Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri/Viðburðasögur/Taflvísa gömul

Úr Wikiheimild
Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
þjóðsaga, ritstjórn Jón Árnason
Taflvísa gömul

Taflvísa gömul er biskupsdóttir nokkur kvað til að hjálpa manni er faðir hennar tefldi við svo hann ekki færi halloka fyrir biskupi í taflinu:

Fallega spillir frillan skollans öllu.
Frúin sú sem þú ert nú að snúa
heiman laumast hrum með slæmu skrumi,
hrók óklókan krókótt tók úr flóka.
Riddari studdur reiddist lyddu hræddri,
réði vaða með ógeð að peði,
biskups háskinn blöskraði nízkum húska,
í bekkinn gekk sá hvekkinn þekkir ekki.

Sumir segja það hafi verið Ragnheiður dóttir meistara Brynjólfs biskups Sveinssonar.