Afsalsbréf ekkjufrúr Skálholtskirkju til dóttur sinnar dómkirkjunnar í Reykjavík, kveðið 1796 af síra Th(orsteini) S(veinbjarnarsyni)

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit

Autt er seggja sæti,

sanna má eg það,
margan minna grætir
mein í ýmsum stað
heldur en manna missirinn,
eg sem reyndi ár og síð
aldur langan minn.

Einn eg öðrum betri

átti fyrirmann,
mig á sama setri
sérhver elska vann,
klæddu mig í skart og skrúð,
Ögmundar tók yfir þó
örleiks mildin prúð.

Lærdóms listir kunnu,

lofstír höfðu af þjóð,
ágæt verkin unnu,
enn sem lifa góð,
af þó hinum eldri bar
Finnur og Hannes, feðgar tveir,
frægstu doctorar.

Þeirra þar eg misti,

þykir horfin von,
að þá gæfu gisti,
gerist ektakvon,
enda er lystin ei mér hjá;
upp á hugsa mun eg menn
meir ei héðan frá.

Ekkjustandið una

ánægð skal eg við,
og til minna muna
manna, sem i frið
hvílu byggja hjá mér enn,
meðan þessum hjari á hvol,
hlý eru velkomen(n).

Megn þó sorgin sviðri,

sem mig lúði títt,
mér í ranna miðri
mætir tölu nýtt,
Vík sem Reykja boð frá bar,
daghelguðu dóttur mín
drottni höfðingjar.

Meður sálmasaungum

signdu herrar fljóð,
lærdóms lýstu faungum,
leingi á þessu stóð,
fyrirbónum beztu með
mintust líka mætir á
menn, sem eiga réð.

Líkarus þornar þróttur,

þar fer eptir geð, — -
æ, mín ekta dóttur,
ei fæ jeg þig séð;
nú að einu flestalt fer,
hamurinn ruggar hólnum áf
hugann sendi eg þér.

Efnið þitt eg þekki,

það voru efnin mín,
þitt eiginlegt ekki
á þér nokkuð skín,
alt það frá mér tíðin tók,
ríkari hlaut að ráða þá,
raun hvað mínum jók.

Þinn uppvaxtar aldur

ærið kosta vann,
margur tugur taldur
tærðist, eg það fann,
bráðgerð varst ei, barnkind min,
fljótari á fótinn var
forðum móðir þín.

Bráðan þroska þáði,

þegar átti Klang,
eins að Ögmunds ráði
ört hún komst á gang,
upp Brynjúlfur yngdi frú;
ómannvaxin vita skalt
værir dóttir þú,

Hefði ei herrann prúði

hag þíns vaxtar séð
og flýtt á fótinn brúði
fylgi bezta með
teingdafaðir maka míns
stiptamtmaður Stephánsson
stjórnan máttar síns.


Ei að öllu búin

ertu, dóttur-kind,
en eg reitt og rúin
ramba í hverjum vind;
þegar eigur þverra mín,
hverninn viltu haldast við
hams og börnin þín?

Sex þó öldum eigi

auðnist þér að ná,
mér svo líkjast megir,
múruð ofan i tá,
eða eg gerist uppá þig,
þinna muna þurfa munt,
þetta uggir mig.

Bagla, bjöllur, mítur,

bríkur, verkfærin(n),
hér að auk þú hlýtur
helga skrúðann minn,
alls vil þessa unna þér, —
Þorláks eptir skildu skrín
til skemtunar hjá mér.

Þeygi þitt við hæfi

það er firnsku hljóm
nú á nýju æfi,
nýjan helgidóm,
nýja maka, nýjan sið,
nýtt aðsetur, ný félög,
nýjan smekk og snið.

Færðu, fagnað náðu,

fer þér, sjá, að hönd
brullaups-gleðin, gáðu
gömul kviknar önd,
lúta vill í vesturátt,
styðjið þið mig stúkna hrör,
stúlkna er orðið fátt.


Mentafrægar, fríu,

fóstra sem eg réð,
nettu meyjar níu
nú fæ hvergi séð,
upp mér sögðu veru og vist,
þú namst, dóttir, þær frá mér,
þegar myndaðist.

Frítt og dautt hér færðu,

fast og laust mér hjá,
þér nú líka lærðu
láta þessa skrá,
afsalsbréfið ekkjunnar
að Lögbergi lesið se
loks til styrkingar.

Þér, sem hýsing hlutuð

hjá mér, góðir menn,
nafnbóta svo nutuð
nýrra, og lifið enn,
beggja stétta bezt mannval,
signetum og sérhvers hönd
sæmið þetta skjal.

Prentað eftir tveimur afskriftum Höfundur: Séra Þorsteinn á Hesti Reykjvíkurdómkirkja var vígði 6. nóvember 1796

Heimild[breyta]

Afsalsbréf ekkjufrúr Skálholtskirkju til dóttur sinnar dómkirkjunnar í Reykjavík, kveðið 1796 af síra Th(orsteini) S(veinbjarnarsyni)