Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/40

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin

8

Egilssonar,[1] sá eð veitti mjer þá heilögu skírn, og sú ferð lukkaðist vel fram og heim aftur, fyrir Guðs og hans heilagra engla aðstoð.

Til þess eg var hálfs annars árs gamall öðlaðist eg góða heilbrigði og döfnun. Síðan veiktist eg, og var mjer í fóstur komið til þeirra hjóna, er undir Hlíð bjuggu í sömu sveit; maðurinn hjet Eyvindur Jónsson, en konan Guðrún Guðmundsdóttir, og voru frómir menn. Hjá þeim var eg tvö ár i fóstri.

Á sjöunda ári míns aldurs var eg undir bók settur. Á því ári gekk hjer blóðsótt mikil í landi, í hverri margir í burt sofnuðu. Úr þeirri sótt sofnaði i burtu hjeðan minn sálugi faðir og fleiri bændur þessarar sveitar um haustið í Octobris mánuði. Halldór minn bróðir var þá 20 ára gamall; hjelt hann samt búskap með móður okkar. Að öðru hausti eftir kvongaðist hann erlegri dándiskvinnu Randíði Ólafsdóttur, og ól með henni 6 börn.

Þá um veturinn eftir kom sá mikli og nafnfrægi vetur, sem landsmenn hjer nefndu Píning, og um vorið milli sumars og krossmessu kom mikill hvalur upp úr ís inst sveitar fram undan Hattardalsstekk, að hverjum varð stórt bjargræði og varð mikil aðsókn þangað úr öðrum sveitum, því stór skortur bjargræðis var víða orðinn hjer í sveitum manna á milli, því vetrarróðrar uppgáfust með Andrjesarmessu, er þá viðbjóðlega uppgekk til stórveðráttu, svo sem raun gaf vitni síðar; heyskapur um sumarið fyrir varð viða hjer um sveitir lítill, og nýttust heyin misjafnlega sakir óþerra.

Á mínu fjórtánda aldurs ári gafst mjer heilsubót fyrir Herrans náð, og góð lækning við minni langvaranlegri ungdómsmeinsemd, af einum dönskum skipherra, Andrjes að nafni, fyrir meðalgöngu frómrar kvinnu, Porkötlu Pálsdóttur, sú eð var min ljósmóðir, og var það eitt epli,

  1. Síra Sigmundar er getið 1592 og 1603 sem prests á Eyri við Skutulsfjörð og segir Sveinn Níelsson í prestatali sinu, að hann hafi verið orðinn prestur þar fyrir 1583, en fyrir 1596 hefir hann fengið Dýrafjarðarþing. (Sv. N. Prestatal. XI. 4 og 7).