Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Brynjubæn Sæmundar fróða (í nauðum, bágindum og háskasemdum)

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Brynjubæn Sæmundar fróða (í nauðum, bágindum og húsaskemmdum)
Reiði og bölvuð bræði
burt renni og hart spennist
hræðsla og hugarpíslir[1]
hrynji og ei linni; minn óvinur,
bölvan bið ég hann skelfi,
brotni [og þrotni fyrir almáttugum[2] drottni;
hjartað nístist, brjóstið bresti,
[böl smelli og hrelli að sælufelli,[3]
brenni mest utan og innan,
af Belsebub síkveljist,
blási, bólgni[4] og frjósi;
[nema blíður mér gott gjöri.[3]
Ellegar yfir hann falli
andi hins neðsta fjanda.
Kraftur [hugður leiftri og[5] logi,
líf hans sundur keyrist,
svo sál kviki, kvöl veikist,
kvíði brjóst hörðum þjósti,
[Innan bítist,[6] brenni heitast
bölslungin móðstunga.
Öll skömm á þér hríni,
ill blessan með þessu;
utan mælir mestu
meðaumkan mér til handa.
[Hrapaðu í heljar víti,
hraktur mér, naktur[7]
sneyptur,[8] sneypu vafinn,
sníktu á fjandann sjálfan;
ami þér allt á jörðu,
illir og góðir andar,
[sandur og himna hæðir
og hallir engla gjörvallar;
utan blíður með bótum
byrstur heift frá sér gisti.[9]
Sittu, stattu særður,
svikinn af öllum kindum;
utan mér allt gott gjörir,
[þá efli þig mest hið bezta.[10]

Potens † dominus † Christi † adiovis † vita † manus † komu † asinan † Salva Thor † vil Fela † Feus † origo † Spes † Fides † Christus † 03. ofa † Agnus † leo † vervas † Pater † Titus † Spiritus † Jesus † Christus † veator † Aternus † Redem † Bo † Trintas † vita † Clemens † Capus † Tetra † grammaton † Emanuel † Amen.

Krossfesti Jesú, kom þú hér,
kalla ég þig til hjálpar mér
svo djöfullinn með dauðans mein
dragist burt fyrir þessa grein.
Guð veri með oss öllum saman.
Jesu Christi uppljúkist á móti Sathan. Amen.

Það sé já og amen, í Jesú nafni amen.

  1. styggðir, Vestfjkv.
  2. Frá [ hefur Vestfjkv. þannig: rotni fyrir.
  3. 3,0 3,1 Frá [ tekið eftir Vestfjkv.
  4. brenni, Vestfjkv.
  5. Frá [ Vestfjkv. þannig: hugar lyftur.
  6. Frá [ Vestfjkv.: Tönn bitrust.
  7. Frá [ bætt við eftir Vestfjkv. „naktur“ getgáta fyrir „maktur“, sem stóð í handritinu.
  8. sneyddur, Vestfjkv.
  9. Frá [ vantar í Vestfjkv.
  10. Frá [ bætt við eftir Vestfjkv. sem sleppir aftur latínuklausunni með krossunum og versinu þar á eftir.