Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/47

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin
15

á milli [1] Þá vorum vjer þvi nær og öllausir utan eitt hofsetur[2], og átti það að vatnsblanda hefði lengur í reynt. Þá vjer hjeðan í haf hjeldum var kannað hvað mikið öl þá var til, sem voru 11 hofsetur öls; en hvert kvöld nær skipherrann var til hvílu genginn upphófu þeir sinn ölskap. Einn maður var þar innanborðs, Rúben að nafni; hann sá eg fyrst tóbak með hönd hafa og hvert kvöld taka, og þá list að læra gjörðist minn tilsagnari. Skipherrann og alt fólkið untu mjer hugástum. Skipherramætið og eg tefldum einatt kotru saman þegar tilgaf, og glímdum ; hann var glettinn og hvatorður, sem þeir fleiri, um ísland og þess fólks skikkan, hvar af eg oft firtist við hann; ei var eg hans jafnaðarmaður til glímu, því hann var hinn mesti listamaður þar til og fleira, en í tafli hafði hann aldrei við. Samt vorum við í meinleysi tilsamans, og vildi oftlega hafa fengið mig til Jarmóð[3] með sjer, þar sem hann átti heima, og koma mjer þar i vist, en skipherrann varaði mig við honum, og kvað hann misjafnlega bæði sjer og öðrum reynst hafa. Eg hafði káhyttu efst og aftur lengst hjá bátmeistara Vinsentzius, hver eð var minn fóstri og 20 sjerdeilis góður. Skipherra bað hann um mig og lofaði honum launum þar fyrir. Getum nú þess að vjer sáum England þar sem Nýkastali[4] nefnist. Urðum vjer þá allir næsta glaðir; höfðum vjer þá verið sjö vikur í sjó, og liðið megn stormviðri. Nær vjer áttum nær 3 mílur til lands kom staðarins lífskip frá landi siglandi hið harðasta og beinsta að oss. Þetta var snemma morguns. Skipherrann bauð oss kyrrum að standa til beggja handa sjer, og með afsett höfuðklæði, og fyrirbauð oss bros að sýna eða eitt einasta orð að mæla, og til

hvers þeir kölluðu kvaðst ei dirfast annars en í tje láta.

  1. Landafræðiskunnattu höf. er stundum nokkuð áfátt, einsog hjer, þó hann auðvitað hafi haft langt um meiri þekkingu á slíku, en flestir landar hans á þeim tímum, einsog vœnta mátti.
  2. Líkl. = d. oxehoved, e. hogshead, og mun orðið vera komið inn í íslensku úr ensku.
  3. ɔ: Yarmouth.
  4. ɔ: Newcastle.