Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Gömlu Sigríðarstaðir

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search

Skammt fyrir sunnan Sigríðarstaði í Ljósavatnsskarði sést eyðikot. Túnið er slétt og stórt og vottar fyrir túngarði alstaðar og húsatóftum. Þær eru ofarlega í túninu, en skammt fyrir neðan og sunnan þær liggur steinn og snýr til suðvesturs; hann er kantaður og digrari í annan enda. Á hæð eða þykkt er hann um tvö kvartil, eins á breidd, en um fimm kvartil á lengd. Á honum stendur ritið Sigríður(?). Gömlu Sigríðarstaðir.jpg hér um bil líta stafirnir út; en auðséð er að þeir eru frá seinni tíð. Ég get ekki skilið í U-inu að það eigi að vera svona nema ef það skyldi hafa verið klappað svona y, en strikið sæist ekki sem líka er. Munnmæli eru að þetta sé líksteinn yfir Sigríði er byggði fyrst Sigríðarstaði og bærinn tók nafn af og þarna hafi fyrst gömlu Sigríðarstaðir verið, en færðir í seinni tíð þar sem nú er bærinn.