Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/46

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin
14

gegna. Presturinn varð af að láta, og skildum vjer svo að gjörðri bæn og blessan yfir mjer og minni ferð. Að tveimur dögum liðnum sigldum vjér þaðan í nafni Drottins, að morgunsöng enduðum, bæn og lítaníu, og í haf suður fyrir jökul, og að öðrum morgni sáum vjer Vestmannaeyjar. Þaðan sigldum vjer austur fyrir Horn, og hjeldum í haf síðan í landsuður. Og nær landið var oss nýlega horfið rak á stór mótviðri af suðaustri i gegn oss. Eitt engelskt kræskip[1] kom á veg fyrir oss, og var í vorri ferð í 3 vikur, þar til stórir stormar oss aðskildu, svo að hvorugir vissu til annara. Skipherrann yfir þessu skipi hjet Thomas Græ.[2] Hvern dag var suðaustanvindur og hjeldum vjer suðaustan til við Færeyjar, hverjar vjer sáum naumast. Halda stýrimenn þær liggi í landsuður hjeðan frá landi 80 mílur. Þaðan sigldum vjer að Hjaltlandi og eru þar á milli 40 mílur eftir mínu minni; það er og eitt eyland og býr á fátækt fólk. Það hefur legið fyr meir undir Danmörk, og var í brúðarheimangjöf í pant sett þeim Engelsku, og hefur ei verið síðan til Danmerkur innleyst, og liggur því síðan undir England.[3] Þaðan sigldum vjer þar til vjer fengum Orkneyjar að líta. Á þeim sandrifum eður grynningum þar á milli sáum vjer 700 hæringsskip [4] og sigldum vjer hjá þremur, er köstuðu síld i skip til vor. Síðan sáum við Skotland,

sem er nær því áfast við England, utan eitt lítið sund þar

  1. Svo nefndust einskonar lítil verslunarskip á þeim tímum; orðið er uppr. komið ár miðaldalatínu craiera, creyera, en verður á ensku craye, crayer, dönsku krejert, sænsku krejare og lágþ. kreier, kreiger, kreger.
  2. líkl. = Thomas Gray.
  3. Jakob 3 Skotakonungur giftist 1469 Margrjeti einkadóttur Kristjáns 1.; gaf Kristján konungur þá Skotum eftir afgjald það, er Noregskonungar áttu að fá af Suðureyjum, enda hafði það ekki verið greitt í mörg ár. Margrjet átti að fá 60,000 gyllini í heimanmund, en þar eð konung skorti fje til að greiða hann út í einu, veðsetti hann Skotum Orkneyjar, og ári síðar Hjaltland. En fje þetta var aldrei goldið og komust eyjar þessar þannig undir Skotlandskrúnu. Tiltœki Kristjáns konungs gramdist Norðmönnum miög. (Sjá um þessa atb. Kr. Erslev í Danmarks Riges Hist. II. 551 og 565).
  4. ɔ: síldveiðaskip; hæringur = e. herring, síld.