Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Útburður á Flókadal

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjóri Jón Árnason

Þessa vísu er og sagt að útburður hafi kveðið, en ekki vita menn hver drög til hennar liggja:

„Er ég skjótur eins og valur,
undirförull sem kjói;
föðurland mitt er Flókadalur,
fæddur er ég á Mói.“[1]


  1. Flókadalur er til bæði í Skagafjarðarsýslu og Borgarfjarðarsýslu og ef til vill víðar á Íslandi, en Mór heitir bær nokkur í Fljótum.