Arnbjörg/3

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Arnbjörg
höfundur Björn Halldórsson


3[breyta]

Trúin er ædri heldur enn óttinn, hann álítur Gud í öllum athöfnum fyrir sinn dómara, og hrædist því fyrir ad styggja hann med nokkurri synd, enn trúin álítur sig sæla undir hans stjórn. Hún gjörir sjálfrád, án kúgunar og þó med alvörugéfni, hans vilja, sem alleinn er gódur; hún hefir einann Gud sér at trúnadi; sá trúnadur er svo ómissandi, at án hans gétur — engi madur gjört skyldu sína, eda æft þær dygdir, sem standi mann hæfir, svo Gudi megi hægt vera. Trúnadi og traust á Gudi er svo þarft þeim, sem manndygd vill sýna, sem aflsinar eru manni þeim, er burda þarf at neyta. Hvadan kémur manni djörfúng fyrir Gudi og mönnum, nær madr vandtreystir alvitsku Guds, mætti hans og gódgirni, at vita naudsyn manna, kunna og vilja hjálpa? Hvernin má hússmódir hugga bónda sinn í sorgum og áhyggju, eda hjú sín og vini í sjúkleika og ödrum vandrædum, nema hún hafi sjálf athvarf til Guds, og viti, hvers hún má af hönum vænta? Þegar hún veit á hvern hún trúir, fær hún med því Guds traust, úrrædi og skörúngskap í hverri þraut og í öllum ödrum atburdum.