðum og faríseis og sögðu: Meistari, vér vildum teikn af þér sjá. Hann svaraði og sagði til þeirra: Þetta vonda og hórunarslekti leitar teikns, og því mun eigi teikn gefast nema teikn Jóna spámanns. Svo sem Jónas var í kviði hvalsins þrjá daga og þrjár nætur, svo mun mannsins son vera í fylgsni jarðar þrjá daga og þrjár nætur. Menn Níníveborgar munu upp rísa á efsta dómi með þessari kynslóð og munu hana fordæma því að þeir gjörðu iðran eftir predikan Jónas, og sjá, hér er meir en Jónas. Drottningin af suðri mun upprísa á efsta dómi með þessari kynslóð og mun hana fordæma því hún kom af endimörkum jarðar að heyra speki Salamonis, og sjá, hér er meir en Salamon.

En nær óhreinn andi fer út af manninum, reikar hann um þurrlendur, leitandi hvíldar og finnur eigi. Þá segir hann: Aftur mun eg snúa í mitt hús, þaðan eg fór út. Og nær hann kemur, finnur hann það tómt, sóplimum hreinsað og fágað. Þá fer hann og tekur sjö aðra anda með sér, þeir eð verri eru en sjálfur hann. Og nær þeir eru inn komnir, byggja þeir þar, og verður þá þess manns hið síðara verra hinu fyrra. Svo mun og ske þessa vondu kynslóð.

Sem hann var enn þetta að tala til fólksins, sjá, að móðir hans og bræður stóðu þar fyrir utan og sóktu að tala við hann. En nokkur sagði til hans: Sjá, að móðir þín og bræður þínir standa úti og vilja þig finna. En hann svaraði og sagði til þess sem til hans talaði: Hver er mín móðir og hverjir eru mínir bræður? Og hann rétti út sína hönd yfir sína lærisveina og sagði: Sjáið, mína móður og mína bræður. Því að hver hann gjörir míns föðurs vilja, þess á himnum er, sá sami er minn bróðir, systir og móðir.

Þrettándi kapítuli[breyta]

Á þeim sama degi gekk Jesús út af húsinu og sat við sjóinn. Og margt fólk safnaðist að honum svo hann sté á skip, setti sig, og allt fólkið stóð í fjörunni. Og hann talaði margt til þeirra í eftirlíkingum og sagði: Sá er sáði, gekk út að sá sínu sæði, og þá hann sáði, féll sumt við veginn, og fuglar komu og átu það. En sumt féll í grýtta jörð hvar það hafði eigi mikla jörð og rann fljótlega upp því að það hafði eigi jarðardýpi. En sem sólin rann upp, skrældist það, og af því að það hafði eigi rót neina visnaði það. En sumt féll á millum þyrna, og þyrnarnir spruttu upp og kæfðu það. En sumt féll í góða jörð og færðu ávöxt, sumt hundraðfaldan, sumt sextugfaldan, sumt þrítugfaldan. Hver eyru hefir að heyra, sá heyri.

Og lærisveinarnir gengu til hans og sögðu: Fyrir hví talar þú til þeirra í eftirlíkingum? Hann svaraði og sagði: Yður er unnt að vita leynda dóma himnaríkis, en þeim er það eigi veitt. Því að hver eð hefur, honum mun gefast svo hann gnóg hafi, en sá er eigi hefur, af honum mun og takast það hann hefir. Fyrir því tala eg til þeirra í eftirlíkingum að með sjáanda augum sjái þeir eigi og heyranda eyrum heyri þeir eigi því að þeir skilja það eigi. Svo að á þeim uppfylltist spádómur Esaia er hann segir: Eyrunum munu þér heyra, og þó munu þér það eigi skilja, og með sjáandi augum munu þér sjá og eigi skynjað geta. Því að þessa fólks hjarta er forharðnað, og þeirra eyru eru þungheyrð og augu þeirra saman lukt svo að þeir eigi með augum sjái og eyrum heyri né með hjartanu skilji til að leiðrétta sig svo að eg lækni þá.

En sæl eru yðar augu það er þau sjá og yðar eyru það er þau heyra. Sannlega segi eg yður það margir spámenn og réttlátir fýstust að sjá hvað þér sjáið og hafa það eigi séð og að heyra hvað þér heyrið og hafa það eigi heyrt. Af því heyrið þessa eftirlíking sæðarans: Þá er nokkur heyrir orðið ríkisins og undirstendur eigi, kemur hinn vondi og hrifsar burt hvað sáð er í hans hjarta. Þetta er það hvað við veginn er sáð. En sá sem í grýtta jörð er sáður, er sá, hver orðið heyrir og fljótlega af fagnaði meðtekur það, en hann hefir eigi rót í sér, heldur er hann fráhverfur. Nær eð hrellingar og ofsóknir hefjast fyrir orðsins sakir, skammfyllist hann jafnskjótt. En hann á millum þyrna er sáður, er hann sem heyrir orðið, og áhyggja þessarar veraldar og fláttskapur fédráttar kefur orðið og verður svo án ávaxtar. En sá í góða jörð er sáður, er hann sem heyrir orðið og undirstendur það og færir ávöxt, sumir hundraðfaldan, sumir sextugfaldan, sumir þrítugfaldan.

Aðra eftirlíking lagði hann þeim fyrir og sagði: Himnaríki er líkt þeim manni, sá er sáði góðu sæði í akur sinn. En þá menn sváfu, kom hans óvin og sáði illgresi með í bland hveitið og fór í burt. En er grasið spratt upp og bar ávöxt, þá auglýstist og illgresið. En þénararnir gengu til húsföðursins og sögðu: Lávarður, sáðir þú eigi góðu sæði í akur þinn? Hvaðan kemur honum þá illgresið? Og hann sagði til þeirra: Það hefir fjandmaður gjört. Þjónarnir sögðu þá: Viltu að vær förum og útlesum það? Hann sagði: Nei, svo að þér upprætið eigi hveitið undir eins. Nær þér útlesið illgresið, látið hvorttveggja vaxa allt til kornskurðar. Og á kornskerutíma skal eg segja til kornskurðarmanna: Lesið fyrst illgresið saman og bindið það í smá byndini til brennslu, en hveitinu saman safnið í mína kornhlöðu.*

Aðra eftirlíking lagði hann enn fram fyrir þá og sagði: Himnaríki er líkt mustarðskorni, það maður tók og sáði í akur sinn, hvað eð minnst er allra sæða. En nær það sprettur upp, er það stærst allra kálgrasa og verður það tré að fuglar loftsins koma og byggja undir þess kvistum.

Enn aðra eftirlíking talaði hann til þeirra: Líkt er himnaríki súrdeigi, það kona tók og faldi í þrimur mælum mjöls þar til að það sýrðist allt til sama.

Þetta allt talaði Jesús í eftirlíkingum til fólksins, og fyrir utan eftirlíkingar talaði hann eigi til þeirra svo að uppfylltist hvað sagt er fyrir spámanninn, þann er segir: Munn minn mun eg upplúka í eftirlíkingum, og leyndan dóm mun eg útmæla af upphafi veraldar.

Þá lét Jesús fólkið frá sér og kom inn í húsið. Og hans lærisveinar gengu til hans og sögðu: Kenn þú oss líkingina illgresisakursins. Jesús svaraði og sagði til þeirra: Hann sem sár góðu sæði er mannsins sonur, en akurinn er heimurinn, góða sæðið eru þeir ríkisins synir, en illgresið eru illskunnar synir. En óvinurinn, sá er sáði því, er djöfullinn. En kornskerutíminn er ending þessarar veraldar, kornskurðarmennirnir eru englarnir. Því líka sem nú verður illgresið útlesið og eldi brennt, svo man og ske í enda þessarar veraldar. Því að mannsins son mun út senda sína engla, og þeir munu saman lesa af hans ríki öll hneyksli og þeim er rangindi gjöra, og þeir munu svo kasta þeim í eldsins ofn. Þar man vera grátur og tannagnístran. En þá munu réttlátir ljóma sem sól í ríki föðurs þeirra. Hver eyru hefir að heyra, hann heyri.

Og enn þá er himnaríki líkt fólgnum fjársjóð á akri, hvern eð maður fann og faldi hann. Og af þeim fagnaði, er hann hafði yfir honum, gekk hann burt og seldi allt hvað hann hafði og keypti þann sama akur.

Og enn aftur er himnaríki líkt þeim kaupmanni er góðrar perlu leitaði. Og þá hann fann eina forkostulega perlu, fór hann til og seldi allt hvað hann hafði og keypti þá sömu. Og enn aftur er himnaríki líkt neti því sem í sjó er kastað og með hverju af öllu fiska kyni dregið verður. En nær það er fullt, draga þeir það að landi, sitja síðan og saman lesa hina góðu í keröld, en vondum snara þeir út. Svo man og ske í enda veraldar að englar munu út fara og hina vondu mitt frá réttlátum skilja, og þeim munu þeir kasta í eldsins ofn, hvar vera man óp og tannagnístran.

Og Jesús sagði til þeirra: Hafi þér allt þetta undirstaðið? Þeir sögðu: Einninn herra. Þá sagði hann: Fyrir því, hver sá skriftlærður sem til himnaríkis menntaður er, hann líkist þeim húsföður sem framber af sínum thesaur %nýtt og gamalt.*

Og það skeði þá Jesús hafði lyktað þessar eftirlíkingar að hann gekk þaðan og kom til sinnar fósturjarðar og kenndi þeim í þeirra samkunduhúsum svo að þeim grúaði og sögðu: Hvaðan kemur þessum slík speki og kraftar? Er þessi eigi timbursmiðsins son? Heitir hans móðir ekki María og bræður hans Jakob og Jósef, Símon og Júda? Og eru hans systur eigi hér hjá oss? Hvaðan kemur þessum allt þetta? Og svo skammfylltust þeir við hann. En Jesús svaraði og sagði til þeirra: Spámaður er eigi án vegsemda nema á sinni fósturjörð og í sínu húsi. Og eigi gjörði hann þar mörg kraftaverk fyrir sakir vantrúar þeirra.

Fjórtándi kapítuli[breyta]

Á þeim tíma heyrði Heródes tetrarkas ryktið af Jesú. Og hann sagði til sinna hirðsveina: Þessi er Jón baptista, hver af dauða er upp aftur risinn, og því gjörast þessi kraftaverk af honum. Því að Heródes hafði fanga látið Jóhannem, bundið og í varðhöld sett fyrir sakir Heródíadis, húsfreyju Filippi bróður hans. Því að Jóhannes hafði til hans sagt: Eigi hæfir þér hana að hafa. Og því vildi hann hafa líflátið hann, en þorði þó eigi fyrir fólkinu því að það hélt hann fyrir spámann.

En að ártíðardegi Heródis dansaði dóttir Heródíadis mitt frammi fyrir honum og það hagaði Heródes ofur vel. Af því lofaði hann með eiði að gefa henni, hvers hún æskti af honum. Og eftir því hún var áður til eggjuð af móður sinni, sagði hún: Gef mér hér á diski höfuð Jóns baptista. Og konungurinn varð hryggur, en þó fyrir eiðsins sakir og þeirra er með honum til borðs sátu, bauð hann að það gefist henni, sendi út og lét afhöfða Jóhannem í myrkvastofu, og var höfuð hans borið á diski og gefið stúlkunni, og hún færði móður sinni. Þá fóru lærisveinar hans og tóku hans líkama og grófu, komu síðan og kunngjörðu það Jesú.

