Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar/S. Páls pistill til Filippensis

Úr Wikiheimild

Þýðing Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu.

Fyrsti kapítuli[breyta]

Páll og Tímóteus, þjónustumenn Jesú Kristi. Öllum heilögum í Kristo Jesú til Filippenses samt biskupum og þénurum. Náð sé með yður og friður af Guði vorum föður og Drottni Jesú Kristo. Eg þakka Guði mínum svo oft sem eg hugsa yður, hvað eg gjöri alla tíma í mínum bænum fyrir öllum yður, og þá bæn gjöri eg með fögnuði (yfir yðru samlagi í evangelio) í frá hinum fyrsta degi allt til þessa. Og eg em þess hins sama í góðu trausti að sá sem í yður hefir upp byrjað hið góða verkið, hann muni það og einninn fullkomna allt á þann dag Jesú Kristi svo sem að mér er vel heyrilegt það eg haldi af yður öllum í þeim máta. Því að eg hefi yður í mínu hjarta í þessum mínum fjötrum, hvar inni eg forsvara og vernda þetta evangelium, hvar af að þér eruð allir náðarinnar hluttakarar meður mér.

Því að Guð er minn vottur hversu það mig forlengir af hjartans grunni í Kristo Jesú eftir yður öllum. Og þess sama bið eg það yðvar kærleiki auðgist æ meir og meir í allri viðurkenning og allri raun svo að þér megið reyna hvað best er upp á það þér séuð skírir og óhindrunarlegir allt upp á þann dag Kristi, uppfylltir ávexti réttlætisins sem er fyrir Jesúm Kristum í yður skeð til dýrðar og lofs Guði.*

En það læt eg yður vita, kærir bræður, hvað mig er yfir komið að það er til meiri algjörðar skeð evangelio svo að mín fjötur í Kristo eru opinskár vorðin í öllu þinghúsinu og hjá þeim öllum öðrum, og margir bræður í Drottni fengu hugarstyrk af mínum fjötrum þess djarflegar það orð að tala utan hræðslu. Sennilega sumir þá predika Kristum fyrir hatur og þrætu sakir, en sumir út af góðri meining. Þeir hinir kunngjöra Kristum af hatri og eigi hreinlega því að þeir meina það þeir geti mínum fjötrum nokkra hörmung til lagt, en þessir út af kærleika því að þeir vita það eg ligg hér til forsvars evangelii.

En hverninn skal það þá fara? Því að Kristur verður með allsháttuðu móti kunngjörður hvort það sker í réttan máta eða fyrir tilfellis sakir, þá gleð eg mig þó þar inni og vil mig einninn gleðja. Því að eg veit að það sama mun mér falla til hjálpræðis fyrir yðra bæn og fyrir tilstyrking Jesú Kristi anda sem eg öldungis vænti og vona það eg verði í öngri grein skammaður, heldur það Kristur með allri djörfung svo sem allt hingað til, líka og einninn nú miklaður verði á mínum líkama, sé það fyrir lífið eða fyrir dauðann. Því að Kristur er mitt líf og dauðinn er mín ávinning.

En með því það í holdinu að lifa þénar meir til ávaxtar að afla, þá veit eg eigi hvort eg skal kjósa. Því að hvorutveggja sturlar mig harðlega. Eg hefi girnd á frá að skiljast og hjá Kristi að vera, hvað einninn miklu betra væri. En það er miklu nauðsynlegra í holdinu að blífa fyrir yðar sakir, þess treystandi það eg muni blífa hjá yður og vera yður öllum til framkvæmdar og til trúarinnar gleði upp á það þér megið mjög hrósa yður í Kristo Jesú á mér fyrir mína tilkomu aftur til yðar.

Gangið sem verðugt er evangelio Kristi upp á það, hvort heldur eg kem að sjá yður eða em eg fjarlægur, að eg megi það af yður heyra að þér standið í einum anda og einni sálu og með oss berjist í trú þess evangelii og látið öngvaneginn blygða yður af mótstöndurunum, hvert að þeim er full sök fyrirdæmingarinnar, en yður heilsugjafarinnar og það sama af Guði. Því að yður er það gefið fyrir Kristus sakir, eigi alleinasta það að gjöra að þér á hann trúið, heldur einninn hans vegna liðið og hafið þá sömu baráttu sem þér hafið á mér séð og nú frá mér heyrið.

Annar kapítuli[breyta]

Því fyrst hjá yður er nú hugsvalan í Kristo, fyrst þar er huggan kærleiksins, fyrst þar er sameign andans, fyrst þar er hjartgróin ástsemi og miskunnsemi, svo uppfyllið minn fögnuð það þér séuð einnrar lundar, hafandi hinn sama kærleika, verandi samhugaðir og eins sinnaðir, ekkert gjörandi fyrir öfund eður hégómadýrð, heldur fyrir lítillæti. Haldið hver sem einn annan æðra en sig sjálfan, og hver einn líti eigi upp á það hvað hans er, heldur upp á það hvað hins annars er.

