Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Af sem áður var

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Af sem áður var

Einu sinni var nirfill í Þingeyjarsýslu sem sögur fara af. Hann hafði grætt fé í hallærisárum, en nú leið og beið. Þá segir kall: „Það er af sem áður var; guð getur ekki sent núna neitt hallærisár.“