En er Jesús heyrði það, fór hann þaðan á skipi alleina til eyðimerkur. Og þá fólkið heyrði það úr stöðunum, fylgdi það honum eftir á fæti. Og Jesús gekk fram undan og leit þann mikla múg og sá aumur á þeim og læknaði þá af þeim sem krankir voru. En að kveldi gengu hans lærisveinar til hans og sögðu: Þessi staður er í eyði, tíminn tekur að líða. Lát fólkið frá þér að það gangi í kauptúnin og kaupi sér þar fæðu. En Jesús sagði til þeirra: Þeir hafa þess eigi þörf að þeir gangi í burt, gefi þér þeim að eta. Þeir sögðu: Vær höfum ekki hér nema fimm brauð og tvo fiska. Hann sagði: Færið mér þau hingað. Og hann bauð fólkinu niður að setjast á grasið og tók þau fimm brauð og tvo fiska, leit til himins, blessaði og braut þau og gaf sínum lærisveinum brauðin, en lærisveinarnir gáfu þau fólkinu. Og þeir snæddu allir og urðu saddir og tóku upp þær leifar er af gengu, tólf karfir fullar. En þeir eð etið höfðu, voru tals fimm þúsund manna undanteknum konum og börnum.

Og jafnsnart kom Jesús sínum lærisveinum til að þeir gengi á skip og færu fyrir honum yfir um sjáinn þar til hann léti fólkið frá sér. Og er hann hafði fólkið frá sér látið, gekk hann einn saman upp á fjallið að biðjast fyrir. Og um kveldið var hann þar alleina. En skipið var þá mitt á sjánum og hraktist í bylgjunum því að vindurinn var þvert í móti. En um fjórðu eykt nætur kom Jesús til þeirra gangandi á sjánum. En er lærisveinarnir sáu hann á sjánum ganga, hræddust þeir og sögðu að það væri skrímsl og kölluðu upp af hræðslu. En Jesús talaði strax til þeirra og sagði: Verið stöðugir, eg em hann, óttist eigi.

En Pétur svaraði honum og sagði: Ef þú ert það, herra, þá bjóð mér að koma til þín á vatninu. Og hann sagði: Kom. Og Pétur sté af skipinu og gekk á vatninu að hann kæmi til Jesú. En er hann leit megnan vind, óaði honum og tók að sökkva, kallaði og sagði: Herra, hjálpa þú mér. En Jesús rétti jafnsnart höndina út og greip hann og sagði til hans: Þú lítiltrúaður, fyrir hví efaðir þú? Og er þeir voru á skipið komnir, kyrrði vindinn. En þeir sem á skipinu voru, komu og féllu fram fyrir honum og sögðu: Sannlega ertu Guðs sonur. Og þeir fóru yfir um og komu til Genesaretsjarðar. Og er hann þekktu þarsveitarmenn, sendu þeir út um allt það byggðarlag og færðu til hans alla vanfæra menn og báðu hann um að þeir mættu aðeins snerta föll hans fata. Og svo margir sem að hann snertu, urðu allir heilbrigðir.

Fimmtándi kapítuli[breyta]

Þá gengu til hans skriftlærðir og farísei af Jerúsalem og sögðu: Fyrir því ofurtroða þínir lærisveinar öldunganna uppsetninga með því þeir þvo eigi sínar hendur er þeir brauð eta? Hann svaraði og sagði til þeirra: Fyrir hví ofurtroði þér Guðs boðorð fyrir yðvarn uppsetning? Því Guð sagði: Heiðra skalt þú föður þinn og móður, - og: Hver hann bölvar föður eður móður, sá skal dauða deyja. En þér segið að hver skuli segja til föður eða til móður: Það er Guði gefið, hvar með eg skylda þér hjálpa. Af því sker það að nær enginn heiðrar föður sinn né móður og hafið svo ónýt gjört Guðs boðorð fyrir yðvars uppsetnings sakir. Þér hræsnarar, vel hefir Esaias spáð af yður er hann segir: Þessi lýður nálægist mig með sínum munni og heiðrar mig með vörum sínum, en þeirra hjörtu eru langt frá mér. Að öngu dýrka þeir mig á meðan þeir kenna þær kenningar sem ekki eru annað en boðorð manna.

Og hann kallaði fólkið til sín og sagði til þeirra: Heyrið þér og undirstandið það hvað er inn gengur í munninn, það saurgar eigi manninn, heldur hvað er fram af munninum gengur, það saurgar manninn.

Þá gengu hans lærisveinar að honum og sögðu: Veist þú að þá er þeir farísei heyrðu það orð, skammfylltust þeir? En hann svaraði og sagði: Öll plantan, hverja minn himneskur faðir plantar eigi, mun upprætast. Látið þá fara. Þeir eru blindir og blindra leiðtogarar. Því ef blindur leiðir blindan, þá falla þeir báðir í gröfina.

Þá svaraði Pétur og sagði til hans: Þýð oss þessa eftirlíking. Jesús sagði til þeirra: Eru þér enn svo skilningslausir? Skynjið þér eigi að allt hvað í munninn gengur, það hverfur í magann og verður fyrir eðlilega rás útskúfað. En hvað af munninum fram gengur, það kemur út af hjartanu. Því að út af hjartanu koma vondar hugsanir, manndráp, hórdómur, frillulífi, þjófnaður, ljúgvitnan, lastanir. Þetta er það hvað manninn saurgar. En með óþvegnum höndum að eta saurgar eigi manninn.*

Jesús gekk burt þaðan og fór í landsálfur Týro og Sídonis. Og sjá, að kanversk kona gekk út af þeim sömum takmörkum, kallaði og sagði: Ó herra, sonur Davíðs, miskunna þú mér. Mín dóttir kvelst illa af djöflinum. Lát hana fara af því hún kallar eftir oss. En hann svaraði og sagði: Eg em eigi sendur nema til fortapaðra sauða af húsi Írael. En hún kom og féll niður fyrir honum og sagði: Hjálpa þú mér, herra. En hann svaraði henni og sagði: Það er eigi térlegt að taka brauðið, það barnanna er og kasta því fyrir hundana. En hún sagði: Satt er það, herra, en þó eta hundar af molum þeim sem detta af borðum drottna þeirra. Þá svaraði Jesús og sagði til hennar: Þú kona, mikil er trúa þín. Verði þér svo sem þú vilt. Og á þeirri sömu stundu varð hennar dóttir heilbrigð.*

Og er Jesús gekk þaðan, kom hann að sjánum í Galílea, gekk upp á fjallið, setti sig þar, og margt fólk dreif til hans, hafandi með sér halta, blinda, mállausa, vanaða og marga aðra og snörpuðu þeim fram fyrir fætur Jesú. Og hann læknaði þá svo að fólkið undraðist er það sá mállausa mæla og vanaða heila, halta ganga, blinda sjáandi og vegsömuðu Guð Íraels.

Og Jesús kallaði sína lærisveina til sín og sagði: Mig aumkar fólksins. Því að þeir hafa þrjá daga hjá mér verið og hafa ekki til matar. Og fastandi vil eg þá eigi frá mér fara láta svo að eigi verði þeir hungurmorða á veginum. Lærisveinarnir sögðu til hans: Hvaðan töku vær svo mörg brauð hér á eyðimörku að vér seðjum með jafnmargt fólk? Jesús sagði til þeirra: Hversu mörg brauð hafi þér? Þeir sögðu: (vii) og fá fiskakorn. Og hann bauð fólkinu að það settist niður á jörðina og tók þau sjö brauðin og fiskana. Og er hann hafði þakkir gjört, braut hann þau og gaf lærisveinunum. Hans lærisveinar gáfu þau fólkinu, og þeir átu allir og urðu saddir og tóku upp það sem yfir var molanna (vii) karfir fullar. En þeir sem matast höfðu, voru fjórar þúsundir manna fyrir utan konur og börn. Og er hann hafði fólkið frá sér látið, sté hann á skip og kom í endurmerkur Magdalalands.

Sextándi kapítuli[breyta]

Þá gengu farísei og saddúkei til hans freistandi hans og báðu hann að sýna sér teikn af himni. En hann svaraði þeim og sagði: Á kveldin segi þér: Það verður fínt veður því að himinroði er. Og á morgna segi þér: Í dag verður hreggviðri því að himinninn er rauður og dimmur. Þér hræsnarar, himinsins ásján kunni þér að dæma, en að vita teikn þessara tíma kunni þér eigi. Þessi vonda hórdóms kynslóð æskir teikns, og henni skal ekkert teikn gefið verða nema teikn Jóna spámanns. Og hann forlét þá og gekk í burt.

Og er ha Jesús sagði til þeirra: Sjáið til og vaktið yður við súrdeigi þeirra faríseis og saddúkeis. Þá þenktu þeir með sér og sögðu: Það mun vera það vær höfum eigi brauð með oss tekið. En er Jesús fornam það, sagði hann til þeirra: Þér lítiltrúaðir, hvar fyrir hugsi þér um það þó þér hafið eigi brauðin með yður haft? Skiljið þér enn ekki? Minnist þér eigi á þau fimm brauð á meðal fimm þúsunda eða hversu margar karfir að þér tókuð þá upp? Og eigi enn á þau vii brauð á meðal fjögra þúsunda og hversu margar karfir eð þér tókuð þá upp? Hvar fyrir skilji þér eigi að eg sagða yður ekki af brauðinu, en eg segi: Vaktið yður við súrdeigi þeirra faríseis og saddúkeis. Þá undirstóðu þeir að hann hafði eigi sagt þeim það þeir skyldi vara sig við súrdeigi brauðsins, heldur við lærdómi þeirra faríseis og saddúkeis.

Þá kom Jesús í landsálfur borgarinnar Sesaree Filippi og spurði sína lærisveina að og sagði: Hvað segja menn til hver mannsins sonur sé? Þeir sögðu: Sumir segja þú sért Jóhannes baptista, en aðrir þú sért Elías, sumir að þú sért Jeremías eður einn af spámönnum. Jesús sagði til þeirra: Hvern segi þér mig vera? Þá svaraði Símon Petrus og sagði: Þú ert Kristur, sonur Guðs lifanda. En Jesús svaraði og sagði til hans: Sæll ertu, Símon Jónasson. Því að hold og blóð birti þér það eigi, heldur minn himneskur faðir. Eg segi þér og að þú ert Petrus, og yfir þennan hellustein mun eg uppábyggja mína samkund, og hliðin helvítanna skulu eigi magn hafa í gegn henni. Og þér mun eg gefa lykla himnaríkis, og allt hvað þú bindur á jörðu, skal á himnum bundið vera, og allt hvað þú leysir á jörðu, skal á himnum leyst vera.

Þá fyrirbauð hann sínum lærisveinum að þeir segði það öngum að hann væri sá Jesús Kristur. Þaðan í frá tók Jesús til að auglýsa fyrir sínum lærisveinum það honum byrjaði að ganga til Jerúsalem og margt að líða af öldungum, skriftlærðum og kennimannahöfðingjum og líflátinn verða og á þriðja degi upp að rísa. En Pétur tók hann út af, átaldi hann og sagði: Herra, þyrm sjálfum þér að eigi hendi þig þetta. En hann snerist við og sagði til Péturs: Far frá mér, andskoti, þú ert mér hneykslanlegur því að þú skilur eigi hvað Guðs, heldur hvað mannanna er.

Jesús sagði þá til sinna lærisveina: Ef nokkur vill mér eftir fylgja, þá afneiti hann sjálfum sér og taki sinn kross á sig og fylgi mér eftir. Því að hver hann vill sitt líf forvara, sá man því týna, en hver sínu lífi týnir fyrir mínar sakir, sá mun það finna. Því hvað stoðar það manninum þó hann hreppti allan heiminn, en gjörði tjón sinnar sálu? Eður hvað mun maðurinn fá gefið, það hann sálu sína með endurleysi? Því að það man ske að mannsins son mun koma í dýrð síns föðurs með sínum englum, og þá mun hann gjalda hverjum sem einum eftir sínum verkum. Sannlega segi eg yður að nokkrir standa þeir hér sem dauðann munu eigi smakka þar til að þeir sjá mannsins son komanda í sínu ríki.

