Arnbjörg/53

Úr Wikiheimild

53[breyta]

Súrt smjør hefir brúkað verið til feitmetis hér í landi frá alda øðli, já, frá Íslands byggíng, og hefir sú atferð mikið styrkt búsældir landsmanna, ámeðan efni voru meiri enn nú, því at það saltaða smjør heldur sér varla 2 ár, svo ætt sé á eptir, enn það súra hefir óskémt haldið sér yfir 20 ár, og því kunnu forðum Biskupar og aðrir stórbændur og auðmenn at eiga óskémdar grásíður til bjargarbóta mørgu fólki, þegar felli vetrar høfðu eydt mestøllum búsmala og búnyt. Það smjør, sem sýrast skal er þá eins hreinlega þrifið, sem hitt. Helst lætur búkona sauðasmjør súrna, því það er feitara. Súrinn kémur af sjálfum sér, þegar smjørið kémur saman, og er því betra, sem meira er saman; það smjør á ekki í vatni að þvost, heldur hnoðast vel, enn það lítið, sem þá er eptir af áum, batar það, því gángur og súr kémur því fyrri í það. Með því á Íslandi er optast harður og kaldur matur brúkaður fyrir erviðis fólk, þá er því hið súra smjør, helst á vetri, hollara enn hitt saltaða, og svo skamtar skynsøm bústýra því.[1]

  1. Bið fiski og øðru harðæti, sem svo mjøg brúkast hér í lanði er súrt smjør að ætlun minni hollasta feitmetið, enn ekki á það við, og mun ei helður vera allskostar holt, þar sem tíðkast súr-brauð, og af þessu kémur það að Danir og þeir innlendir menn sem hafa vanist þeirra mataræði, fella sig ei við það.