Arnbjörg/1

Úr Wikiheimild

1[breyta]

Ottastu Gud og haltu hans bod, því svo hlídir hverjum manni at gjöra. Préd. 12, 13. Þessa höfudreglu géfur Salómon ei sídur konum enn körlum, og á Guds ótti at sitja í fyrirrúmi vid allar fyrirtektir manna; enn þar er kvennfólk vantar optastnær bædi lærdóm og líka mörg tækifæri sem hjá karlmönnum æfa sinnisins krapta, íhugan og athuga, þá er brínandi fyrir þeim varúd sú, at þeirra gudsótti verdi sem síst óskynsamleg þjónusta, því þá er ber vodi, at gudhrædslan úrkynjist svo mjög, þat hún verdi einsaman hjátrú, ellegar grimd og nornaskap, í stadinn fyrir helga vandlætíng (Rómv. 10, 2.) um Guds dýrd og gagn náúngans, svosem þegar gydíngar hvöttu gudhræddar heidurskvinnur, at reka Pál postula og þá Barnabas báda burt úr landamerkjum Antiochiu borgar, Act. 13, 50. Enn þegar skynsemin prýdir og gudhrædslan helgar þá kosti, sem kvennfólki eru eginlegir, framar enn körlum, sem eru: nákvæmni, medaumkan, blídlyndi, hugarlátsemi, tilleidanlegleiki, þá er vel farid því húsi, sem slík hússfreija stýrir; hennar madur hefir fundid gódann hlut, og medtekur velþóknan af Drottni. Próv. 18. 22.