Seytjándi kapítuli[breyta]

Og sex dögum þar eftir tók Jesús með sér Petrum og Jakobum og Jóhannem bróður hans og hafði þá afsíðis upp á hátt fjall og auglýstist fyrir þeim. Og hans ásján skein sem sól, en hans klæði urðu svo björt sem ljós. Og sjá, að honum birtust þeir Moyses og Elías og töluðu við hann. En Pétur ansaði og sagði til Jesú: Herra, hér er oss gott að vera. Ef þú vilt, þá vilju vær gjöra hér þrjár tjaldbúðir, þér eina, Moyse eina, Elíe eina. Og þá er hann var þetta að tala, sjá, að bjart ský umskyggði þá, og sjá, að röddin úr skýinu sagði: Þessi er sonur minn elskulegur, að hverjum mér vel þókknast. Heyrið honum. Og er lærisveinarnir heyrðu það, féllu þeir fram á sínar ásjánir og urðu mjög hræddir. En Jesús gekk til þeirra, tók á þeim og sagði: Standið upp og verið eigi hræddir. En er þeir litu upp, sáu þeir öngvan nema Jesúm einn saman.

Og er þeir gengu ofan af fjallinu, bauð Jesús þeim og sagði: Þér skulu öngum þessa sjón segja þar til að mannsins son er upp aftur risinn af dauða.* Og hans lærisveinar spurðu hann að og sögðu: Hvar fyrir segja hinir skriftlærðu þá það Elías hljóti áður að koma? Jesús svaraði og sagði til þeirra: Elías á að sönnu áður að koma og alla hluti að lagfæra. En eg segi yður það Elías er nú kominn, og þeir kenndu hann eigi, heldur gjörðu þeir við hann hvað helst þeim líkaði. Svo man og mannsins son verða af þeim að líða. Þá undirstóðu lærisveinarnir það hann hafði sagt af Jóhanni baptista.

Og er þeir komu til fólksins, gekk maður til hans, féll og á knéin fyrir honum og sagði: Herra, miskunna þú syni mínum. Því að hann er tunglsjúkur og er herfilega pyngaður því oft fellur hann á eld og þráttsinnis í vatn. Eg hafða hann og til þinna lærisveina, og þeir gátu hann eigi læknað. En Jesús svaraði og sagði: Ó, þú vantrúuð og rangsnúin kynslóð, hversu lengi skal eg hjá yður vera? Hversu lengi á eg yður að líða? Hafið hann hingað til mín. Og Jesús hastaði á hann, og djöfullinn fór út af honum. Og sveinninn varð heilbrigður á samri stundu.

Þá gengu lærisveinarnir heimulega til Jesú og sögðu: Fyrir því gátu vær eigi rekið hann út? Jesús svaraði og sagði til þeirra: Fyrir yðvarrar vantrúar sakir. Því eg segi yður fyrir sann: Ef þér hefðuð trú svo sem mustarðskorn, mætti þér segja fjalli þessu: Far þú héðan og þangað, og mundi það fara. Og ekkert mundi yður ómáttugt vera. En þetta kyn rekst eigi út nema fyrir bæn og föstu.

En sem þeir sýsluðust um í Galílea, sagði Jesús til þeirra: Eftirkomandi er það mannsins sonur man ofurseldur verða í manna hendur og líflátinn verða, og á þriðja degi mun hann upp rísa. Og við það urðu þeir næsta hryggvir.

Og er þeir komu til Kapernaum, gengu þeir að Pétri sem skattgjaldið upp báru og sögðu: Yðar meistari, geldur hann eigi skattpeninginn? Hann sagði: Já. Og er hann gekk inn í húsið, kom Jesús fram að honum og sagði: Hvað líst þér Símon, af hvorum taka jarðlegir konungar toll eður skattpening? Af sínum sonum eður af annarlegum? Pétur sagði: Af annarlegum. Jesús sagði til hans: Þá eru synirnir frí. En svo að vér séum þeim eigi að hneykslan, þá far til sjávar og varpa út önglinum og þann fisk, sem fyrstur kemur upp, tak þú. Og er þú opnar hans gin, muntu finna eina %stateram. Þá sömu tak og gef honum fyrir mig og þig.

Átjándi kapítuli[breyta]

Í þann sama tíma gengu lærisveinarnir til Jesú og sögðu: Hver er mestur í himnaríki? Jesús kallaði barn til sín og setti það mitt á millum þeirra og sagði: Sannlega segi eg yður: Nema þér snúist og verðið svo sem smábörn, munu þér eigi inn ganga í himnaríki. Hver sjálfur sig lækkar svo sem ungberni þetta, sá er mestur í himnaríki. Og hver sem meðtekur eitt þvílíkt ungmenni í mínu nafni, sá meðtekur mig. En hver hann hneykslar einn af þeim vesalingum sem á mig trúa, þarfara væri honum að mylnusteinn hengdist á háls honum og væri í sjávardjúp sökktur.

Ve sé heiminum fyrir hneykslanir. Þar hljóta hneykslanir að koma, en þó ve sé þeim manni, fyrir hvern eð hneykslunin kemur. En ef þín hönd eður þinn fótur hneykslar þig, sníð hann af og snara honum frá þér. Betra er þér inn að ganga til lífsins, haltur og handarvani en það þú hafir tvær hendur og tvo fætur og verðir í eilífan eld kastaður. Og ef að auga þitt hneykslar þig, þá slít það út og snara því frá þér. Betra er þér eineygðum inn að ganga til lífsins en það þú hafir tvö augu og verðir í helvískan eld kastaður. Sjáið til að þér forsmáið ekki einn af þessum vesalingum. Því að eg segi yður að þeirra englar á himnum sjá jafnan míns föðurs auglit á himnum.* Því að mannsins son kom að frelsa, hvað fortapað er. Hvað virðist yður að ef einn hver hefði hundrað sauða og villist einn af þeim, skilst hann eigi við þá níu og níutigi á fjöllum uppi og fer að leita hans sem villtist? Og ef svo sker að hann finnur þann, sannlega segi eg yður að hann fagnar meir yfir þeim en yfir hinum níu og níutigum sem eigi villtust. Svo er eigi vilji fyrir föður yðrum sem á himnum er að einn af þessum vesalingum farist.

En ef bróðir þinn brýtur við þig, far þú og straffa hann milli þín og hans eins samans. Ef hann heyrir þig, þá hefur þú þinn bróður unnið. En ef hann heyrir þig eigi, þá tak enn einn eður tvo til þín svo að í munni tveggja eður þriggja vitna standi öll orð. Nú ef hann heyrir eigi þeim, þá seg það samkundunni, en ef hann heyrir eigi samkundunni, þá halt hann sem annan heiðingja og tollheimtumann. Sannlega segi eg yður: Hvað helst þér bindið á jörðu, skal og á himnum bundið vera, og hvað helst þér leysið á jörðu, skal leyst vera á himni. Og enn segi eg yður það, hvað ef tveir af yður samtaka á jörðu um hvern hlut sem það er, eð þeir vilja biðja, skal þeim veitt vera af mínum föður sem á himnum er. Því að hvar tveir eður þrír samansafnaðir eru í mínu nafni, þar em eg mitt í millum þeirra.

Þá gekk Pétur til hans og sagði: Herra, hversu oft hlýt eg mínum bróður, þeim sem við mig brýtur, að fyrirgefa? Er það nóg sjö sinnum? Jesús sagði til hans: Eg segi þér: Eigi sjö sinnum, heldur sjötigi sinnum sjö sinnum.* Fyrir því er himnaríki líkt þeim konungi sem reikna vildi við þjóna sína. Og er hann tók til að reikna, kom einn fyrir hann, sá er honum var skyldugur tíu þúsund punda. En þá hann hafði eigi til hvað hann skyldi gjalda, bauð herrann að selja hann og hans húsfreyju, svo og börnin og allt hvað hann átti og borga með. En sá þjón féll fram, tilbað hann og sagði: Herra, haf þolinmæði við mig, allt skal eg þér gjalda. En herrann sá aumur þess þjóns og lét hann lausan og gaf honum upp skuldina.

Þá gekk sá sami þjón út og fann einn af sínum samlagsþjónum. Sá var honum hundrað peninga skyldugur. Þann greip hann og tók fyrir kverkar honum og sagði: Gjalt hvað þú ert mér skuldugur. Þá féll hans samlagsþjón fram, bað hann og sagði: Haf þolinmæði við mig, það allt skal eg þér gjalda. En hann vildi eigi, heldur fór hann til og lét hann í dýplissu þar til hann hefði borgað sína skuld. En er hans samþjónar sáu hvað skeði, urðu þeir mjög hryggvir við, komu og undirvísuðu sínum herra allt hvað gjörst hafði. Þá kallaði hans herra á hann og sagði til hans: Þú hinn strafflegi þjón, alla þessa skuld gaf eg þér til með því þú baðst mig. Byrjaði þér eigi miskunnsamur að vera við þinn samlagsþjón líka sem eg var þér miskunnsamur? Og hans herra varð reiður og ofurseldi hann kvölurunum þangað til að hann hefði borgað allt hvað hann var honum skuldugur. Svo mun minn himneskur faðir gjöra yður ef þér fyrirgefið eigi af yðrum hjörtum hver einn sínum bróður misgjörðir sínar.*

Nítjándi kapítuli[breyta]

Og það skeði sem Jesús hafði lyktað þessa ræðu að hann fór af Galílea og kom í endimerkur Gyðingalands öðrumegin Jórdanar. Og margt fólk fylgdi honum eftir, og þar læknaði hann

Þá gengu farísei til hans, freistuðu hans og sögðu: Leyfist nokkuð manninum að forláta sína eiginkonu fyrir hverja sem eina sök? En hann svaraði og sagði til þeirra: Hafi þér eigi lesið að sá er í upphafi skapaði manninn, hann gjörði það að vera skyldi maður og kona og sagði: Fyrir því mun maðurinn forláta föður og móður og viðtengjast eiginkonu sinni, og þau tvö munu eitt hold vera. Svo eru þau nú eigi tvö, heldur eitt hold. Því hvað Guð hefir saman tengt, það skal maðurinn eigi í sundur skilja.

Þá sögðu þeir: Fyrir hví bauð Moyses þá að gefast skyldi skilnaðarskrá og hana að forláta? Hann sagði til þeirra: Moyses hefir fyrir harðúð yðvars hjarta leyft yður að forláta húsfreyjur yðrar, en af upphafi var það eigi svo. En eg segi yður það hver sína eiginkonu forlætur (nema það sé fyrir hórunarsök) og giftist annarri, sá drýgir hór, og hver sem fráskilinni giftist, sá drýgir og hór.

Þá sögðu lærisveinarnir til hans: Ef svo er háttað mannsins málefnum við eignarkonuna, þá er eigi gagn í að giftast. En hann sagði til þeirra: Þetta orð fá eigi allir höndlað, heldur þeir, hverjum það er gefið. Því að þar eru þeir geldingar sem svo verða af móðurkviði fæddir, og þeir geldingar eru, hverjir af mönnum eru geldir, og þar eru líka þeir geldingar sem sjálfa sig hafa gelt fyrir himnaríkis sakir. Sá gripið getur, hann grípi það.