Hver einn sé svo sinnaður sem Jesús Kristus var, hver þó eð var Guðs ímynd. Hélt hann það þó ekki fyrir neitt rán Guði líkur að vera, heldur minnkaði hann sig sjálfan og tók á sig mynd eins þjóns, varð líkur öðrum mönnum og að hegðan fundinn sem maður, lítillætti sig sjálfan og varð hlýðugur allt til dauða, já, allt til krossins dauða. Fyrir því hefir Guð upphafið hann og gaf honum nafn það yfir öllum nöfnum er svo að í nafni Jesú skulu sig beygja öll kné sem á himnum og á jörðu og undir jörðunni eru, og allar tungur skulu viðurkenna það Jesús Kristus sé Drottinn til dýrðar Guðs föðurs. *

Líka svo, mínir kærustu, sem þér hafið alla tíma hlýðugir verið, eigi alleinasta í minni náveru, heldur nú miklu meir í minni fráveru, verkið sjálfir yðvart hjálpræði með ugg og ótta. Því að Guð er hann sem í yður verkar bæði viljann og gjörninginn eftir sinni þókknan.

Gjörið alla hluti án möglunar og án örvæntingar upp á það þér séuð skuldalausir og skírir og óstraffanleg Guðs börn mitt í milli þeirrar vondrar og umsnúinnar kynslóðar, meðal hverra þér skínið svo sem ljós í heiminum, þar með ef þér blífið við ljóssins orð mér til hrósunar á degi Krists svo að eg hafi ekki til ónýts hlaupið né forgefins erfiðað. Og ef svo er það eg verð fórnfærður yfir offri og guðsþjónustu yðrar trúar, gleð eg mig með yður öllum. Þess skulu þér einninn gleðja yður og skuluð gleðja yður meður mér.

En eg vona í Drottni Jesú það eg muni innan skamms senda Tímóteum til yðar svo að eg glöddunst í huga þá eg fengi að vita hversu yður fer að. Því að eg hefi öngvan sem svo algjörlega sé míns sinnis, er svo af hjarta fyrir yður syrgir. Því að hinir allir leita þess hvað þeirra er, eigi hvað Jesú Kristi er. En vitið það hann er reyndur því að líka svo sem barnið föðurnum, þá hefir hann meður mér þjónað í evangelio. Þann sama vona eg það eg muni skjótlega þangað senda, þá að eg sé hvað mér líður. En eg treystunst í Drottni það eg muni einninn sjálfur innan skamms koma.

Mér leist nauðsynlegt það eg senda til yðar þann bróður Epafroditon, sá minn hjálpari og meðstríðari og yðar apostuli og nauðþurftarþénari er, af því að þér höfðuð heyrt það hann hefði sjúkur verið. Og hann var að sönnu dauðsjúkur, en Guð veitti honum miskunn, eigi einasta honum, heldur jafnvel mér svo að eg hefða eigi sorg á sorg ofan.

En eg hefi sent hann þess skjótara hingað svo að þér sæjuð hann og yrðuð glaðir aftur og það eg hefða þess minni sorg. Svo meðtakið hann nú í Drottni af allri gleði og hafið þess konar menn í heiðri. Því að fyrir sakir verks Kristi er hann dauðanum svo nær kominn það hann sitt líf feygið aktaði upp á það hann þjónaði mér í yðvarn stað.

Þriðji kapítuli[breyta]

Framar (kærir bræður) þá gleðjið yður í Drottni. Því það eg skrifa yður jafnan, hið sama tregar mig ekki og gjöri yður þess öruggari. Gefið gætur að hundunum, gefið gætur að illum erfiðurum, gefið og gætur að %tilsníðingunni. Því að vær erum umsníðing, vér sem Guði þjónum í andanum og hrósum oss af Kristo Jesú og forlátum oss ekki upp á holdið þó að eg hafi það eg megi mér af holdinu hrósa. Fyrst einn annar lætur sér þykja hann megi sér holdsins hrósa, en þá miklu framar eg sem á hinum átta degi em umskorinn einn út af Íraelsfólki, af ætt Benjamíns, ebreskur af ebreskum og eftir lögmáli faríseus, eftir vandlætinu ofsóknari safnaðarins, eftir réttlætinu í lögmálinu verið óstraffanlegur.

En hvað mín ávinning var, það hefi eg Kristus vegna fyrir skaða reiknað. Því að eg held alla hluti skaða vera í hjá þeirri yfirgnæfanlegri viðurkenningu Kristi Jesú vors Drottins, fyrir hvers sakir eg hefi alla hluti fyrir skaða reiknað og held þá fyrir þrek svo að eg ávinni Kristum og í honum fundinn verði, það eg hafi ekki mitt réttlæti út af lögmálinu, heldur það sem fyrir trúna á Kristum kemur sem er það réttlæti er af Guði í trúnni til reiknað verður, hann að kenna og kraft hans upprisu og sameign hans harmkvæla, það eg verði og hans dauða líkur svo að eg mætta honum í móti renna í upprisu framliðinna.

