Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Þeir eiga allir bágt sem engan eiga að nema guð

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Manni nokkrum er illa farnaðist búnaður og þurfti oft annara liðs að leita reyndist þá eins og máltækið segir að leiðir verða langþurfamennirnir. Varð honum því þetta að orðshætti: „Þeir eiga allir bágt sem engan eiga að nema guð.“