Þá voru smábörn til hans höfð svo að hann legði hendur yfir þau og hann bæðist fyrir, en lærisveinarnir ávítuðu þá. Jesús sagði til þeirra: Látið börnin kyrr, fyrirbjóðið þeim eigi til mín að koma því að slíkra er sjá, að einn gekk að honum og sagði til hans: Góði meistari, hvað skal eg þess gott gjöra að eg hafi eilíft líf? Hverjum hann svaraði: Hvað kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema einn sannarlegur Guð. En ef þú vilt til lífsins inn ganga, svo varðveit þú boðorðin. Hann sagði þá til hans: Hver helst? En Jesús sagði: Eigi skalt þú mann vega, eigi skalt þú hórdóm drýgja, eigi skalt þú annan stela, eigi skalt þú ljúgvitni mæla, heiðra skalt þú föður þinn og móður, og elska skalt þú náunga þinn svo sem sjálfan þig. Þá sagði ungi maðurinn til hans: Þetta allt hefi eg varðveitt í frá barnæsku minni. Hvað brestur mig þá? Jesús sagði til hans: Ef þú vilt algjörður vera, far burt og sel allt hvað þú hefir og gef fátækum, og munt þú þá sjóð hafa á himni. Kom þá og fylg mér svo eftir. Og er hinn ungi maður heyrði það orð, gekk hann hryggur í burt því að hann hafði miklar eigur.

En Jesús sagði til sinna lærisveina: Sannlega segi eg yður að torvelt er ríkum inn að ganga í himnaríki. Og enn segi eg yður það auðveldara er úlfbaldanum að smjúga í gegnum nálarauga en ríkum inn að ganga í Guðs ríki. Og er lærisveinarnir heyrðu það, urðu þeir mjög óttaslegnir og sögðu: Hver fær þá hjálpast? En Jesús leit við þeim og sagði til þeirra: Hjá mönnum er það ómögulegt, en hjá Guði er allt mögulegt.

Þá svaraði Pétur og sagði til hans: Sjáðu, að vér forlétum allt og fylgjunt þér eftir. Hvað sker oss þar fyrir? En Jesús sagði til þeirra: Sannlega segi eg yður að þér, hverjir mér hafið eftir fylgt í endurfæðingunni, þá er mannsins son situr á stóli sinnar tignar, munu þér og sitja á tólf stólum, dæmandi tólf kynkvíslir Íraels. Og hver hann forlætur hús eður bræður, systur, föður eða móður eður eiginkonu eða börn eða akra fyrir míns nafns sakir, sá mun hundraðfalt í staðinn taka og erfa eilíft líf. En margir þeir sem eru fyrstir, verða síðastir og þeir sem síðastir eru, verða hinir fyrstu.*

xx. kapítuli[breyta]

Himnaríki er líkt þeim húsföður sem út gekk snemma morguns verkmenn að leiga í víngarð sinn. En að gjörðum samningi við verkmennina af daglegu peningsgjaldi sendi hann þá í sinn víngarð. Og nær þriðju stund gekk hann út og leit aðra iðjulausa standa á torginu og sagði til þeirra: Fari þér í minn víngarð, og hvað réttvíst er, mun eg gefa yður. Þeir gengu og þangað. Og enn gekk hann út aftur um séttu og níundu stund og gjörði svo líka. En um elliftu stund gekk hann út og fann enn aðra standa iðjulausa og sagði til þeirra: Hvar fyrir standi þér hér allan dag iðjulausir? Þeir sögðu til hans: Því að enginn hefir leigt oss. Hann sagði til þeirra: Fari þér og í minn víngarð, og hvað réttvíst er, skulu þér fá.

En þá kveld var komið, sagði herrann víngarðsins til síns ráðamanns: Kallaðu verkmennina og gjalt þeim verðkaupið. Og hann tók til í frá enum seinasta og allt til hins fyrsta. Þá komu þeir sem um elliftu stund leigðir voru, og hver þeirra meðtók sinn pening. En er hinir fyrstu komu, meintu þeir það þeir mundu fá meira, og hver þeirra meðtók sinn pening. Og þá er þeir höfðu hann meðtekið, mögluðu þeir í móti húsföðurnum og sögðu: Þessir seinustu hafa eina stund erfiðað, og þú gjörðir þá oss jafna, vér sem borið höfum þunga og hita dagsins.

En hann svaraði og sagði til eins þeirra: Vinur, eigi gjöri eg þér órétt. Ertu ekki ásáttur vorðinn við mig um peninginn? Tak hvað þitt er og far burt. En þessum seinasta vil eg gefa svo sem þér. Eða lofast mér ekki að gjöra af mínu hvað eg vil? Eða ertu um það rangeygður þó að eg sé góðgjarn? Svo verða nú síðastir hinir fyrstu og fyrstir hinir síðustu. Því að margir eru kallaðir, en fáir útvaldir.

Og hann ferðaðist upp til Jerúsalem og tók þá tólf lærisveina heimuglega til sín á veginum og sagði til þeirra: Sjáið, vér reisum nú upp til Jerúsalem. Og mannsins son mun ofurseljast kennimannahöfðingjum og skriftlærðum. Og þeir munu hann fordæma til dauða og ofurselja hann heiðingjum til spottunar og húðstrokunar og til krossfestunar. Og á þriðja degi mun hann upp aftur rísa.*

Þá gekk móðir sona Sebedei til hans meður syni sína, fallandi fyrir hann fram og bað nokkurs af honum. Og hann sagði til hennar: Hvað vilt þú? Hún sagði til hans: Lát þessa mína tvo sonu sitja í ríki þínu, þann eina til þinnar hægri handar og annan til þinnar vinstri handar. En Jesús svaraði og sagði: Þér vitið eigi hvað þér biðjið. Geti þér þann kalek drukkið, hvern að eg mun drekka, og þeirri skírn skírast látið, hverri eg mun skírast? Þeir sögðu til hans: Það getu við. Og hann sagði til þeirra: Minn kalek munu þér að sönnu drekka og þeirri skírn, hverri eg skírunst, munu þér skírast. En það að sitja til minnar hægri og vinstri handar er eigi mín að gefa yður, heldur þeim, hverjum það er fyrir búið af mínum föður.

Og er þeir tíu heyrðu það, þykktust þeir þeim tveimur bræðrum. En Jesús kallaði þá til sín og sagði: Þér vitið að veraldarmanna höfðingjar drottna yfir þeim, og þeir eð voldugir eru, hafa yfirvöld. Svo skal eigi vera yðar á milli, heldur hver hann vill yðar á milli voldugur vera, sé sá yðar þénari. Og hver yðar sem fremstur vill vera, veri sá yðar þjón, svo sem mannsins son kom eigi að hann léti sér þjóna, heldur upp á það hann þjónaði og gæfi sitt líf út til endurlausnar fyrir marga.

Og þá er þeir gengu út af Jeríkó, fylgdi honum margt fólk eftir. Og sjáið, að tveir blindir sátu við veginn. Og þá þeir heyrðu það að Jesús gekk þar fram hjá, kölluðu þeir og sögðu: Ó, herra, sonur Davíðs, miskunna þú oss. En fólkið hastaði á þá að þeir þegði, en þeir kölluðu því meir og sögðu: Ó, herra, sonur Davíðs, miskunna þú oss. Og Jesús staðnæmdist, kallaði á þá og sagði: Hvað vilji þið að eg skuli gjöra yður? Þeir sögðu til hans: Herra, það að okkar augu upplúkist. En Jesús sá aumur á þeim, snart augu þeirra, og þeir sáu jafnskjótt og fylgdu honum eftir.

xxi. kapítuli[breyta]

Og er þeir tóku að nálgast Jerúsalem og komu til Betfage við fjallið Oliveti, sendi Jesús út tvo sína lærisveina og sagði til þeirra: Fari þér í það kauptún sem fyrir yður er, og strax þá munu þér finna ösnu bundna og fola hjá henni. Leysið hana og leiðið til mín. Og ef einnhver segir nokkuð til yðar, þá segið það herrann hafi þeirra þörf, og jafnsnart mun hann láta þau laus. En það skeði svo að uppfylltist hvað sagt er fyrir spámanninn er segir: Segið dótturinni Síon: Sjá, þinn konungur kemur til þín hógvær, sitjandi á ösnu og á fola klyfbærilegrar ösnu. En lærisveinarnir gengu burt og gjörðu svo sem Jesús hafði boðið þeim og leiddu með sér ösnuna og folann og lögðu yfir þau sín klæði og settu hann þar upp á. En margt fólk breiddu sín klæði á veginn og aðrir hjuggu kvistu af trjánum og dreifðu þeim á veginn. En það fólkið, sem fyrir gekk og eftir fylgdi, kallaði og sagði: Hósíanna syni Davíðs. Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins. %Hósíanna í hæstum hæðum.

Og er hann fór inn í Jerúsalem, var öll borgin á riðuskjálfi og sagði: Hver er þessi? En fólkið sagði: Þetta er Jesús, spámaðurinn af Nasaret úr Galílea. Og Jesús gekk inn í Guðs mustéri og rak út alla seljendur og kaupendur í mustérinu, og borðum verslunarmanna og stólum þeirra, er dúfur seldu, hratt hann um og sagði til þeirra: Skrifað er: Mitt hús skal bænahús kallast, en þér hafið gjört það að spillvirkjainni. Og til hans gengu blindir og haltir í musterið, og hann læknaði þá.

En er kennimannahöfðingjar og skriftlærðir sáu þær undranir sem hann gjörði og það börnin kölluðu í mustérinu og sögðu: Hósíanna þeim syni Davíðs, reiddust þeir og sögðu til hans: Heyrir þú hvað þessir segja? Jesús sagði til þeirra: Já, viti menn, hafi þér aldri lesið það, af munni ungbarna og brjóstmylkinga hafðir þú lofið tilreitt? Og hann forlét þá og gekk út af borginni til Betania og bleif þar.* En að morgni er hann gekk aftur til borgarinnar, hungraði hann. Og sem hann sá eitt fíkjutré við veginn, gekk hann þangað að og fann ekkert á því nema einasta blöðin og sagði til þess: Héðan í frá vaxi aldregi ávöxtur af þér að eilífu. Og það fíkjutré visnaði upp jafnsnart. Og er lærisveinarnir sáu það, undruðust þeir og sögðu: Hverninn er fíkjutréið svo snart upp þornað? En Jesús svaraði og sagði til þeirra: Sannlega segi eg yður: Ef þér hafið trúna og efið eigi, munu þér eigi einasta gjöra þetta við fíkjutréið, heldur og ef þér segðuð þessu fjalli: Tak þig upp og fleyg þér í sjóinn, þá mundi það ske. Og allt hvað þér biðjið í bæninni, ef þér trúið því, þá munu þér það öðlast.

Og sem hann kom í musterið, gengu til hans (sem hann var að kenna) prestahöfðingjar og öldungar lýðsins og sögðu: Út af hvaða makt gjörir þú þetta? Og hver gaf þér þessa makt? En Jesús svaraði og sagði til þeirra: Eg man spyrja yður og að einu orði. Ef þér segið mér það, mun eg og segja yður út af hvað makt eg gjöri þetta. Skírn Jóhannis, hvaðan var hún? Hvort af himni eður af mönnum? En þeir hugsuðu með sér: Ef vér segjum af himni, segir hann til vor: Fyrir því trúðu þér honum eigi? En ef vér segjum af mönnum, þá megu vær óttast fólkið því að allir héldu Jóhannem fyrir spámann. Og þeir svöruðu Jesú og sögðu: Vér vitum eigi. Hann sagði þá til þeirra: Svo segi eg yður eigi heldur út af hvað makt eg gjöri þetta.

En hvað líst yður? Maður nokkur hafði tvo sonu og gekk til ens fyrsta og sagði: Sonur, far þú í dag að verka í víngarði mínum. En hann svaraði og sagði: Eigi vil eg. Eftir á iðraði hann þessa og gekk burt. En hann gekk og til hins annars og sagði slíkt hið sama. En hann svaraði og sagði: Fara skal eg, - og fór ekki. Hvor af þeim tveimur gjörði föðursins vilja? Þeir sögðu til hans: Hinn fyrsti. Jesús sagði til þeirra: Sannlega segi eg yður að tollheimtarar og pútur munu fyrri komast í Guðs ríki en þér. Því að Jóhannes kom til yðar og lærði yður réttlætisgötu, og eigi trúðu þér honum, en tollheimtumenn og pútur trúðu honum. En þó að þér lituð þetta, gjörðu þér öngva yfirbót svo að eftir á hefði þér honum trúað.

