Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/44

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin

12

Þá Danskir komu hjer fyrst í hafnir [skrifaðist datum] Anno 1601, sem var vorið eftir Píningsvetur hinn mikla, sem nú teljast 60 ár (ár 1661) og hjet sá Trúels er fyrstur var kaupmaður af Dönskum eftir Konráð íslending [er síðasti kaupmaður var Hamborgara hjer í höfnum].[1]


II. KAP.
Innihaldandi um mína hjeðansigling til Englands.

Á því sama ári, sem fyr var getið, þegar að skrifaðist 1615 bar svo við um vorið fyrir krossmessu, að eitt engelskt skip upp á 50 lestir sleit upp við Vestmannaeyjar i miklum stormi og hleypti inn á Ísafjarðardjúp, og lögðust fram undan þeirri veiðistöðu er Rómaborg nefndist, hvar eg var til fiskiútvega. Og með því vor leið lá daglega nálægt þessu skipi fýsti mig og mína meðfylgjara einn morgun að róa að þessu skipi. . Skipherrann hjet Isach Brommet, einn sjerdeilis ágætur, frómur og ráðvandur maður. Hans mæti hjet VilhelmHundten;[2] bátmeistarinn hjet Vinsentzius. Þessi skipherra meðtók mig og mína lagsmenn vel, og þar fyrir þarf ei sögur um að lengja, að eg án vitundar minnar e[lskulegu] móður rjeðst til fars og útferðar með þessum manni. Okkar sáttmáli var þesskonar, að eg mátti flytja góss með mjer svo mikið sem eg ætti og sjálfur vildi, og eftir engelskri vísu skyldi afgreiða honum 10 dala gildi nær

  1. Öll þessi klausa (Þá danskir o. s. fr.) kemur efni kapítulans ekkert við. Sum handritin hafa misskilið hana og sett hana í samband við það sem á undan fer (ɔ: dauða Ketils), en það getur ekki verið rjett, því ef Ketill hefur verið tvævetra 1604 þá hefur hann ekki dáið fyr en eftir 1621, og sje það rjett að hann hafi verið hjá Síra Tómasi, þá hefur hann ekki dáið fyr en 1629 eða síðar. Um nafnið Trúels, og um Konráð Íslending sjá orðamuninn aftantil í bókinni.
  2. Nafnið er afbakað; máske er þetta enska nafnið Hunter eða þá Huntden(?) Nafnið Brommet er líklega ɔ: Bromhead, ritað eftir framburði. Til er á þeim tímum ensk ætt með því nafni.