Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Mannskaði í Grímsey
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri (1862)
Mannskaði í Grímsey
Mannskaði í Grímsey
Einu sinni (eftir 1800) fórst maður í Grímseyjarbjargi seint um kvöld og fréttist ekki lát hans um eyna fyrr en morguninn eftir, en um nóttina dreymdi konu sem dó 1843 að maður þessi kom á gluggann hjá henni, var að vinda blóðið úr húfunni sinni og kvað þessa vísu:
- „Þanka maður gætinn, gegn,
- gerðu þér í hug um stund
- hvort að þessi feiknafregn
- fákætt hafi sumra lund.“
Um morguninn fréttist lát mannsins og var haldið að hann hefði ekki orðið öllum harmdauði.