Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/36

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin


og skjóli þeirra frómra manna, er mig hjer um hafa tilkvatt, má dirfast þessa mína fávisku að auglýsa. Og enn þó að hjer inni sje margt auðvirðilegt og hjegómlegt, þá bið jeg góðan lesara það og fleira að umliða með góðri þolinmæði, en allra helst, hvað sem hjer talast um Guðs verk, bið eg að snúist Guðs heilaga nafni til vegsemdar, heiðurs og dýrðar, en mörgum til góðra nota og gagnlegra eftirtekta. Svo óska eg og einnin, að í hverju sem mjer hefir yfirsjest á öllum tíma minnar æfi, sjerhvers embætti, sem eg hefi verið til kallaður, mætti öðrum til vareigðar, lærdóms og viðvörunar verða, svo þeir því heldur forðist mín vond dæmi, en framar athugi siði forsjálra til óhættari stundunar og stöðu i þeirra embætti og tilsettri kallan. Hjer með yður og öll Guðs börn almáttugum Guði befalandi til allrar umhyggju lífs og sálar. Amen.

J. O. S. I. F.