Arnbjörg/56

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search


56[breyta]

Góð og forstöndug hússmóðir gætir þess jafnan, at allur hennar matur sé hreinn, þokkalegur álits, smekkgóður og allrahelst, at hann hollur sé. Hér til vandar hún mest hreinláta meðferð allra hluta, helst matvælanna og allra þeirra kéra og íláta, sem þartil brúkast, svo sem eru mjaltafötur, rjómatrog og dallar, samt öll kéröld, sem til matar eru höfð; hún lætur það alt vera vel þvegið áður brúkað sé í hvert sinn. Aldrei líður hún, at súr komi í þau ílát, enn verði það, í móti vilja hennar, nær hún aptur súrnum úr þeim með sjóðandi vatni, einu eða fleirum; þartil lætur hún sjóða einirlauf í greindu vatni, at síður súrni aptur, einsog Hr. Strøm segir frá, og ráðleggur Normönnum. Hún skar vel alla nýa mjólk og aptur rjóman. Smjörið hnoðar hún og eltir vel, at ekkért af áum verði þar í eptir, og hrærir síðan, áðurenn hún saltar það, (§. 52.). Um smjörgjörð og osta og það hreinlæti, sem þar til hlýðir, hefir Sekretéri Olavius skrifað greinilegann og þarfann bæklíng, sem bæði er og má vera í afhaldi hjá forstandugum og góðum hússfreyum, því hann kénnir það sama, sem þær hafa áður brúkað og brúka enn, samt nokkur fleiri góð ráð framandi þjóða í því efni, enn sá bæklíngur er miðlúngs vinsæll hjá óþrifnum og óhreinlátum konum, enda telur þær engi maðr með góðum hússmæðrum, heldur fyrir forrotnan í efnum og beinum bónda síns.