Heyrið enn aðra eftirlíking: Húsfaðir nokkur var þar, sá er plantaði víngarð og girti í kringum hann og gróf í honum vínþrúgu og upp byggði turn og leigði hann víngarðsmönnum og ferðaðist síðan langt burt. En þá er frjóvgunartími tók að nálgast, sendi hann sína þjóna til víngarðsmannanna að þeir meðtækju hans ávöxtu. Þá tóku víngarðsmennirnir hans þjóna, þann eina strýktu þeir, annan aflífuðu þeir, hinn þriðja grýttu þeir. Og í annað sinn sendi hann aðra þjóna út sem meiri voru hinum fyrstum, og þeim gjörðu þeir slíkt hið sama. En síðast sendi hann son sinn til þeirra og sagði: Má vera að þeir feili sér fyrir syni mínum. En er víngarðsmennirnir sáu soninn, sögðu þeir með sér: Þessi er erfinginn. Komi þér og aflífu vær hann og leggjum svo undir oss hans arfleifð. Og þeir gripu hann og ráku hann út af víngarðinum og aflífuðu hann. En nær herrann víngarðsins kemur, hvað man hann gjöra við þessa víngarðsmenn? Þeir sögðu til hans: Þeim vondum mun hann vondslega fyrirfara og sinn víngarð byggja öðrum víngarðsmönnum, þeir eð honum ávöxt gjalda í réttan tíma.

Jesús sagði til þeirra: Hafi þér aldri lesið í ritningunum, að þann stein sem byggjendur höfðu út kastað, hann er nú vorðinn að höfði hyrningar? Af Drottni er það gjört og er undarlegt fyrir vorum augum. Fyrir því segi eg yður að Guðs ríki mun frá yður takast og heiðnum gefið verða, þeim sem þess ávöxt færa. En hver yfir þennan stein fellur, hann mun sundur myljast, en yfir hvern hann fellur, þann man hann sundur merja. Og þá er kennimannahöfðingjar og farísei heyrðu hans eftirlíkingar, formerktu þeir það hann sagði af þeim og sóktu að grípa hann, en óttuðust þó fólkið því að það hélt hann fyrir spámann.*

xxii. kapítuli[breyta]

Og Jesús svaraði og talaði í annað sinn í eftirlíkingum til þeirra og sagði: Himnaríki er líkt þeim konungi sem brúðkaup gjörði syni sínum og sendi út sína þjóna að kalla boðsmennina til brúðkaupsins, og þeir vildu eigi koma. Í annað sinn sendi hann aðra þjóna út og sagði: Segið boðsmönnunum: Sjáið, mína máltíð hefi eg til búið, mínir uxar og alið fé eru slátraðir og allt er reiðubúið, komið til brúðkaupsins. En þeir forsmáðu það og gengu í burt, einn á sinn bústað, en annar til sinnar sýslunar, en sumir gripu hans þjóna, dáruðu þá og drápu. En þá konungurinn heyrði það, varð hann reiður og sendi út sinn her og fyrirfór þessum morðingjum og brenndi upp borg þeirra.

Þá sagði hann til sinna þjóna: Brullaupið er að sönnu reiðubúið, en þeim sem boðið var, voru þess eigi verðugir. Fyrir því farið út á strætin og bjóðið til brúðkaupsins hverjum sem þér finnið. Og hans þjónar gengu út á strætin og saman söfnuðu öllum þeim þeir fundu, vondum og góðum, og brúðlaupið varð alskipað af mönnum. Þá gekk konungurinn inn að sjá gestina. Og hann sá þar mann, eigi klæddan með brullaupsklæðum, og sagði til hans: Vinur, hverninn gekktu inn hingað, hafandi eigi brúðlaupsklæði? En hann þagði. Konungurinn sagði þá til sinna þénara: Bindið hans hendur og fætur og varpið honum í yðstu myrkur. Þar man vera óp og tannagnístran. Því að margir eru kallaðir, fáir útvaldir.*

Þá gengu farísei burt og settu ráð saman að þeir gætu veitt hann í orðum og sendu til hans sína lærisveina með Heródis þénurum og sögðu: Meistari, vær vitum að þú ert sannsögull og kennir Guðs götu í sannleika, skeytir eigi nokkrum því að þú fer eigi að yfirlitum manna. Fyrir því seg oss hvað þér líst. Hvort leyfist að gefa keisaranum skatt eður eigi? En Jesús formerkti þeirra fláttskap, sagði hann: Hvað freisti þér mín hræsnarar? Sýnið mér myntina peningsins. Og þeir fengu honum peninginn. Jesús sagði til þeirra: Hvers er þessi mynt og yfirskrift? Þeir sögðu honum: Keisarans. Þá sagði hann til þeirra: Gefið keisaranum hvað keisarans er og það Guði hvað Guðs er. Og er þeir heyrðu það, undruðust þeir, forlétu hann og gengu í burt.*

Á þeim sama degi gengu saddúkei til hans, hverjir eð segja upprisuna eigi vera, spurðu hann að og sögðu: Meistari Moyses hefir sagt að ef nokkur andaðist og hefði eigi barn eftir, þá skyldi bróðir hans eiga hans eiginkonu og uppvekja sínum bróður sæði. En hjá oss voru (vii) bræður. Hinn fyrsti fastnaði sér konu, og hann andaðist. Og af því hann hafði ekkert sáð, lét hann bróður sínum eftir eiginkonu sína, líka sá annar og hinn þriðji, allt til hins sjöunda. En síðast allra andaðist og konan. Hvers þeirra sjö verður hún nú eignarkona í upprisunni? Því að allir þeir hafa hana haft. En Jesús svaraði og sagði til þeirra: Þér villist og vitið eigi ritningarnar né heldur Guðs kraft. Því að í upprisunni munu þeir hvorki kvænast né sig kvænast láta, heldur eru þeir sem englar Guðs á himni.

En hafi þér eigi lesið hvað af Guði er sagt af upprisu framliðinna er hann segir: Eg em Guð Abrahams og Guð Ísaks og Guð Jakobs. Því Guð er eigi Guð dauðra, heldur lifandra manna. Og er fólkið heyrði þetta, undraðist það hans kenning.

En er farísei heyrðu það hann hefði þaggað saddúkeis, söfnuðust þeir saman í eitt. Og einn lögvitringur af þeim spurði hann að, freistandi hans: Meistari, hvert er hið mesta boðorð í lögmálinu? En Jesús sagði til hans: Elska skalt þú Drottin Guð þinn af öllu þínu hjarta og af allri önd þinni og af öllu þínu hugskoti. Þetta er hið fyrsta og mesta boðorð. En annað er þessu líkt: Elska skalt þú náunga þinn svo sem sjálfan þig. Í þessum tveimur boðorðum hengur allt lögmál og spámenn.

En þá farísei voru til samans komnir, spurði Jesús þá að og sagði: Hvað virðist yður af Kristi, hvers son eð hann sé? Þeir sögðu honum: Davíðs. Hann sagði til þeirra: Hverninn kallar Davíð hann þá í andanum herra er hann segir: Drottinn sagði mínum drottni: Sit þú til minnar hægri handar þar til eg set óvini þína til skarar þinna fóta. Nú ef Davíð kallar hann herra, hverninn er hann hans sonur? Og enginn gat honum orði svarað, og eigi dirfðist nokkur upp frá þeim degi hann framar að spyrja.*

xxiii. kapítuli[breyta]

Þá talaði Jesús til fólksins og til sinna lærisveina og sagði: Á Moyses stóli sitja skriftlærðir og farísei. Allt hvað þeir segja yður þér skulið halda, það haldið og gjörið, en eftir þeirra verkum skulu þér eigi gjöra því að þeir segja það og gjöra eigi. Því þeir samanbinda þungar byrðir og óbærilegar, og leggja þær mönnum á herðar, en sjálfir þeir vilja eigi áhræra þær fingri sínum. Því öll sín verk gjöra þeir að þeir sjáist af mönnum. Sín minningarblöð útþenja þeir, og fald sinna klæða mikla þeir. Kær hafa þeir hin fremstu sæti að kveldverðum, æðstu sessa í samkunduhúsum og kveðjur á torgum og af mönnum rabbí kallaðir verða.

En þér skuluð eigi rabbí kallast því að einn er yðar meistari, Kristur, en þér allir eruð bræður, og öngvan skulu þér yðar föður kalla á jörðu því einn er yðar faðir, sá sem á himnum er. Og þér skuluð eigi meistarar kallast því einn er yðar meistari, Kristur. Sá sem að mestur er yðar, sé hann yðar þénari. Því að hver sig upphefur, sá man niðurlægjast, og hver sjálfan sig niðurlægir, hann man upphafinn verða.*

Vei yður skriftlærðum og faríseis, þér hræsnarar, hverjir himnaríkið aftur lokið fyrir mönnum. Því að eigi gangi þér þar inn, og þeim er inn vilja ganga í það, þá lofi þér eigi.

Vei yður skriftlærðum og faríseis, þér hræsnarar, hverjir ekknahúsin upp etið með yfirhylmingu langra bæna. Fyrir það munu þér þess meiri fordæming öðlast.

Vei yður skriftlærðum og faríseis, þér hræsnarar, hverjir um kring farið sjó og lönd svo að þér gjörið einn að samlendingsgyðingi, og nær hann er það vorðinn, gjöri þér hann að helvískum syni, tvefalt meir en þér eruð.

Vei yður blindum leiðtogurum, þér sem segið: Hver hann sver við musterið, það sé ekkert, en hver sver við gullið musterisins, sá er sekur. Þér fífl og forblindaðir, hvort er meira gullið eða musterið, það er gullið helgar? Og hver eð sver við altarið, sé ekkert, en hver hann sver við það offur sem á því er, sá sé sekur. Þér heimskir og blindir, hvort er meira offrið eða altarið það sem offrið helgar? Fyrir því hver hann sver við altarið, sá sver við það og við allt hvað þar er upp á. Og hver hann sver við musterið, sá sver við það og við þann sem þar byggir inni. Og hver sver við himininn, sá sver við Guðs sæti og við þann sem þar upp á situr.

Vei yður skriftlærðum og faríseis, þér hræsnarar, hverjir tíundið myntu, aneth, ciminum og yfirgefið það hvað þyngst er í lögmálinu, einkum dóminn, miskunnsemd og trúna. Þetta byrjaði að gjöra og hitt eigi eftir að skilja. Þér blindir leiðtogarar sem síið mýfluguna, en gleypið úlfbaldann.

Vei yður skriftlærðum og faríseis, þér hræsnarar, sem hreinsið hið ytra bikara og diska, en innan eru þér fullir ráns og óhreininda. Þú blindur faríseari, hreinsa fyrst ið innra á bikurum og diskum svo að ið ytra verði og hreint.

Vei yður skriftlærðum og faríseis, þér hræsnarar, hverjir líkir eruð forfáguðum leiðum framliðinna, hver eð utan sýnast mönnum fögur, en innan eru þau full af dauðra manna beinum og allri óþekkt. Svo og þér skínið að sönnu utan fyrir mönnum réttlátir, en fyrir innan eru þér fullir hræsni og ranginda.

Vei yður skriftlærðum og faríseis, þér hræsnarar, hverjir uppbyggið spámannaleiðin og prýðið grafir réttlátra manna og segið: Ef vér hefðum verið á dögum feðra vorra, skyldu vær eigi verið hafa samlagsmenn þeirra í blóði spámannanna? Því svo beri þér yður sjálfum vitni að þér eruð synir þeirra sem spámennina aflífuðu, og svo uppfylli þér mæling feðra yðvarra. Þér eiturormar og nöðru kyn, hverninn umflýi þér helvíska fyrirdæming?

