Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/48

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin
16

Þetta skip var geysistórt og veglega útbúið með stykkjum og margskonar öðrum herbúnaði, þar með einnin gylt og göfuglega stafferað um fremri og efri hluta skipsins. Kaptuginn þeirra kom og talaði til vors skipherra svo trássugt að hverju hann spurði; tóku síðan strik frá oss og urðum glaðir við. Þegar leið yfir miðdag komu út frá Nýkastala 3 hundruð skip, öll hafandi inni steinkol, er þangað viða úr löndum sækjast, og með ærnu fje kaupast; þau skip áttu heima í ýmsum stöðum, i Englandi sum, í Frans, Þýskalandi, Hollandi, Noregi og Danmörk. Um nónbil á sama degi hljóp á æðistormur mikill af norðvestri, því og rjett undan ljetu öll skipin suður með landi hörfa, þar til fyrir Jarmóð kom; þar forgengu tvö skip um kvöldið, á því rifi, er þar fram undan liggur. Vor seglrá brotnaði í miðju sundur. Þetta skeði laugardag i Augusto. Að morgni næstum þar eftir, sem var sunnudagsmorgun, gekk vor skipherra til kirkju. Í þann tíma voru þar í Jarmóð ei fleiri kirkjur utan sú ein; hún var geysistór með háum turni, í hverjum að voru miklar klukkur, sem frábært hljóð af sjer gáfu, og vítt umkring til heyrðist. Eftir miðdag hjeldum vjer þaðan og suður með landi þar til vjer komum til Harits[1], hvar skipherrann og fólkið átti heima. Þá komu út á bátum þeir, sem tóku fregn á hverju skipi, er í hafnarmynnið innsigldi. Þessir menn fögnuðu skipherranum vel og hans fylgdarmönnum. Og nær skipið var fyrir sínum atkerum fast orðið, norðvestan til á móðunni hinumegin og gegnt borginni, dró skipherrann til lands með mörgum af fólkinu og heim í borgina, en eg og skipherramætið Vilhelm Hundten skyldum á skipinu með nokkrum af fólkinu til kvölds eftir dvelja. Um miðdegi kom bátur frá norðvesturlandinu; sat i honum einn

ríkur maður Sæmund Kock[2] að nafni. Þessi tók okkur

  1. ɔ: Harwich.
  2. Líkl. hefur hann heitið á ensku Simon Cock, en skírnarnafnið verið afbakað eftir framburðinum [Saimon] í íslenska nafnið Sœmundur. Sjá athugasenulirnar um orðamuninn aftantil í bókinni.