Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/10

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin


X
sá bar hjálm og skygðan skjöld
til skarpra hreystidáða.
Frúin situr í Sællandi og syrgir sinn vanda.

Alls er kvæðið 70 erindi.

Annað kvæðið byrjar svo:

Marsk Stígur vaknar um miðja nátt
og mælti við frúna blíða:
»Af sjerlegum er mjer draumi dátt,
Drottinn veit hvað hann skal þýða.«
Minn eðallegi ungi herra Marsk Stíg!

Alls 41 erindi.

Þriðja kvæðið byrjar svo:

Þeir dyljast margir Danmörk í
sem drotnar vilja heita,
sumir í Ríbsborg setjast með frí,
sínum klæðum breyta.
Nú stendur landið í voða!

Alls 58 erindi.

Fjórða kvæðið byrjar svo:

Seint er að orka sögn um stað
úr sjálfri historiunni,
þó skal víkja efni að
aftur í fjórða sinni.
Vjer erum drifnir af Danmörk i vanda.

Alls 35 erindi.

Fimta kvæðið »af Marsk Stigs dætrum« byrjar svo:

Þá vísinn deyr, það verður að ske,
vilt munu býurnar fljúga,
hygg eg eins þeim háttað sje
sem harma ber hjer grúa.
Hrekjast verður um heiminn margur víða.

Alls 39 erindi.

Sjötta kvæðið byrjar svo: