Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/49

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin
17

til síns heimilis með sjer, og gjörði okkur þar mikla veislu. Hann bjó í einu þorpi og margt fínt fólk annað; þar voru þrjár kirkjur og var mjer sýnt í eina þeirra og var eg leiddur af meyjum ungum þangað, þær eð buðu mjer heim til sinna foreldra. Um kvöldið ljet hann fylgja okkur 4 menn í gegnum þann skóg er þar lá í milli þorpsins og elfunnar, og sakir morðingja og ránsmanna var oss fyrirskipað að tína grjót í vora hatta. Við eitt steinsnar urðum við varir um kvöldið, því mjög myrkt var orðið. Og er við komum að móðunni var þar strax til reiðu einn ferjumaður. Menn Sæmunds gengu heim aftur óhindraðir. Þessi Sæmund Kock var mjög kunnugur hjer í landi; eg bað hann að koma mjer þar í góða vist, en hann kvaðst ei það að sjer taka, því hann vissi misjafnt fólk og sjer vanþekt í Englandi vera. Nú er þar aftur til máls að taka, að við um kvöldið fórum með ferjumanninum yfir móðuna til borgarinnar, langt eftir dagsetur. Þá gengum við heim í borgina og til skipherrans húss; þá var hann ei heima er við þar komum, því hann var genginn til sinna reiðara, að skýra þeim frá sinni reisu [og því hann hefði atkerið mist]. Kona hans tók fegins hendi við mjer og sagði mig guðvelkominn með frábæru blíðlæti. Þá við höfðum litla stund þar setið, þá biður hann skipherrans húsfrú að lofa mjer með sjer lítinn veg at ganga; hann lofar henni að skuli með mig koma strax aftur. Hún samþykti það nauðug. Eg gekk svo með honum. Hún ljet fylgja okkur sína þjónustumey með ljóslykt, og nær við komum að einu porti gekk hún heim aftur. Vilhjálmur sló á dyrnar með þeim stálhamri er á porthurðinni hjekk, og strax kom ein stúlka að opna portið og spurði hverjir væri. Vilhjálmur sagði til sín, og sagðist vilja við herra hússins tala, hvern hann nefndi Thómas Tvidd, sá eð var herramanna gestaherbergjari og þeirra, er ríkir og mektugir voru. Þessi Thómas var vellauðugur maður, en ei fylgja auð allar dygðir, hljóðar máltak gamalt, og máske á honum ei síst sannast hafi. Kvinnu átti hann ágæta, sú eð bar kurteislega hegðan eftir mannlegu áliti, við hverja