Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/50

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin
18

hann misjafnlega höndlaði. Hún hjet Bersabe; dóttir þeirra hjet Temperenz; hún var væn og dægileg en þó ljúf og lítillát. Þar inngekk þessi Vilhjálmur og eg. Gjörðist þar stór veisla um kvöldið. Ei vildi hann trúa því eg íslenskur væri, því eg í þann tíma hafði lært svo góða engelsku í þær 7 vikur, að hann hjelt mig engelskan mann vera. Þessi Vilhjálmur kom því til leiðar, að eg vistaðist um kvöldið hjá honum, þvert í móti mínum vilja. Þetta gjörði Vilhjálmur því hann fjekk mig ei með sjer til Jarmóð, og til móðs við þann fróma mann Isach Brom met, til hvers hann bar jafnan kælu undir niðri, því hann þóttist ofgóður að vera hans mæti, með því hann var einn skálkur i þeli niðri. Þar hvíldist eg um nóttina í frábæru eftirlæti og af honum til sængur fylgt. Meðtók hann svo mitt alt meðhafandi góss til geymslu, sem var 5 vættir af vorfiski, tvær kistur fullar, item tvær voðir; fjekk eg Isach aðra, fyrir þá 10 dali, er eg var honum um skyldugur, fyrir utanför með honum; item lítið lýsi, sem eftir varð af fullri tunnu, er spiltist og fyr var umgetið. Um morguninn gengum við Vilhjálmur aftur til Isach og kunngjörðum honum og hans kvinnu hvar komið var. Varð hann mjög reiður við Vilhjálm, og lofaði hann skyldi þess af sjer gjalda á meðan hann til entist, því hann sagðist mig þar síst til vista vita vilja sakir Thómasar Tvidds harðýðgis, fláttskapar og vonsku, en hresti sig þó við hans kvinnu dygðir. Hann hjelt 3 sveina og skyldi eg í eins þeirra stað á Mikaelsmessutíð innganga, en þangað til skyldi eg mig sjálfur kosta. Tók eg mjer ferð til Nýkastala fyrir laun, sem voru 4 dalir, og líka hans vegna, í þann máta að kynna mjer leið, þegar hann mig í sín erindi þangað senda vildi. Sigldum vjer þangað i 4 daga. Skipherrann hjet Thómas

Græ[1] og fengum vjer gott byrleiði þangað.

  1. Höf. nefnir líka annan skipstjóra bls. 14 þannig, og getur verið að annaðhvort nafnið sje misminni; sbr. líka bls. 21 Vilhelm Gray; annars er nafnið Gray svo algengt, að það er ekkert því til fyrirstööu að þetta sje rjett.