Arnbjörg/55

Úr Wikiheimild

55[breyta]

Oftar gjørast af sama efni og skyr, enn eptir því búskaparlagi, sem nú er hér á landi, þá sér að hver forsjál kona, at skyr hrøkkur lángtum betur til búdrýginda, enn ostagjørð, einkum þar nú er peníngur svo fár eptir hørð ár og heyleysi. Enn þá er búsmali er mikill, þá þarf lángtum meiri ílát fyrir skyr en osta, og meiri vøktun þarf það, þá gjørir búkona osta til sølu. Um atferð ostagjørðarinnar hefir hver búkona sinn eginn hátt, enda eru þeirra ostar mjøg misjafnir. Góð matmóðir vandar þetta verk, sem øll ønnur, at ostur verði hollur og góður fólki hennar, og at hann verði líka útgengilegur til sölu, enn kaupandinn fái góða matvøru. Ekki er minni vandi at geyma vel osta enn gjøra þá, og er hverttveggja búkonu verk. Hún kémur sterkum birkilegi í pott, sýður osta þar niðri' í hægt litla stund, þá sækja ei ormar at þeim. Sømu verkun hefir það, þegar hún lætur eina mørk þess lagar koma í hverjar 20 merkur mjólkur þeirrar, sem ostur skal afgjørast. Þá er enn ráð, at sjóða möðru í þeirri mjólk, sem til osta er ætluð. Nokkrar láta nýann oft liggja í saltlegi hreinum eitt dægur, og þurka hann svo aptur. Það sama batar þá osta, sem áður voru orðnir harðir og segir.