Blaðsíða:Æfisaga Jóns Ólafssonar.djvu/54

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið villulesin

22

mílur eða 50. Fyrst komum vjer að þeim stað er Grafsund nefnist, sá eð liggur við þann ós eður innhlaup, sem upp til Lundún liggur. Þar fyrir utan, nær vjer slöguðum inn fyrir borgina, misti eg góðan hatt af höfði mjer, er segl út sló.

Við bryggju borgarinnar lágu 50 ferjubátar, og aðrir jafnmargir við Lundúnarbryggju. Þar leigði eg mjer bát, og annar maður, sá er hjet Daníel af hollenskri ætt, upp til Lundún, og komum þar síðla dags. Sá ferjumaður er okkur ferjaði, sagði mjer öll örnefni tveim megin móðunnar, og er það fagurt pláss á báðar siður; þar liggja bygðir og þorp, og ein borg, er kallast Kvinsborg[1]. Þar má margan sjá úti hvern við sitt handverk og erfiði, suma við sín akurverk, suma við trjesmíðis handverk, suma við hverfisteinasmiði og aðra steina að úthöggva, ferjur að byggja, skútur og skip og önnur nauðsynleg þarfindi. Skipum mættum vjer fáum, þau eð bljesu í sín trómet. Nær vjer komum á miðja leið, litum vjer þann mikla turn, S. Páls turn, dómkirkjunnar til Lundúnar, sá eð er tilsýndar sem ein fjallsgnýpa, og aðra turna, bæði. þeirra tveggja slota, sem að eru til Lundún, og kirknanna, sem að eru innan borgar og utan 3 hundruð að tölu. Vegarlengd til borgarinnar eru 15 mílur engelskar. Ferjumanna bátar eru fallega málaðir, smíðaðir og vel tilsettir; í þeim eftri helmingi þeirra eru tvær bjúgar sperrur og tjald yfir slegið, nær sem döggvar, svo fartugar vökna ei; þar undir kunna þeir að hafa gott bílífi öls og matar. Fyrir borginni liggja mörg skip, stór og smá, á móðunni, og prjámur við bryggjurnar, á hverjum flutt verður korn og malt, og önnur margslags vara frá og til. Í þessum kornprjámum hafa dúfurnar sinn náttstað og gestaherbergi. Á móðunni synda fáeinar álftir, er nefnast kóngsfuglar, og liggur hvers manns bani við, er þær deyðir, með skotum eður öðrum hætti.

Nú tek eg þar til máls aftur er vjer komum seint upp

  1. Líklega er átt hjer við Queenborough, en hún er ekki á leiðinni frá Gravesend, heldur liggur utar, sunnanvert við Tempsárós.