Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Ljáðu mér rifið mitt

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
„Ljáðu mér rifið mitt“

Gísli Eiríksson lögréttumanns í Skál á Síðu Gíslasonar formanns, prests á Krossi í Landeyjum, bjó nokkur ár á Skál (milli 1740 til 49). Einu sinni var grafið þar að Skálarkirkju og var Gísli líkmaður. Um nóttina eftir dreymir Gísla að maður kemur á gluggann og segir um leið og hann flettir klæðum frá sér: „Ljáðu mér rifið mitt, mér er illt í síðunni.“ Gísli hugsaði ekki út í þetta fremur, en næstu nótt dreymir hann eins, og gætir Gísli þess ekki. Þriðju nóttina kemur maðurinn enn og er mjög aumaligur með sömu orðtökum. Guðrún Björnsdóttir kona Gísla fer nú að leita í fötum hans. Þá tíðkuðust stuttbrækur með stórum vösum utan á hliðunum. Fann hún þá mannsrif í vasa á brókum hans. Hafði það fallið ofan í hann þegar hann var að troða ofan í gröfina. Þau létu rifið út í leiðið og bar ekki framar á þessum manni.