Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/43

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

11

aldeilis út af sofnað i Herrans vald. Nú vissi enginn maður hvorki Önundarfjarðar nje Álftafjarðarhrepps af þessu tilfelli. — Skömmu síðar i vikunni heyrðist barnsópið ofan til bygða, og ætluðu þeir menn, sem næstir bjuggu, að einhver sjerdeilis dýrshljóð vera mundu. Þetta bar til snemma í Augusto. Í þann tima A:o 1604 bjó Sira Jón Grímsson[1] í Svarfhóli í Álftafirði, sá eð var sóknarprestur Ögurs og Eyrar, og nær hann fjekk þetta að spyrja, sendi hann með skrifaðan seðil út eftir sveitinni heim á hvern bæ til hvers búandi manns og bónda, sem það innihald hafði, að hver þeirra kæmi með vopn í hendi heim á hans garð með hraðasta hætti, þá strax samdægurs, og þar samtaka í sinni nálægð og með sínu ráði hvernin þeir sjer hegða skyldu í greindu efni, og gjörðist sú ályktan, að menn skyldu uppleita með alvarlegasta hætti hvaðan þessi ýlfran væri og eymdarhljóð eður af hverri skepnu. Gengu þeir svo af stað frá prestsins garði. Þá gengu allir skattbændur með þrískúfaða atgeira, sem hingað á umliðnu ári fyrir þetta fluttust til kaups eftir Kg. M. [skikkan og] befalningu.[2] Og nær þeir komu í þann stað, sem konan lá önduð fyrir löngu, og fundu barnið hjá henni ennþá lifandi og konuna óskaddaða, því barnið hafði varið hennar lík í mörg dægur, þá hnykkti hverjum þeirra hjer við, og þótti hryggileg aðkoma, en þeim manni ei síst, sem bóndi og ektamaður var nefndrar konu, sá eð Jón Eyvindsson var að nafni. Var hennar lík svo flutt til bygða og þaðan með erlegum tilbúningi og meðferð til Eyrarkirkju að hún greftraðist. En þessi þeirra sonur uppólst hjá sínum föður þangað til hann var kominn úr ómegð og var síðan vinnuhjón Sira Thómasar Þórðarsonar[3] og andaðist þar vel tvítugur að aldri á Snæfjöllum.

  1. Síra Jón Grímsson var orðinn prestur í Ögurþingum fyrir 1599; hann var áður eitt ár prestur í Árnesi í Trjekyllisvik, en 1615 fjekk hann Prestbakka í Hrútafiröi. (Sv. N. Prestatal. XI. 8, XII. 1 og 4).
  2. Um vopnaburð á þeim tímum og vopnadóm Magnúsar prúða 12. okt. 1581 sjá Jón Porkelsson, Saga Magnúsar prúða, 1895, bls. 63-77.
  3. Síra Tómas varð prestur á Stað á Snæfjallaströnd (»Snæfjöllum«) árið 1629 og var þar til dauða síns 1670.