Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/449

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur ekki verið prófarkalesin

VIÐAUKAR. I. UM PJETUR SKYTTU OG ÆTT HANS. Menn greinir á hver maður Pjetur Skytta bafi verið, og hvorki Espólin nje Jón Halldórsson nefna hann sem hirð- sljóra með því nafni. En þó má telja víst að hann sje annað- hvort sami maðurinn og Pjetur Trúlsson, hirðstjóri á íslandi 1493—1495 eða þá Pjetur Kláusson, hirðsljóri á íslandi 1497 — 1498; þykir mjer liklegra að það sje Pjetur Kláusson, föður- nafnsins vegna, því Trúls (Troels) er danskt nafn en ekki þýskt, en maðurinn ættaður frá Haml>org. — I ættartolubókum er honum stundum blandað saman við Pjetur skyttu Thomas- son umboðsmann á Bessastoðum 1587 — 1589. I brjeíi til útgefandans dags 25. sept. 1907 kemur Dr. Jón Porkelsson landsskjalavörður fram með skýringu á flækjum þessum. Hljóðar sá kafli brjefsins svo: „Ættartftlubækur telja svo, að Pétur skytta Thomasson, sem umboðsmaður var á Bessastöðum 1587—1589, ætti Ástríði Sigmundardóttur, systur Jóns lögmanns, sem er uppkominn maður 1476 og deyr 1520; telja þær Ástríði dáua 1588, og getur þetta á eingan hátt staðizt. Börn þeirra Péturs og Ástríðar eru talin mörg, og meðal þeirra Jacob, sem umboðs- maður var í Vestmannaeyjum um 1(520 og opt er getið í ferðabók Sira Olafs Egilssonar; Jacoh Ijezt 1641. SystirJacobs og dóttir Péturs og Ástríöar er svo talin Marín langamma Jóns Indíafara. En þetta er alt jafn-ómogulegt. Það er ómögu- að Jacob Pétursson hafi verið langömmuhróðir, og Pétur Tliomasson, sein umhoðsmaður var 1587 — 1589, og Astríður, sem dó 1588, haíi verið langalangafi og langalangamma Jóns Indiaíara, sem fæddur var 1593. Hinsvegar held eg megi greiða úr þessu svona: Pétur skytta var einn af fylgurum Diðriks Pinings 1484 og þá í yfirreið með honum hér á landi (Fornbrjefasafn VII, 12 — 14). Hafi haiin staðnæmzt hér á landi, gæti hann tímans vegna hafa átt systur Jóns lögmanns Sigmundssouar, og mætti