Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Flauta-Bríet
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Flauta-Bríet
Flauta-Bríet
Sú er önnur saga um uppruna flautanna að maður einn ríkur átti dóttir sem Bríet hét. Hann gifti hana burt og bjó hana ríkuglega úr garði í öllum greinum. En skömmu síðar frétti hann að bú hennar gengi mjög til þurrðar fyrir vanhirðing hennar. Eitt haust fer hann að heimsækja hana og varaði einhver hana við því, og var nú illt um góð ráð því skorturinn var heima fyrir hjá henni. Tók hún samt það ráð að hún hvolfdi öllum söfnunarílátum sínum í búrinu og bjó til flautir og dreifði á botnana. Þegar faðir hennar kom í búrið sá hann að þar voru öll ker full á barma. Þókti honum þá dóttur sinni búnast betur en af var látið og grennslaðist ekki meira um hagi hennar. – Um Bríeti hefir þetta verið kveðið:
- Flauta-Bríet fögur á kinn
- fallegt ráð oss kenndi
- með hlaupkjarald og segginn sinn
- sitt í hvorri hendi.