Arnbjörg/9

Úr Wikiheimild

9[breyta]

Hyggin kona rækir og elskar almenníngs gagn, hún styrkir gjarnan og ljúflega til þess eflíngar, hún er bónda síns medhjálp í því at gjöra gód sveitar skil, og sjálf er hún sveitar bót, þar sem hún býr. Hún geymir þess vandlega, ad hennar ófullkomin og minni háttar skylda, sem bundin er vid stad, tíd og kríngumstædur, hindri ekki þá fullkomnu skylduna, sem aldrei [má] synja og adrir meiga af henni krefja, því setur hún athöfnum sínum þær skordur, at aldrei fóttrodi hún Guds, kóngsins edr yfirvaldanna bod, aldrei brjóti hún í móti almenníngs gagni edr födurlandsins, þó þad væri henni ávinníngs von; Hún hýsir ekki íllrædismann eda leynir honum í kjærleiks skyni; hún géfur ekki göngumanni þann mat eda þad fat í gudsþakka nafni, sem börn og hjú svelta og kélur fyrir; ekki géfur hún þann peníng öreiganum í medaukanarskyni, sem hún á einann til ad greida í tekjur yfirvaldsins; hún lætur ei þíngbod falla fyrir þad, at grannkona hennar hefir þann dag bedid um mannslán til heyvinnu. — Samt er hún gudsþakkagjörn vid alla öreiga og greidvikin vid nábúa sína, hvar sem má þess orka og eingvir meinbugir hindra hana þarfrá.