Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Helgisögur/Bæn Herdísar Þorláksdóttur í Grímsey

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Þessa bæn segir síra Páll Tómasson, prestur í Grímsey 1829-35, að Herdís[1] hafi lesið fyrir sér með mestu guðrækni:

Geng ég til kirkju
með nýja skó og skafna þvengi.
Fjórir standa fyrir mér,
fjórir standa bak við mig
guðs englar góðir.
Krossa ég mig á brjóst,
krossa ég mig á enni,
krossa ég mig í hvirfil há.
Sankti María, guðs móðir,
stendur við kirkjudyr;
Amen, í Jesú nafni, amen.


  1. † 1833, 102 ára. [Hdr.]