Ekki það eg hafi það þegar höndlað eður sé þegar fullkominn. Eg skunda honum eftir hvort að eg geta einninn höndlað eftir því að eg em af Kristo Jesú höndlaður. Mínir bræður, eg held mig eigi sjálfan fyrir þann að eg hafi það höndlað. En eitt vil eg segja það eg gleymi því hvað til baka er og dreg mig að því sem í fyrir er. Eg skunda að því uppsettu takmarki eftir því hnossi, hvert fram heldur þeirri himneskri kallan Guðs í Kristo Jesú. Svo margir sem af oss eru nú fullkomnir, þá verum svo sinnaðir. Og ef þér skuluð nokkuð annað halda, þá látið Guð yður það opinbera, þó svo framt það vér fram göngum eftir reglunni er vér erum inn komnir og verum líka sinnaðir.

Fylgið mér eftir, kærir bræður, og gætið að þeim sem svo ganga líka sem að þér hafið oss til fyrirmyndar. Því að margir ganga svo (af hverjum eg hefi oftsinnis sagt yður, en nú segi eg yður grátandi) þeir óvinir krossins Kristi, hverra ævilok er fyrirdæmingin, hverra Guð maginn er. Og þeirra vegsemd, sem jarðlega sinnaðir eru, verður til skammar, en vor starfan er á himnum, hvaðan vér væntum frelsarans Drottins Jesú Kristi, sá vorn fáfengan líkama mun forklára það hann líkur verði hans forkláruðum líkama eftir þeirri verkan þar hann kann sér alla hluti með undirgefna að gjöra.

Fjórði kapítuli[breyta]

Líka svo, mínir kærir og æskilegir bræður, minn fögnuður og mín kóróna, standið svo í Drottni elskanlegir. Hinn Evodían áminni eg, hinn Sýntýken áminni eg það þeir sé samlyndir í Drottni. Eg bið þig einninn, minn trúr lagsmaður, veit þeim hjástoð sem með mér strítt hafa yfir evangelio með Klemesi og hinum öðrum mínum hjálparmönnum, hverra nöfn að eru á lífsbókinni.* Gleðjið yður í Drottni alla tíma. Og enn aftur segi eg: Gleðjið yður. Yðra umgengni látið kunna vera öllum mönnum. Drottinn er nálægur. Syrgið ekki, heldur látið yðrar bænir í öllum hlutum í bænahaldi og ákalli með þakkargjörð fyrir Guði kunnar verða. Og friður Guðs, sá hærri er öllum skilningi, varðveiti yðar hjörtu og hugskot í Kristo Jesú.*

Framar, kærir bræður, hvað sannarlegt er, hvað heiðursamlegt er, hvað réttlegt er, hvað hreinferðugt er, hvað ástsamlegt er, hvað vel samir, er þar dyggð nokkur, er þar lof nokkuð, hugsið þar eftir, hvert þér einninn lært og meðtekið, heyrt og séð hafið á mér, það gjörið. Þá mun Drottinn friðarins með yður vera. Eg em næsta mjög glaður vorðinn í Drottni það þér endurblómguðust fyrir mér að syrgja sem þér hafið þó allt jafnt fyrir mér sorgað, en tíðin hefir það eigi viljað líða. Eigi segi eg það nauðþurftarinnar vegna því að eg hefi lært hjá þeim að eg em mér að nægja láta. Eg kann lágur og hár að vera. Eg em í öllum hlutum og hjá öllum skaffellegur, bæði saddur að vera og svo hungraður, bæði gnóg að hafa og vesöld líða. Eg formá alla hluti fyrir þann sem mig máttugan gjörir (Kristur). Þó hafi þér vel gjört það þér hafið mína hörmung á yður tekið.

En þér, Filippenses, vitið það að af upphafi evangelii þann tíð eg burt fór af Makedónía það enginn söfnuður hefir mér samlagað í reikningsskapnum úti að láta og inn að taka utan þér einir saman. Því að til Tessalonisen sendu þér nokkuð til minnar nauðþurftar eitt sinn og þar eftir enn einu sinni. Eigi það eg spyrji að gjöfinni, heldur spyr eg að ávextinum það hann sé gnóglegur í yðrum reikningskap. Því að eg hefi alla hluti og hefi gnóglegana, eg fylltunst þann tíð eg meðtók fyrir Epafroditon það frá yður kom sætan ilm, þægilegt offur, Guði þakknæmt. En minn Guð uppfylli alla yðar nauðþurft eftir sínum dýrðarinnar ríkdómi í Kristo Jesú.

En Guði og vorum föður sé dýrð um aldur og ævi að eilífu. Amen. Heilsið öllum heilögum í Kristo Jesú. Yður heilsa þeir bræður sem eru hjá mér. Yður heilsa allir bræður, sérdeilis þeir af keisarans húsi. Náð vors Drottins Jesú Kristi sé með yður öllum. Amen.

Skrifaður af Róm með Epafroditon.