Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Útburðir

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Útburðir eru nokkurs konar draugar sem koma af því að púkar fara í börn er mæður bera út án þess þau hafi hlotið skírn, því skírnin rekur allt óhreint burtu. Því eru þeir menn óskyggnir er skírnarvatnið vætir augun í. Útburðir dragast á öðru kné og halda á dulu þeirri er þeir voru vafðir í. Ekki komast útburðir langt þaðan er þeim var kastað út. Ekki geta þeir valdið villu nema rétt hjá sér, en stundum heyrist gól til þeirra, helzt í illveðrum eða dimmviðri.