Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Kirkjan í Geitlandi

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjóri Jón Árnason

Það segja menn að hraunið í Geitlandi hafi eyðilagt bæi nokkra sem þar eiga að hafa verið. Þykjast menn vita hvar kirkjan stóð, því þar var kirkja, og stendur nokkuð af túninu á kirkjustaðnum út undan hrauninu.

Einu sinni fór maður að grafa upp kirkjuna í Geitlandi. Byrjaði hann að höggva hraunskorpuna yfir kirkjumænirnum. En er hann hafði nokkra stund að verið sá hann að Kalmanstunga var í loga. Hljóp hann þá frá og ætlaði að bjarga bænum, en þegar hann kom þangað sá hann ekkert. Við þetta hætti hann.