Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/13

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur ekki verið villulesin


XIII

kemur aftur til Danmerkur er honum boðin staða sem skóla- kennari, og síðar á Íslandi hefur hann kennarastarf á hendi samhliða búskapnum, ritstörfum sínum og læknisstörfum. Þekking íslenskrar alþýðu í almennri landafræði var á þeim dögum lítil, einsog við mátti búast. Til þessa hefur Jón fundið, og vegna þess, og líka til þess að gera bók sína sem fullkomnasta og áreiðanlegasta, hefur hann tekið upp ýmsa kafla úr dönsku fræðiriti, þar sem lýst var löndum þeim, er hann ritar um. Bók sú, er hann hefur notað er Compendium Cosmographiæ, stutt landafræði á dönsku, eftir Hans Nansen, hinn fræga borgarstjóra í Khöfn. Sú bók þótti gott alþýðurit á sinni tið; af henni eru til útgáfur frá árunum 1633, 1635 og 1646, og er nokkur munur á þeim. — Kaflarnir, sem Jón hefnr tekið, eru lýsingarnar á Rússlandi {bls. 113—114, aftur að orðinu »hlýddi« 1. 10), Afríku (bls. 243—244), og Indlandi og Asíu (bls. 255—260). Á ýmsu má sjá að hann hefur farið eftir útgáfunni 1646; þannig er í þeirri útgáfu taldir upp þjóðhöfðingar á Indlandi (»Kongen i Pegu . . Den store Mogor«, osfr., sbr. hjer bls. 257), en því er slept í báðum hinum útgáfunum. Ritháttur sumra nafn- anna bendir og á sama, og fleiri smáatriði, t. d. að í þeirri útgáfu er af vangá sett komma milli nafnanna Medina og Talnaby, sem í eldri útgáfunum ekki eru aðgreind, þar sem þau í raun rjettri eru eitt, samsett nafn á þessari borg, en komman í útgáfunni 1646 hefir orðið til þess, að Jón Indía- fari hefur haldið að Talnaby væri sjerstakt borgarheiti (sbr. bls. 259 og 1. athugas. neðanmáls). — Þessar þýðingar Jóns eru nærri því orðrjettar á köflum, en nokkuð dregnar saman, t. d. þegar borgir eru taldar upp, tilfærir Hans Nansen auð- vitað nöfnin, en Jón lætur sjer oft nægja að segja að þar og þar inni sjeu svo og svo margar borgir.

IV.

Rit Jóns hefur upprunalega endað með afturkomu hans til íslands og því aðeins verið 2 fyrstu partarnir. Eftir dauða hans hefur þriðja kaflanum verið bætt við. Hann er einkennilegur að ýmsu leyti.