Fyrir því sjáið: Eg sendi til yðar spámenn, spekinga og skriftlærða menn. Og nokkra af þeim munu þér aflífa og krossfesta, og suma munu þér húðstrýkja í samkunduhúsum yðar. Og af annarri borg í aðra munu þér þá ofsækja svo að yfir yður komi allt réttlátt blóð sem á jörðina út er hellt í frá blóði Abels réttláta allt til blóðs Sakaríe, sonar Barakía, hvern þér drápuð á millum musteris og altarisins. Sannlega segi eg yður að allt þetta man koma yfir þessa kynslóð. Jerúsalem, Jerúsalem, þú sem aflífar spámennina og grýtir þá er til þín eru sendir. Hversu oft hefi eg viljað saman safna sonum þínum líka eð hæna safnar ungum sínum undir vængi sér, og þér hafið eigi viljað. Sjáið, yðvart hús skal yður í eyði látið verða. Því að eg segi yður að þér munuð eigi sjá mig upp frá þessu þar til þér segið: Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins.*

xxiv. kapítuli[breyta]

Og sem Jesús gekk út af musterinu, þá gengu hans lærisveinar til hans að þeir sýndu honum bygging musterisins. En Jesús sagði til þeirra: Sjái þér ekki allt þetta? Sannlega segi eg yður að hér mun eigi eftir látast steinn yfir steini, sá er eigi man niðurbrotinn verða.

En sem hann sat í fjallinu Oliveti, gengu hans lærisveinar að honum heimuglega og sögðu: Seg þú oss hvenar þetta mun ske og hvert teikn er þinnar tilkomu og veraldarinnar enda. En Jesús svaraði og sagði til þeirra: Sjáið til að enginn villi yður. Því að margir munu koma undir mínu nafni og segja: Eg em Kristur, -og þeir munu marga villa.

Því þér munuð heyra bardaga og hernaðartíðindi. Sjáið til að þér skelfist ekki. Því að allt þetta hlýtur að ske. Þó er þá enn eigi endirinn kominn. Þar man og ein þjóð hefja sig upp í mót annarri og ríki í mót ríki, drepsóttir og hungur og jarðskjálftar munu þar verða í sumum hverjum stöðum. En allt þetta eru upphöf harmkvælanna.

Þá munu þeir ofurselja yður í harðkvæli, og yður munu þeir lífi firra, og þér verðið hataðir af öllum þjóðum fyrir míns nafns sakir. Og þá munu margir hneykslum fyllast og innbyrðis hver annan tæla og hver annan að hatri hafa. Og margir falsspámenn munu sig upphefja og margan afvegaleiða. Og af því að ranglætið man yfirgnæfa, mun kærleikurinn margra útkólna. En hver eð staðfastur blífur allt til enda, sá mun hólpinn verða. Og þetta evangelium ríkisins mun predikað verða um allan heim til vitnisburðar yfir allar þjóðir. Og þá mun endirinn koma.

Því nær þér sjáið svívirðing eyðslunnar, af hverri eð sagt er fyrir spámanninn Daníel þá er hann stóð í helgum stað - hver það les, hann hyggi þar að - hverjir þá eru á Gyðingalandi, flýi þeir á fjöll. Og hver hann er á ræfri, fari sá eigi ofan nokkuð að taka úr sínu húsi. Og sá sem á akri er, snúi hann eigi aftur að taka upp kyrtil sinn. En vei þunguðum og brjóstmylkingum á þeim dögum. Af því biðjið að yðar flótti ske eigi %um vetur eður á þvottdegi. Því að þá man verða svo stór hörmung, hvílík að eigi var í frá upphafi veraldar allt til þessarar stundar og eigi heldur verða mun. Og nema það að þessir dagar sé styttir, verður ekkert hold hólpið. En fyrir útvaldra sakir þá eru þessir dagar forstyttir.

En ef nokkur segir þá til yðar: Sjáið, hér er Kristur, eður þar, - skulu þér eigi því trúa. Því að upp munu rísa falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur svo að í villu munu leiðast (ef ske mætti) einninn útvaldir. Sjáið, eg sagði yður það fyrir. Nú ef þeir segja til yðar: Sjáið, hann er á eyðimörk, - þá gangið eigi út. Sjáið, hann er í launkofum, - þá trúið eigi. Því að svo sem elding út gengur af uppgöngu og skín allt til niðurgöngu, líka svo man vera tilkoma mannsins sonar. Því hvar helst að hræið er, þangað munu ernir og safnast. En strax eftir hörmung þessara daga man sólin sortna og tunglið eigi sitt ljós gefa og stjörnur af himni hrapa, og kraftar himnanna munu hrærast. Og þá mun skína teikn mannsins sonar á himni, og munu sér þá kveina allar kynkvíslir jarðar. Og þeir munu sjá mannsins son komanda í skýjum himins með krafti miklum og tignarveldi. Og sína engla man hann útsenda með lúðraþeytingu mikilli. Og hans útvöldum munu þeir saman safna af fjórum vindum frá yðstu álfum himnanna og allt til þeirra endimarka.

Af fíkjutrénu lærið eftirlíking. Nær eð þess kvistur gjörist frjór og laufin út spretta, þá viti þér það sumarið er í nánd. Líka svo nær þér sjáið allt þetta, þá vitið að það er nærri fyrir dyrum. Sannlega segi eg yður að þessi kynslóð mun eigi forganga þar til að allt þetta sker. Him[i]ninn og jörð munu forganga, en mín orð munu eigi forganga. En af þeim degi eður stundu veit enginn og ekki englar af himnum nema minn faðir einnsaman.

En líka sem var um daga Nohe, svo mun og verða í tilkomu mannsins sonar. Því svo sem þeir voru á þeim dögum fyrir flóðið að þeir átu, þeir drukku, þeir giftust og létu sig giftast allt til þess dags, á hverjum Nohe gekk í örkina. Og þeir sættu því ekki þar til að flóðið kom og tók þá alla í burt. Svo man og vera í tilkomu mannsins sonar. Munu þá tveir á akri vera og man einn meðtekinn, en annar forlátinn verða. Og tvær munu í kvernhúsi malandi vera, og mun ein meðtekin og önnur forlátin verða.

Fyrir því vakið því að þér vitið eigi á hverri stundu yðar herra muni koma. En það skulu þér vita að ef húsfaðirinn vissi á hverri stundu eð þjófurinn kæmi, mundi hann vaka og láta eigi sitt hús í sundur grafa. Fyrir því verið þér og reiðubúnir, því að mannsins son mun koma á þeirri stundu þér meinið ekki. En hver hann er trúr þjón og forsjáll sem herrann hefir sett yfir sín heimahjú að hann gæfi þeim fæði í réttan tíma, sæll er sá þjón nær hans herra kemur og finnur hann svo gjöranda. Sannlega segi eg yður að hann mun þann setja yfir öll sín auðæfi. En ef sá vondi þjón segir í sínu hjarta: Minn herra gjörir dvöl á að koma, - og tekur að slá sína samlagsþjóna, etur og drekkur með drykkjurúturum, en herra þess þjóns mun koma á þeim degi sem hann vonar eigi og á þeirri stundu er hann grunar eigi og í sundur partar hann og setur hans hlutskipti með hræsnurum. Þar man vera óp og tannagnístran.

xxv. kapítuli[breyta]

Þá man himnaríki líkt vera tíu meyjum, hverjar eð tóku sína lampa og gengu út í móti brúðgumanum. En fimm af þeim voru fávísar og fimm forsjálar. Þær sem fávísar voru, tóku sína lampa, en tóku þó ekkert viðsmjör með sér, en hinar forsjálu tóku í sínum kerum viðsmjör með lömpunum. Og er brúðguminn gjörði dvöl á að koma, syfjaði þær allar og sofnuðu. En um miðnætti kom kall: Sjáið, brúðguminn kemur, gangi þér út í móti honum. Þá stóðu upp allar þessar meyjar og prýddu sína lampa. En þær fávísu sögðu til hinna forsjálu: Gefið oss af viðsmjöri yðru því að vorir lampar slokkna út. Hinar forsjálu svöruðu og sögðu: Má vera að eigi sé nóg fyrir oss og svo yður. Fari þér heldur til sölumanna og kaupið yður. En er þær gengu að kaupa, kom brúðguminn, og þær sem reiðubúnar voru, gengu með honum inn til brullaupsins, og hurðinni var aftur lokað. En að síðustu komu og hinar aðrar meyjar og sögðu: Herra, herra, lúk þú upp fyrir oss. En hann svaraði og sagði til þeirra: Sannlega segi eg yður að eg þekki yður eigi. Fyrir því vakið að þér vitið eigi þann dag né stund, á hverri mannsins son mun koma.*

Líka sem sá maður er ferðaðist langt burt, kallaði sína þjóna og fékk þeim sitt góss. Og einum fékk hann fimm pund, en öðrum tvö, hinum þriðja eitt, hverjum einum eftir sínum formætti, og ferðaðist strax af stað. Þá gekk sá til sem fimm pund hafði meðtekið og verkaði með þeim sömum og vann þar á önnur fimm pund. Líka einninn sá sem tvö pund hafði meðtekið, vann og á tvö önnur. En sá er eitt hafði meðtekið, fór burt, gróf í jörð og faldi þar síns herra fé. En eftir langan tíma liðinn kom herrann þessara þjóna og hélt reikningsskap við þá. Og sá gekk til sem fimm pund hafði meðtekið og færði honum önnur fimm pund og sagði: Herra, fimm pund fékkstu mér, sjá, önnur fimm hefi eg áunnið. Hans herra sagði honum: Ey, þú hinn góði og trúlyndi þjón. Af því þú vart trúr yfir litlu, þá man eg setja þig yfir mikið. Gakk inn í þíns herra fögnuð. Þá gekk og sá að sem tvö pund hafði meðtekið og sagði: Herra, tvö pund fékkstu mér, sjá, önnur tvö pund hefi eg áunnið. Hans herra sagði til hans: Ey, þú hinn góði þjón og trúlyndi. Því að þú vart trúr yfir fáu, mun eg setja þig yfir mikið. Gakk inn í þíns herra fögnuð.

Þá gekk sá að sem eitt pund hafði meðtekið og sagði: Herra, eg veit að þú ert harður mann, uppsker hvar þú sáðir eigi og saman safnar hvar þú dreifðir eigi. Og óttasleginn fór eg burt og faldi pund þitt í jörðu. Sjá, þar hefir þú það hvað þitt er. En hans herra svaraði og sagði til hans: Þú vondur þjón og latur, vissir þú að eg sker upp hvar eg sáði eigi og saman safna hvar eg dreifða eigi. Því byrjaði þér að fá minn pening verslunarmönnum, og nær eg kæma, hefða eg hvað mitt er til mín tekið með ábata. Fyrir því takið af honum það pund og gefið honum sem tíu pund hefur. Því að hverjum sem hefur, honum mun gefið verða, og mun hann nægð hafa, en hver eð eigi hefur, frá þeim mun tekið verða og það hann sýnist hafa. Og þeim ónýta þjón kasti þér í hin yðstu myrkur. Þar mun vera óp og tannagnístran.

En þá mannsins son mun koma í sínu tignarveldi og allir helgir englar með honum, hann mun þá sitja í sæti síns veldis. Og allar þjóðir munu saman safnast fyrir honum, og hann mun þá sundur skilja hvora frá öðrum svo sem hirðir sundur greinir sauði frá kiðum. Og sauðina mun hann skipa til sinnar hægri handar, en kiðin til vinstri. Þá mun konungurinn segja til þeirra sem á hans hægri hönd eru: Komi þér, blessaðir föður míns, og eignist það ríki sem yður var til búið frá upphafi veraldar. Því að hungraður var eg, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var eg, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var eg, og þér hýstuð mig, nakinn var eg, og þér klædduð mig, sjúkur var eg, og þér vitjuðuð mín, í myrkvastofu var eg, og þér komuð til mín.

