Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/51

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin
19
III. KAP.

Við sjómálið, sem skipunum er innlagt á móðuna, sú eð liggur upp í landið, stendur einn kastali; í honum brenna ljós um nætur, þeim skipum til leiðarvísirs, er þar skulu að sigla, því þar fyrir utan eru sandrif og mjótt innhlaup, svo varpa má hlut á land upp til hvorrar handar er vill af skipinu, og eru 5 mílur upp til borgarinnar Nýkastala; það er fögur borg og fallega bygð; þar eru 3 kirkjur og ein kostuleg bryggja yfir um móðuna þvera, með hvelfingsportum í gegn upp í landið, og í gegnum þau koma stórar prjámur ofan úr landinu með steinkol til skipanna, sem þangað eftir steinkolum sigla og fyr var um getið. Þar dvöldumst vjer í 3 vikur, og bauðst mjer þar vist hjá einni ríkri og kostulegri ekkju, sú eð hjet Jóhanna, en eg sagði henni hvernig háttað væri, þar öðrum fyr lofast hefði og virti hún það vel fyrir mjer. Þar voru og enn nokkrir kostulegir gentilmenn, er þar svo kallast, sem mjer innilega buðu vist hjá sjer.

Þaðan sigldum vjer að góðu veðri og heim til Harits að þremur dögum liðnum; komum vjer síðla heim fyrir borgina og fórum vjer til lands skömmu síðar. Þá var víðast fólk til sængur komið í borginni; veik því skipherrann Thómas Græ mjer heim til sín, en eg þáði það ei, því eg vildi mjer ei það til hneyxla teldist að eg mitt heimili forsómaði; gekk eg því heim til portsins og sló upp á með hamrinum nokkuð kyrlega. Þjónustustúlkan kom strax og lauk upp portinu, því hún var ei til hvíldar gengin, en var að vaska upp borðsilfur og tin í steikarahúsinu. Neytti eg nokkurs; siðan bað eg hana um lykil til þess húss er mitt góss var inni; hún fylgdi mjer svo þangað með ljós, og strax fann eg mínar kistur brjálaður og mestöllu úr þeim rænt, hvar upp á ei mun hafa stórt brostið að verið mun hafa 30 dala gildi. Varð mjer þá ei gott í geði, sem hver má næst geta, sá eð hugleiðir eins framandi þesskonar ólagleg