Arnbjörg/57

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search


57[breyta]

Sama þrifnað og hreinlæti hefir góð hússfreya í meðferð allra annara matfánga og búsafns svo ekkert óhreint komist þar að, sem vera kann mygla, farði, maðkar, flugur og fleira þessháttar, sem alt er bæði viðbjóðslegt og óhollt hverjum manni. Þegar góð kona hefir þann mat, sem ei vel geymist án skémda, þá brúkar hún þann sama sem fyrst fyrir fólk sitt, enn fái það ekki torgað þeim mat, áður enn hann spillist, þá vill hún samt, at öll Guðs gáfa, sem hún hefir hönd yfir, verði að notum, og finnur hún sér þá fátækann granna sinn, sem hún géfi þau faung, áður þau ónytist, svo at ei sé ætileg. Hún hatar og forðast þeirra dæmi, sem geyma mat til þess hann er óætur útborinn í bæar hauga, þegar fátækir smábændur líða húngur heima í nágrenni þeirra, með konum sínum og börnum.