Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/38

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin
6

var mikilmenni og nafnfrægur maður, þó ei væri hann stórríkur; hann hafði bústað sinn lengi í Æðey í sókn Snæfjallakirkju, og andaðist þá hann hafði fjóra vetur um áttrætt. Föðurmóðir mín hjet Bríit Þórðardóttir, fróm kvinna. Þessi hjón, Jón og Bríit, urðu vel 70 ára gömul, og önduðust mörgum árum fyr en eg fæddist á heimili minna sálugu foreldra. Móðir mín, Ólöf Þorsteinsdóttir, var norðlensk að ætt, í Miðfirði uppalin, af göfugum ættarstofni upprunnin; hennar faðir hjet Þorsteinn Sveinsson, sá eð átti 4 bræður, Ólaf Sveinsson, stjúpföður Þórunnar Bjarnadóttur, sem sál. Síra Sveinn Simonsson[1] kvongaðist, item Þórð og tvo Jóna; þessir menn voru í ætt Jóns Magnússonar[2], sá eð var afi þeirra loflegu bræðra s[álugu] Magnússona. Hennar móðir hjet Hildur Helgadóttir, dóttir Síra Helga, sá eð var sonur Síra Jóns svenska[3] er svo nefndist, af hverjum göfugir ættliðir eru komnir. Móðir Hildar hjet Marín Pjetursdóttir, þess er kallaður var Pjetur Skytta[4], einn Hamborgari, og var hirðstjóri og hjer búandi í landi; hann átti Astríði Sigmundsdóttir, sú eð var systir Jóns Sigmundssonar, sá eð var afi Herra Gruðbrands biskups yfir Hóla stifti. Pjetur átti tvo sonu, Hannes og

  1. Síra Sveinn (faðir Brynjólfs biskups) var fyrst kirkjuprestur í Skálholti 1578—82, en síðan prestur að Holti í Önundarfirði 1582—1635. Prófastur í vesturhluta Ísafjarðarprófastsdæmis varð hann 1588. Hann dó 1644, 85 ára gamall. (Sv. N. Prestat. IV. 17. XI. 5, 14.)
  2. Um Jón Magnússon á Svalbarði (giftan Ragnheiði á rauðum sokkum Pjetursdóttur) og ætt hans (Svalbarðsættina síðari) læt jeg mjer nægja að vísa í Sögu Magnúsar prúða eftir Jón Þorkelsson, bls. 7—11. Um Magnússyni (o: sonu Magnúsar prúða) sjá sama rit bls. 92—93; þeir ættmenn koma víða við sögur eins og kunnugt er.
  3. Síra Jón svenski (Matthíasson) forstöðumaður fyrstu prentsmiðjunnar á Íslandi og prestur á, Breiðabólstað í Vesturhópi 1530—1567. Hvar Síra Helgi sonur hans hefur verið prestur er óvíst. Í Prestatali Sveins Níelssonar er hann ekki nefndur, eða að minsta kosti fæ jeg ekki sjeð að neinn af þeim prestum, er sama nafn bera, geti verið hann.
  4. Um Pjetur Skyttu (Schytt) og ætt hans og mægðir við Jón lögmann Sigmundarson, sjá viðbæti aftan við bókina.