Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Galdrasögur/Vísur til að herða stefnu og fæla með djöfulinn

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri  (1862) 
þjóðsaga, edited by Jón Árnason
Vísur til að herða stefnu og fæla með djöfulinn

1. Draugaþáttur

Undan vindi vondan sendi,
óskir ferskar raski þrjózkum;
galdurs eldur gildur holdið
grenni, kenni og innan brenni.
Eyrun dára örin særi,
eitrið ljóta bíti hann skeytið [skeytt];
allur fyllist illum sullum,
eyði snauðum bráður dauði.

2. Tröllaþáttur

Fjandi, andi flár, grár,
flýi, mýi með skýi,
særður, marður, síbarður
sökkvi hinn dökkvi og hrökkvi,
Falli allur seiðsullum,
svíði því níði með stríði,
niður skriðinn, nauðmóður,
nístur, hristur og ristur.
Nú sé hann bundinn,
neyddur og úthrundinn,
hnepptur í dróma, helvízkt grey,
hart úr liðunum [liðnum] undinn;
sem gróa færir grundin,
gengur lögur um sundin.


3. Áttþættingur

Hrekkvísum hrífi,
hrakspárnar blífi;
rækallinn rífi,
roti hann og stýfi,
kvikan í kífi
kölski aflífi,
árinn ósvífi
aldrei þér hlífi.
Magna ég mærðar seiði
og máttug orðin greiði;
gustur af guðs reiði
gæfulausum eyði;
ill hann álög meiði,
ævi sína [þína] sneyði;
vítis vegurinn breiði
í veru kvalanna leiði.
Herði ég hörðu bandi,
heitt, fast ummælandi,
að svo stefnan standi
og stíft ákveðinn vandi,
eins sem ægi og landi
er nú guð ráðandi;
sökkvi svartur andi,
svelgi hann vítisfjandi.

4. Dvergmál

Sauranda vondum
svíði nú við stefnu stríðið
sem sjór fellur út og að stórum,
sem lifendur finnast léttfærir andar,
liggur manns hold hulið moldu,
sem svín gjörir jafnan saurga trýni,
sjór í stormi ber báru,
sem eldur brennir eikur á foldu,
jurtir á jörðu birtast,
sem andar er í sjó og sveinar út róa,
sálir heilagra í burt úr báli.
Álög fylgi nú mínu máli,
álög fylgi nú mínu máli,
álög fylgi nú mínu máli.

5. Herfjötur

Særi ég þig við sælu veru
særi ég þig við guðs æru
sonarins sára pínu
og sina blóð sem flóði
að mín standi stöðug
stefnuorð í skorðum
sem foldar fasta veldi
og fagur himna hagur.