Fara í innihald

Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Kímnisögur/Hún mun vitja gormanna

Úr Wikiheimild

Einu sinni reru Bakkabræður á sjó og drógu þá lúðu svo stóra að þeir treystust ekki að innbyrða hana. Kom þeim þá saman um að nægja mundi að ná úr henni gorminum og flytja hann í land, „því hún mun vitja gormanna,“ sögðu þeir. Ná þeir nú gorminum og róa kappróður með hann í land til þess að komast á undan lúðunni og taka á móti henni í lendingunni. En hún kom aldrei að vitja gormanna.