Arnbjörg/8

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Arnbjörg
höfundur Björn Halldórsson


8[breyta]

Skynsöm kona hyggur at Guds stjórn í heiminum og gætir þess, at Kóngur og hinir, sem Kóngs vald hafa í höndum, vaka yfir fridi lands og lýda, svo almenníngr megi lifa gódu og rólegu lífi í allri gudrækni og sidsemi, hún bidur því Gud fyrir Kónginum og ödrum yfirvöldum, hún heidrar þau og elskar og brýnir fyrir börnum sínum og hjúum þá sömu skyldu, hún styrkir bónda sinn í öllum greidslum og allri skyldu vid yfirbodara, at sú landstjórn, sem hún býr undir, megi farsællega vidhaldast í spekt og fridi.