Þá munu hinir réttlátu svara honum og segja: Herra, hvenar sáu vær þig hungraðan og söddum þig eða þyrstan svo vér gáfum þér [að] drekka? Eða hvenar sáu vær þig gest kominn og hýstum þig eða nakinn og klæddum þig? Eða hvenar sáu vær þig sjúkan eða í myrkvastofu og komum til þín? Og konungurinn mun svara og segja til þeirra: Sannlega segi eg yður: Hvað þér gjörðuð einum af þessum mínum minnstum bræðrum, það gjörðu þér mér.

Þá mun hann og segja til þeirra sem til vinstri handar eru: Farið burt frá mér, þér bölvaðir, í eilífan eld, þann sem fyrirbúinn er fjandanum og hans árum. Því að hungraður var eg, og þér gáfuð mér eigi að eta, þyrstur var eg, og þér gáfuð mér eigi að drekka, gestur var eg, og þér hýstuð mig eigi, nakinn var eg, og þér klædduð mig eigi, sjúkur og í myrkvastofu var eg, og þér vitjuðuð mín eigi.

Þá munu þeir svara og segja: Herra, hvenar sáu vær þig hungraðan eður þyrstan, gest eða nakinn, sjúkan eða í myrkvastofu og höfum þér eigi þjónað? Þá mun hann svara þeim og segja: Sannlega segi eg yður: Hvað þér gjörðuð eigi einum af þessum inum minnstum, það gjörðuð þér mér eigi. Og munu þeir þá ganga í eilífar píslir, en réttlátir í eilíft líf.*

xxvi. kapítuli[breyta]

Og það gjörðist þá Jesús hafði lyktað öll þessi orð, sagði hann til sinna lærisveina: Þér vitið að eftir tvo daga verða páskar og mannsins son mun ofurseljast að hann krossfestur verði. Þá saman söfnuðust kennimannahöfðingjar, skriftlærðir og öldungar lýðsins í forbyrgi kennimannahöfðingjans, þess er Kaífas hét, og samsettu ráð hverninn þeir gæti með slægð gripið Jesúm og líflátið. En þeir sögðu: Eigi á hátíðardeginum svo að eigi verði upphlaup með fólkinu.

En þá Jesús var nú í Betanía í húsi Símonar vanheila, gekk kona að honum hafandi buðk dýrlegs smyrslavats, og hún hellti því yfir höfuð honum er hann sat við borðið. En er það sáu hans lærisveinar, þykktust þeir og sögðu: Til hvers er þessi spilling? Því það hefði mátt seljast fyrir mikið og gefist fátækum. En er Jesús fornam það, sagði hann til þeirra: Hvað eruð þér ýfnir við þessa konu? Því gott verk gjörði hún á mér. Fátæka hafi þér jafnan hjá yður, en mig hafi þér eigi alla tíma. Það hún hellti þessu smyrslavatni yfir minn líkama, það gjörði hún mér til greftrunar. Sannlega segi eg yður: Hvar helst þetta evangelium predikað verður í öllum heimi, mun sagt verða: Í hennar minning, hvað hún hefir gjört.

Þá gekk burt einn af tólf, sá er Júdas Skariot hét, til kennimannahöfðingja og sagði til þeirra: Hvað vilji þér gefa mér, og mun eg selja yður hann? En þeir buðu honum þrjátigi silfurpeninga, og þaðan í frá leitaði hann lægis það hann sviki hann.

En á fyrsta sætubrauðsdegi gengu lærisveinarnir til Jesú og sögðu til hans: Hvar viltu að vér tilreiðum þér páskalambið að eta? En Jesús sagði: Farið þér í borgina til nokkurs og segið honum: Meistarinn lét segja þér: Minn tími er í nánd, hjá þér vil eg páska halda með lærisveinum mínum. Og lærisveinarnir gjörðu svo sem Jesús hafði þeim boðið og reiddu til páskalambið.

En að kveldi komnu setti hann sig til borðs með sínum tólf lærisveinum. Og er þeir átu, sagði hann: Sannlega segi eg yður að einn yðar mun svíkja mig. Þeir hryggðust mjög við það og tóku allir til að segja: Er eg það nokkuð, herra? En hann svaraði og sagði: Sá er hendinni drepur í fatið með mér, hann mun mig forráða. Mannsins son mun að sönnu fara svo sem skrifað er af honum, en vei þeim manni, fyrir hvern mannsins son mun forráðinn verða. Betra væri honum að sá sami maður hefði aldri fæddur verið. En Júdas svaraði, sá er forréð hann, og sagði: Er eg það nokkuð, rabbí? Hann sagði til hans: Þú sagðir það.

En þá þeir neyttu, tók Jesús brauðið, blessaði og braut það, gaf sínum lærisveinum og sagði: Takið og etið, þetta er mitt hold. Hann tók og kalekinn, gjörði þakkir, gaf hann þeim og sagði: Drekkið allir hér út af. Því að það er mitt blóð, ens nýja testaments, hvert eð úthellist fyrir marga til syndanna fyrirgefningar. En eg segi yður að eg mun eigi héðan í frá drekka af þessum vínviðarins ávexti allt til þess dags er eg mun drekka það nýtt með yður í míns föðurs ríki. Og að lofsöngnum sögðum gengu þeir út í fjallið Oliveti.

Þá sagði Jesús til þeirra: Á þessari nótt munu þér allir hneykslan líða á mér, því að skrifað er: Hirðirinn mun eg slá, og sauðir hjarðarinnar munu í sundur tvístrast. En eftir það eð eg er upprisinn, mun eg ganga fyrir yður í Galíleam. Pétur svaraði og sagði til hans: Og þó allir skammfyllist við þig, þá skal eg þó aldri skammfyllast þér. Jesús sagði til hans: Sannlega segi eg þér að á þessari nótt, áður en haninn gelur, muntu afneita mig þrysvar. Pétur sagði til hans: Einninn þó mér byrjaði með þér að deyja, skylda eg eigi neita þér. Slíkt hið sama sögðu og allir lærisveinarnir.

Jesús kom þá með þeim í það gerðistún sem kallaðist Getsemani og sagði til sinna lærisveina: Sitjið hér á meðan eg fer þangað og bið, - og tók með sér Petrum og tvo sonu Sebedei, tók síðan til að hryggvast og harmþrunginn að verða. Hann sagði þá til þeirra: Hrygg er sála mín allt til dauða. Blífið hér og vakið með mér. Hann gekk litlu eina fram lengra, féll fram á sína ásjónu, biðjandi og sagði: Faðir minn, ef mögulegt er, þá líði af mér kalekur þessi, en eigi þó sem eg vil, heldur svo sem þú vilt. Og hann kom til sinna lærisveina og fann þá sofandi og sagði til Péturs: Máttir þú ekki eina stund vaka með mér? Vakið þér og biðjið svo að þér fallið eigi í freistni. Andinn er að sönnu reiðubúinn, en holdið er breyskt.

Í annað sinn gekk hann enn burt og bað, segjandi: Faðir minn, ef þessi kalekur má eigi af mér líða utan eg drekki hann, þá verði þinn vilji. Og hann kom aftur og fann þá sofandi, og þeirra augu voru þrungin. Og hann lét þá kyrra og gekk í burt aftur og bað í þriðja sinn, segjandi in sömu orð. Þá kom hann til sinna lærisveina og sagði til þeirra: Ó, já, vilji þér nú sofa og hvílast? Sjáið, sú stund tekur að nálgast eð mannsins son mun ofurseljast í syndugra hendur. Standið upp, föru vær. Sjáið, hann tekur að nálgast, sá er mig forræður.

Og sem hann var þetta að tala, sjá, að Júdas, einn af tólf, kom og með honum flokkur mikill með sverðum og stöngum, út sendir af kennimannahöfðingjum og öldungum lýðsins. En sá er hann forréð, gaf þeim teikn til og sagði: Hvern helst eð eg kyssi, sá er það. Haldið honum. Og jafnsnart gekk hann að Jesú og sagði: Heill sért þú, rabbí. Og hann kyssti hann. En Jesús sagði til hans: Minn vin, hvar til komt þú hingað? Þá gengu þeir þangað að og lögðu hendur á Jesúm og gripu hann.

Og sjá, að einn út af þeim sem með Jesú voru, rétti höndina, rykkti sínu sverði og sló þjón kennimannahöfðingjans og hjó af hans eyra. Þá sagði Jesús til hans: Snú þú sverði þínu aftur í sína slíður. Því að hverjir sem sverðið taka, þeir munu fyrir sverði farast. Eður meinar þú að eg kunni eigi að biðja föður minn að hann skikkaði mér meir en tólf %legion engla? Eða hverninn uppfyllast þá ritningarnar svo byrjar að ske skuli?

Á þeim tíma sagði Jesús til flokksins: Þér eruð út gengnir líka sem til annars spillvirkja með sverðum og stöngum að höndla mig. Daglega hefi eg þó hjá yður setið og kennt í musterinu, og þér hafið mig eigi gripið. En allt þetta er skeð svo að uppfylltust ritningar spámannanna. Þá forlétu hann allir lærisveinarnir og flýðu. En þeir sem Jesúm höfðu gripið, leiddu hann til Kaífas kennimannahöfðingja, hvar eð skriftlærðir og öldungar voru saman komnir. En Pétur fylgdi honum eftir langt í burt frá allt í forbyrgi kennimannahöfðingjans og gekk inn, setti sig hjá þénurunum svo að hann sæi hver endir á yrði. En kennimannahöfðingjar og allt ráðið leituðu ljúgvitna í gegn Jesú svo að þeir gætu selt hann í dauða og fundu engin. Og þó að mörg falsvitni gengu fram að, þá fundu þeir engin. En að síðustu gengu tveir falsvottar til og sögðu: Þessi sagði: Eg get niður brotið musteri Guðs og eftir þrjá daga það upp aftur byggt.

Kennimannahöfðinginn stóð upp og sagði til hans: Svarar þú öngu til þessa sem þeir vitna í móti þér? En Jesús þagði. Kennimannahöfðinginn ansaði og sagði til hans: Eg særi þig fyrir lifanda Guð að þú segir oss ef þú ert Kristur, sonur Guðs. Jesús sagði: Þú sagðir það. En þó segi eg yður: Hér eftir man það ske að þér munuð sjá mannsins son sitja til hægri handar Guðs kraftar og komandi í skýjum himins.

Þá reif kennimannahöfðinginn sín klæði og sagði: Hann guðlastaði, hvað þurfu vær vitnanna við? Sjá, þér heyrðuð nú sjálfir hans guðlastan. Hvað virðist yður? Þeir svöruðu og sögðu: Hann er dauðans sekur. Þá spýttu þeir í hans ásján og börðu hann með hnefum, en aðrir gáfu pústra í hans andlit og sögðu: Spá þú oss, Kristur, hver sá er sem þig sló?

En Pétur sat úti í fordyrinu. Og ambátt ein gekk að honum og sagði: Og þú vart með hinum Jesú af Galílea. En hann neitaði fyrir öllum og sagði: Eg veit eigi hvað þú segir. En sem hann gekk út um dyrnar, leit hann ein önnur og sagði til þeirra sem þar voru: Þessi var og með Jesú af Nasaret. Og í annað sinn neitaði hann með eiði, að - eigi þekkti eg þann mann. Og innan skamms gengu þeir að sem þar stóðu og sögðu til Petro: Að sönnu ertu og af þeim því að þitt mál opinberar þig. Þá tók hann að formæla sér og sverja að eigi þekkti hann þann mann. Og jafnsnart gól haninn. Og þá minntist hann orða Jesú er hann sagði til hans: Áður en haninn gelur, neitar þú mér þrysvar, - gekk út og grét beisklega.

xxvii. kapítuli[breyta]

En að morgni gengu allir kennimannahöfðingjar og öldungar lýðsins saman í ráð móti Jesú svo að þeir gætu hann líflátið. Þeir bundu hann og leiddu í burt og ofurseldu hann pontverskum Pílato landsdómara.

