Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Draugasögur/Reimleikar

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Reimleikar

Ekki hef ég heyrt að reimleiki stæði af sakamönnum er greftraðir væru utangarðs. Þó var dys ein á Litlamel vestan Vatnsdalsár er Páll Ólafsson varaði mig við að setjast á ef ég kynni að sofna þar, því þá dreymdi mig illa sökum þess þar væri kösuð kona ein er hefði verið dæmd á Ásþingi fyrir dráp á barni sínu og síðan drekkt í ánni. Þar á móti heyrði ég það í Skagafirði að drukknaðir menn væru oft á sveimi ef þeir yrðu til í vatnsföllunum. Sáust þeir oft á reið með Svartá eða Húseyjarkvísl og á bökkum Héraðsvatnanna, helzt í dimmu, en líka stundum á björtum degi.