Arnbjörg/5

Úr Wikiheimild

5[breyta]

Gód kona hefir sín trúarbrögd jafnan fyrir augum. Því er hún trúrækin. Þessi trúrækni gjörir góda háttaskipun í húsi hennar, setur skordur vid gjálífi únglínga, vid lausúngar, sjálfrædi hjúanna og vid ofmikilli búksorg. Þar fyrir vandar hún helgidaga hald, húslestra og bænagjördir, þá allt heimilis fólk er nálægt tilsamans. Lögtekna sidi kirkjunnar rækir hún því hvad, sem þarútaf bregdur, gjörir hneixli og óþarft umtal, sem engu gódu stýrir; hún fordast í því sem öllu ödru allt ílt skyn, 1. Tess. 5, 22, hún sýnir sig rádsvinna.