Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/11

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur ekki verið villulesin


XI
Rymur dans um Ríbshúss stræti —
Slotið það er unnið —
fyrir gleðinni riddarar gengu mætir —
Fyrir Eirek, kónginn unga;
með þeim svo voru þeir.
Alls 21 erindi.
Liklega hefur Jón Indíafari snúið kvæðum þessum eftir

kvæðasafni Vedels (kom fyrsta sinni út 1591). Öll þessi kvæði eru kveðin fyrir 1652, dauðaár Ara í Ögri. Sálminn »Jesú ágætur«, hef jeg ekki getað fundið í neinni af sálmabókum vorum nje Grallaranum, en get þess þó, að jeg hef einungis farið gegn um registrin við þær út- gáfur, sem til eru hjer á Konunglega bókasafninu í Khöfn. Jeg þori því ekki að fortaka að hann sje prentaður, en óliklegt þykir mjer það. Ritin í óbundnu máli, sem Einar nefnir, eru bæði til. »Grrænlands chronica« finnst nú í safni Árna Magnússonar, Nr. 779 c, 4°; þrjár fyrstu ritgerðirnar (24 bl., 24 bl. og 30 bl.) þar eru afskriftir af þýðingu Jóns Indíafara. Handrit- inu er lýst í skrá Dr. Kålunds, II, bls. 200—201. Frum- ritið er eftir danskan rithöfund, Claus Christoffersen Ly- schander, Grønlandske Chronica, Kbh. 1608. Hitt ritið, aðalrit Jóns Iidíafara, er æfisaga hans, sú er hjer er prentuð. Hann samdi hana í elli sinni, árið 1661, að því er handritin segja. Að því er ráða má af formál- anum gjörði hann áður aðra tilraun til þess, en lánaði þá bók frá sjer og hítn glataðist. Það getur verið að hjer sje átt við kvæði það um ferðir hans, er hann orti fyrir Ara í Ogri, en líklegra finst mjer þó, að hann eigi við æfi- eða ferðasögu í óbundnu máli. Liklega hefur það verið stutt rit og alveg glatast. Einsog þegar hefur verið drepið á eru ýmsar smávegis villur í æfisögunni, einkum hvað tímatal snertir, og bendir það á að hann hefur samið bókina eingöngu eftir minni, en ekki eftir dagbókum. Hafi hann samið eitthvað þegar hann var í fyrra skifti í Danmörku og á Indlandi, þá hefur