Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/37

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin


HJER BYRJAST FYRSTI PARTUR ÞESSARA FRÁSAGNA,

HLJÓÐANDI UM MÍNA ÆFI ALT TIL MINNAR AUSTINDÍALANDSREISU.

———

I. KAP.

Innihaldandi um mina fæðing, ætt og uppfóstur og það fleira, sem viðbar, til þess eg var 22 ára gamall, og eg hjeðan úr landi burt sigldi.

Þremur árum fyr en kóng Christian sá fjórði, loflegrar minningar, yfir Danmerkur ríki tók kóngdóm eftir sinn sáluga föður, kóng Friderich hinn annan, afgenginn 1588, hvers krýning skeði i Kaupinhafn 29. Augusti Anno 1596 á hans 20. aldurs ári, á sunnudagsmorgun mjög árla, næstan eftir Allra heilagra messu, fæddist eg i þennan heim[1] á Svarthamri við Álftafjörð í Eyrarkirkjusókn, innan Ísafjarðarsýslu, af erlegum ektaforeldrum, Ólafi Jónssyni og Ólöfu Þorsteinsdóttur. Hans faðir var Jón Þorgrímsson, sá eð var sonur Þorgríms Jónssonar; þessi Þorgrímur

  1. Fæðingardagur höfundarins er þá 4. Nóv. 1593 í gömlum stíl; sje talið eftir nýjum stíl verður hann 7. Nóv.