Þá er Júdas, sá er forréð hann, leit það að hann var til dauða dæmdur, iðraðist hann þess og færði aftur kennimannahöfðingjum og öldungum lýðsins þá xxx silfurpeninga og sagði: Misgjörða eg, það eg forréð saklaust blóð. En þeir sögðu: Hvað kemur það við oss? Sjá þú þar fyrir. Og hann snaraði þeim silfurpeningum í mustérið, fór þaðan, gekk í burt og hengdi sjálfan sig í snöru.

En kennimannahöfðingjar tóku silfurpeningana og sögðu: Eigi hæfir að vér látum þá í guðskistuna því að það er blóðsöluverð. En að samteknu ráði keyptu þeir meður þeim leirkerarans akur vegförundum til greftrunar. Fyrir það er sá akur kallaður Blóðakur allt til þessa dags. Þá er nú uppfyllt hvað sagt er fyrir Jeremíam spámann, segjanda: Og þeir tóku þá xxx silfurpeninga er hinn seldi með bítalaður varð, hvern þeir keyptu af sonum Íraels og hafa gefið þá fyrir leirkerarans akur eftir því sem Drottinn hafði mér umboðið.

En Jesús stóð fram fyrir landsdómaranum. Og landsdómarinn spurði hann að og sagði: Ertu konungur Gyðinga? En Jesús sagði til hans: Þú segir það. Og sem hann klagaðist af kennimannahöfðingjum og öldungum, svaraði hann öngu. Þá sagði Pílatus til hans: Heyrir þú ekki hve mörg vitni þeir segja í móti þér? Og eigi svaraði hann honum til nokkurs orðs svo að dómarinn undraðist það næsta.

En á hátíðardeginum var landsdómarinn vanur fólkinu lausan að láta einn bandingja, hvern helst þeir vildu. En þá hafði hann einn formætan bandingja, sá er Barrabas hét. Sem þeir voru til samans komnir, sagði Pílatus til þeirra: Hvorn vilji þér að eg láti yður lausan, Barrabam eða Jesúm, sá er kallast Kristur? Því að hann vissi vel að þeir höfðu fyrir öfundar sakir ofurselt hann.

Og sem hann sat á dómstólinum, sendi hans húsfrú til hans, segjandi: Haf þú ekkert með þennan réttláta því að margt hefi eg liðið í dag í svefni fyrir hann.

Kennimannahöfðingjar og öldungar réðu fólkinu að það skyldi biðja um Barrabam, en Jesú skyldu þeir fyrirfara. Landsdómarinn svaraði og sagði til þeirra: Hvorn af þessum tveimur vilji þér að eg láti yður lausan? Þeir sögðu: Barrabam. Pílatus sagði til þeirra: Hvað skal eg þá gjöra af Jesúm, hver eð Kristur kallast? Þeir sögðu honum allir: Krossfestist hann. En landsdómarinn sagði: Hvað hefir hann þess illt gjört? En þeir kölluðu því meir, segjandi: Krossfestist hann.

Og er Pílatus sá það hann fékk ekki að gjört, heldur það að þar yrði enn meira upphlaup af, tók hann vatn, þvó hendurnar fyrir fólkinu og sagði: Saklaus em eg af blóði þessa ins réttláta. Sjái þér til. Allur lýðurinn svaraði og sagði: Hans blóð komi yfir oss og yfir sonu vora. Þá lét hann þeim Barrabam lausan, en húðstrýktan Jesúm gaf hann þeim ofur að hann krossfestist.

Þá höfðu stríðssveinar landsdómandans Jesúm meður sér inn í þinghúsið. Þeir söfnuðu saman að honum allt liðið og afklæddu hann. Þeir lögðu yfir hann purpuramöttul og fléttuðu kórónu af þyrnum og settu upp á hans höfuð og reyr í hans hægri hönd og beygðu knéin fyrir honum, spéuðu hann og sögðu: Heill sért þú konungur Gyðinga, - og hræktu á hann, tóku reyrvöndinn, og börðu um höfuð honum.

Og eftir það þeir höfðu spottað hann, færðu þeir hann úr möttlinum og færðu hann aftur í sinn klæðnað og leiddu hann út að þeir krossfestu hann. En er þeir gengu út, fundu þeir mann af Kýrenia, Símonem að nafni. Honum þrengdu þeir til að hann bæri hans kross. Og er þeir komu í þann stað sem kallaðist Golgata, hvað er þýðist aftökustaður, gáfu þeir honum edik að drekka galli blandað. Og er hann smakkaði það, vildi hann eigi drekka. En sem þeir höfðu krossfest hann, skiptu þeir klæðum hans, kastandi þar um þrautkesti, svo að uppfylltist hvað sagt er fyrir spámanninn er hann segir: Þeir skiptu sér klæðum mínum, og yfir mínu fati köstuðu þeir hlutkesti. Og þar sátu þeir og varðveittu hann. Og upp yfir hans höfuð settu þeir hans sök skrifaða: Þessi er Jesús, konungur Gyðinga. Þá voru og krossfestir með honum tveir spillvirkjar, einn til hægri handar og einn til hinnar vinstri.

Og þeir sem þar gengu hjá, hæddu hann, skakandi höfuð sín og sögðu: Þú sá sem niður brýtur musterið og uppbyggir það aftur á þrimur dögum, frelsa þú sjálfan þig. Ef þú ert Guðs sonur, þá stíg þú ofan af krossinum. Líka einninn spottuðu hann kennimannahöfðingjar með skriftlærðum og öldungum og sögðu: Aðra frelsaði hann, sig sjálfan getur hann eigi frelsað. Ef hann er konungur Íraels, stígi hann nú af krossinum, og munu vér trúa honum. Hann trúði á Guð. Hann frelsi hann nú ef hann vill. Því að hann sagði: Eg em Guðs sonur. Og um það sama hæddu hann og spillvirkjarnir, þeir með honum voru krossfestir.

En í frá séttu stund gjörðist myrkur yfir allt til níundu stundar. Og nærri níundu stund kallaði Jesús hárri röddu og sagði: Elí, Elí, lama asabthani. Það er: Guð minn, Guð minn, hvar fyrir forlést þú mig? En nokkrir af þeim sem stóðu þar og heyrðu það sögðu: Þessi kallar Elíam. Og jafnsnart hljóp einn af þeim til, tók njarðarvött, fyllti af ediki og setti hann ofan á reyrlegg og gaf honum að drekka. En aðrir sögðu: Vert kyrr, sjáum hvort Elías kemur að frelsa hann. Jesús kallaði enn upp í annað sinn hárri röddu og gaf upp andann.

Og sjáið, að tjaldið musterisins er í sundur rifnað í tvo parta frá ofanverðu og allt niður í gegnum, og jörðin skalf og hellurnar klofnuðu, og grafir framliðinna lukust upp, og margir líkamar heilagra risu upp, þeir eð sváfu og gengu út eftir hans upprisu úr gröfunum, komu og í hina heilögu borg og auglýstust þar mörgum.

En höfuðsmaðurinn og þeir sem með honum voru að varðveita Jesúm, þá þeir sáu jarðskjálftann og það hvað þar skeði, urðu þeir mjög óttaslegnir, sögðu: Sannlega var þessi Guðs sonur. Þar voru og margar konur langt í frá sem sáu á það, hverjar Jesú höfðu eftir fylgt af Galílea og honum þjónað, meðal hverra var María Magdalena og María móðir Jakobs og Jósef og móðir þeirra Sebedei sona.

En að kveldi kom nokkur mann ríkur af Arimaþia, Jósef að nafni, hver eð sjálfur var og lærisveinn Jesú. Hann gekk til Pílato og beiddi hann um líkama Jesú. Þá skipaði Pílatus að honum skyldi fást líkið. Og er Jósef hafði tekið við líkinu, sveipaði hann það í hreinu lérefti og lagði það í sitt eigið nýtt leiði, hvert hann hafði út höggva látið í hellusteini og velti að dyrum leiðisins stórum steini og gekk í burt. Þar var María Magdalena og önnur María, sitjandi gegnt yfir frá gröfinni.

En annan dag, þann sem eftir aðfangadaginn er, söfnuðust saman kennimannahöfðingjar og farísei til Pílato og sögðu: Herra, vær minnunst á það að þessi falsari sagði þá er hann lifði: Eftir þrjá daga mun eg upp rísa. Af því skipa þú að forvara gröfina allt til hins þriðja dags svo að eigi komi hans lærisveinar og steli honum í burt og segi fólkinu að hann sé upp risinn af dauða, og verði svo hin síðari villan argari inni fyrri. Pílatus sagði til þeirra: Þar hafi þér varðmennina, farið og forvarið sem þér kunnið. En þeir gengu í burt og forvöruðu gröfina meður varðmönnunum og mörkuðu steininn.

xxviii. kapítuli[breyta]

En að aftni þvottdagsins, sá er hefst að morgni hins fyrsta dags þvottdaganna, kom María Magdalena og hin önnur María að sjá gröfina.

Og sjá, þar varð jarðskjálfti mikill því að engill Drottins sté af himni, gekk til og velti steininum frá dyrunum og sat á honum. En hans ásján var sem elding og hans klæði hvít sem snjár. En fyrir ógninni, er af honum var, urðu varðhaldsmennirnir sem væri þeir dauðir.

En engillinn svaraði og sagði til kvennanna: Eigi skulu þér óttast því að eg veit að þér spyrjið að Jesú sem krossfestur er. Ei er hann hér. Upp er hann risinn svo sem hann sagði. Komi þér hér og sjáið þann stað hvar herrann var lagður. Gangið skyndilega og segið það hans lærisveinum að hann sé upp risinn af dauða. Og sjá, að hann gengur fyrir yður í Galíleam. Þar munu þér sjá hann. Sjá nú, eg sagða yður það.*

Og þær gengu skyndilega frá gröfinni meður ótta og fagnaði miklum og hlupu svo að þær undirvísuðu það hans lærisveinum. En meðan þær gengu að kunngjöra það hans lærisveinum, sé, þá mætti þeim Jesús og sagði: Heilar séu þér. En þær gengu til hans og héldu hans fötum og krupu fyrir honum. Þá sagði Jesús til þeirra: Eigi skulu þér óttast, farið og kunngjörið mínum bræðrum að þeir gangi í Galíleam. Og þar skulu þeir mig sjá.

En meðan þær gengu á burt, sjá, þá komu nokkrir af varðhaldsmönnunum í borgina og undirvísuðu kennimannahöfðingjum allt hvað til hafði borið. Og þeir söfnuðust saman með öldungunum, haldandi ráðstefnu og gáfu stríðsmönnunum ærna peninga og sögðu: Segið að hans lærisveinar kæmu um nótt og stæli honum á meðan vér sváfum. Og ef það kann að heyrast fyrir dómaranum, skulu vér stilla hann og gjöra að þér séuð traustir. Og þeir tóku peningana og gjörðu svo sem þeim var kennt. Og þessi orðrómur er víðfrægur orðinn meðal Gyðinga allt til þessa dags.

En þeir ellifu lærisveinar gengu burt í Galíleam á eitt fjall þar eð Jesús hafði þeim fyrirskipað. Og er þeir sáu hann, hnékrupu þeir honum. En nokkrir efuðu það. Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: Allt vald er mér gefið á himnum og á jörðu. Fyrir því gangi þér út og lærið allar þjóðir og skírið þær í nafni föður og sonar og heilags anda. Kennið þeim og að geyma allt hvað eg bauð yður. Og sjáið, að eg em með yður alla daga allt til enda veraldar.

Hér er endi S. Matteus guðsspjalla.