Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/45

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin
13

við kæmum í England. Þetta fjell mínum samlagsbróður mjög þunglega og líka öllum mínum meöfylgjurum. Að þremur dögum liðnum fann eg mína elskulega móður, og kunngjörði henni slíkt sem til var fallið, en með því henni var þessi minn ásetningur fyrir löngu alkunnugnr, fjell henni ekki þetta i þyngsta máta, og ljet viljuglega mig því ráða, befalandi mig eftir daglegri venju þeim eina og þrenna almáttuga Guði í vald, vernd og umhyggju til lífs og sálar, hver hennar kröftug fyrirbón í Guði mig stutt hefir; lofaður sje Drottinn og blessað sje hans heilaga nafn æfinlega. Jónsmessukvöld um náttmálabil skildist eg við mína e[lskulega] móður Olöfu Þorsteinsdóttur, sú eð hafði öðlast af Drottni 68 ára aldur. Margir syrgðu mína burtför, þó eg ei þess verðugur væri. Hjeldum vjer svo heiman úr Álftafirði og út til djúps með góðri veðurstöðu; flutti mig minn bróðir Halldór, mágur og bestu vinir. Þungan draum dreymdi mig þá nótt er eg lá á Oshlíð, um mínar eftirkomandi raunir. Að morgni fórum við til skips, og var gjörð stór veisla. Síðan skildum við með gráti og bað hver öðrum góðs. Að morgni hjeldum við burt af Ísafjarðardjúpi vestur og frá landi til hafs, og kom það skipmönnum saman að draga fisk til matar sjer, og drógu 7 hundruð af þorski. Þá áhljóp mikið landnyrðingsveður, svo naumlega gátum vatur segli náð, og mistum 10 tunnur lýsis, og þá tunnu, sem eg hjeðan með mjer hafði að mestu. Hleyptum vjer svo vestur á Tálknafjörð, og settum upp vor mersusegl. Þar kom á borð til vor sá loflegi kennimann S. Guðmundur Skúlason,[1] er þann tíma hjelt Laugardalsstað. Hann afeggjaði mig frábært að framhalda ferðinni til Englands og bauð mjer án betalings að koma öllu mínu norður aftur. En sem skipherrann hugleiddi okkar hljóðtal gramdist hann mjög

prestinum, því hann grunaði að okkar hljóðtal mundi afráðum

  1. Síra Guðmundur Skúlason var síðan prestur á Rafnseyri, og dó 1623 (Sv. N. Prestat. XI. 1).