Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Náttúrusögur/Regla um að leita að grösum eða steinum
Útlit
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Regla um að leita að grösum eða steinum
Regla um að leita að grösum eða steinum
Nær þú vilt leita að grösum og steinum ber á þér Venerisjurt, surtarbrand, gráurt, vax og álun svo álfar villi ekki sjónir fyrir þér, undir sólaruppkomu því um hana liggja allir steinar lausir á jörðu, en þeirra er helzt að leita við sjó þar sem eru rauðir sandar. Má þá þar taka um áðursagðan tíma; sumir eru á fjöllum uppi og má þá með sama hætti finna. En páskadags- og hvítasunnumorgun halda sumir gott að steinum leita, en að grösum Jónsmessunótt. Annars er það bezt þá þau eru fullvaxin.